Færsluflokkur: Varnar- og öryggismál
Laugardagur, 10.6.2017
Gripið verður til æ betri varnarkerfa gegn óvinum þjóðfélagsins
Ánægjuleg er sú tækniframför sem þýzka lögreglan er nú að koma í gagnið: andlitsgreining á lestarstöðvum "í því skyni að hjálpa lögreglu að finna hryðjuverkamenn."
Thomas de Maiziere innanríkisráðherra sagði að tæknin verði prófuð á sjálfboðaliðum á Suedkreuz-stöðinni í Berlín og að gefist tilraunin vel verði hún innleidd á fleiri lestarstöðvum.
Við höfum nú þegar myndbandseftirlit á lestarstöðvum. En við höfum ekki getað sett mynd af hryðjuverkamanni í kerfi sem lætur okkur vita þegar hann kemur í mynd, sagði Maiziere í viðtali við dagblaðið Tagespiegel. Reynist tæknin áreiðanleg ætti hún líka að vera notuð til að finna annars konar glæpamenn. (Mbl.is)
Þannig reynist sókn alþjóðlegra glæpamanna gegn almenningi verða til þess með eins konar pendúls-áhrifum, að gripið verði til æ betri varnarkerfa.
Samkvæmt fréttaskýringu Tagespiegel er ekki líklegt að nýja kerfið verði fyrir lagalegri mótstöðu vegna þess að það yrði aðeins notað til að finna þá sem liggja undir grun. Þannig bryti það ekki á réttindum þeirra sem koma rannsókninni ekki við.
Hér á Íslandi þurfum við að gæta þess, að meint persónuvernd verði ekki látin ganga fyrir öryggi almennings.
Nýjasta stóra hryðjuverkið í Þýskalandi var mannskæð árás á jólamarkaði í Berlín árið 2016 þegar maður frá Túnis keyrði flutningabíl á mannfjölda og drap tólf manns.
JVJ.
Greina andlit á lestarstöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5.6.2017
Skynsamleg varúð gagnvart möguleikanum á hryðjuverki
Það er eðlilegt, að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi varann á sér vegna samkomuhalds sumarsins og óski eftir áhættumati greiningadeildar ríkislögreglustjóra vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópulöndum, enda tryggjum við ekki eftir á.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hafði
... fréttastofan eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla muni óska eftir mati greiningardeildarinnar í tengslum við þær hátíðir sem haldnar verða í höfuðborginni í sumar. Til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem við getum gripið til, sagði Ásgeir.
Við blasir, að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að gleypa við þeim fullyrðingum Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra, að hér sé lítil hryðjuverkahætta, en greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur að undanförnu metið hættustig vegna mögulegra hryðjuverka á Íslandi "í meðallagi".
Í nokkrum þeirra hryðjuverkaárása sem framdar hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Slíkt veki upp spurningar um það hvort hætta sé á slíkum aðgerðum hér á landi,
segir ennfremur í frétt af þessu á Mbl.is.
Hér eru of mikil mannleg verðæti í húfi til að menn geti bara yppt öxlum og talið ekkert geta breytzt í þessum efnum hér á Íslandi. Það þarf ekki nema einn erlendan vígamann hingað til að hann geti fengið sér öflugan bíl til að aka yfir mannfjölda. Þar skiptir miklu máli að forvarnir og eftirlit sé í lagi, m.a. með bílaleigum, en hér skal einnig minnt á þann lærdóm Frakka af Nice-hryðjuverkinu mannskæða, að öflugar veghindranir með reglubundnu millibili, þar sem mikill manngrúi kemur saman, getur takmarkað, jafnvel lágmarkað áhrifin af slíkri fjöldamorðstilraun.
Jafnvel brezka lögreglan nagar sig nú í handarbökin fyrir að hafa ekki fylgzt nógu vel með öfgamúslimum sem búið var að benda henni á fyrir nokkrum misserum, en hún skellti skollaeyrum við þeim eindregnu viðvörunum, og því fór sem fór, að bæði Manchester- og Lundúnahryðjuverkin fyrir hvítasunnuna dundu yfir óviðbúna brezku þjóðina.
Látum ekkert í þessa áttina gerast hér!
Jón Valur Jensson.
Óska eftir áhættumati á hryðjuverkaógn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt 6.6.2017 kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3.6.2017
Ærnar ástæður til að gæta fyllsta öryggis tónleikagesta og annarra við fjöldaatburði
Rokkhátíðin Rock am Ring í Nürburg í Þýzkalandi er örugglega ekki sú síðasta til að verða aflýst eða frestað vegna hryðjuverkaógnar.
Búist er við að um 85 þúsund manns sæki hátíðina sem átti að standa yfir í þrjá daga. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja að lögreglan hafi krafist þess að hátíðin yrði stöðvuð og svæðið rýmt. Þeir segjast aðstoða lögregluna eftir fremsta megni en vonast til að hátíðin geti haldið áfram á morgun [laugardag 3/6].
Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að ákveðin gögn hafi bent til yfirvofandi hættu og að ekki hefði verið hægt að útiloka hryðjuverkaógn. (Mbl.is)
Öryggi tónleikagesta sé forgangsatriði, segir lögreglan og horfir þar eflaust til tónleikanna í Manchester Arena (22 drepnir) og í Bataclan-tónleikahöllinni í París, þar sem 89 manns voru drepnir í hryðjuverkum ISIS-manna 13. nóvember 2015 og alls 130 manns að meðtöldum öðrum fórnarlömbum í borginni.
En nú þegar er eðlilega verið að kosta miklu meira til en áður hefur tíðkazt vegna slíkra fjöldaatburða:
Ákveðið var að auka öryggisgæslu á Rock am Ring eftir árásina í Manchester og um 1200 manns hafa sinnt þar gæslu. (Mbl.is)
Enginn smáhópur þar. Og einnig hér á Íslandi þarf að gæta öryggis almennings, þar sem margir koma saman. Vanræksla í því efni á ekki lengur að koma hér til greina, enda eiga óskráðir meðlimir öfgasamtaka auðveldan aðgang að Íslandi, m.a. frá Skandinavíu, og hafa nú þegar átt hér leið um landið.
Jón Valur Jensson.
Hátíð stöðvuð vegna hryðjuverkaógnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27.5.2017
Útrýmingarherferð islamista gegn koptum í Egyptalandi
Beinar, grimmilegar árásir hafa verið gerðar á kristna kopta á síðustu mánuðum, 26 sallaðir niður í gær með skothríð 10 ómenna á tvær rútur og flutningabíl á ferð í Mið-Egyptalandi, en 25 særðir. Um 100 koptar alls hafa verið drepnir sl. hálft ár, meiri hlutinn í kirkjum, og er þessi óhugnaður til vitnis um hatrið sem þrífst í hugarheimum ISIS og margra í Múslimska bræðralaginu. Stjórnvöld landsins berjast gegn þessu og leita nú t.d. ódæðismannanna tíu frá fjöldamorðinu í gær, þar sem m.a. börn voru skotin til bana. Koptar teljast vera 10% Egypta, sem alls eru 92 milljónir talsins.
Hryðjuverkin hafa skaðvænleg áhrif á efnahag Egyptalands, þar sem komum ferðamanna fækkar. En meðlimir Múslimska bræðralagsins voru á þriðju milljón, þegar starfsemi þess var bönnuð, en margir úr því starfa með "Ríki islams" og láta tilganginn helga sín verstu verk. Ekki halda grófustu partar Kóransins aftur af þessum ofstækismönnum.
JVJ.
26 drepnir í árás í Egyptalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26.5.2017
Samstaða og samhugur með fórnarlömbunum í Manchester
Laura McIntyre, 15 ára stúlka frá Suðureyjum úti fyrir Skotandi, berst nú fyrir lífi sínu eftir hryðjuverkið mikla í Manchester, en bezta vinkona hennar, Eilidh MacLeod, 14 ára, lézt í árásinni. Samstaða Breta er mikil með öllum fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra
Stofnuð hefur verið söfnunarsíða fyrir fjölskyldur McIntyre og MacLeod, en þegar hafa safnast rúm 30.000 pund eða tæpar 4 milljónir króna. (Mbl.is)
Laura McIntyre er sú hávaxnari á myndinni hér fyrir neðan, en með henni er Eilidh, vinkonan sem lézt, báðar hér á leið á tónleikana; svo sorglegt í raun.
Mikill fjöldi ungmenna lét lífið eða slasaðist í sprengingunni. Fyrsta sólarhringinn var talað um 59 særða, en sú tala fór yfir 100, þegar sumir minna slasaðir, sem höfðu í ofboði nýtt sér far til að komast heim af staðnum, fóru að sækja spítala eða slysavarðstofur daginn eftir. Sumir hinna særðu eru í svo krítísku ástandi, að þeim er vart hugað líf. Laura er ein af þeim.
Biðjum fyrir Lauru McIntyre og öðrum fórnarlömbum þessa skelfilega grimma hryðjuverks og að okkur megi gefast, að annað eins og þetta megi aldrei koma fyrir aftur. Og verum viss um, að áhrif bænarinnar geta verið mikil og margvísleg, það er ekki okkar að segja til um það.
Sjá nánar fréttartengil Mbl.is hér neðar, þar er talað við foreldra Lauru. Sjá einnig fleiri fréttir af þessum vinkonum og öðrum hér.
Jón Valur Jensson.
Berst fyrir lífi sínu eftir árásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.5.2017
Útlendingastofnun býst við 1700-2000 hælisleitendum á þessu ári! Stöðvum þann straum!
Þetta er ófremdarástand og verður það meðan Sigríður innanríkisráðherra fylgir ekki eftir vel upplýstri sannfæringu sinni á þessum málum.
1. jan.-30. apríl sl. sóttu 285 manns um hæli hér á landi, voru 179 á sama tíma í fyrra.
Þessi mikli fjöldi umsókna á fyrstu vikum ársins þykir benda til þess að heildarfjöldi hælisumsókna fari verulega fram úr tölum síðasta árs, en þá komu hingað alls 1.132 hælisleitendur.
Kemur þetta fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar til Morgunblaðsins, en þar segir einnig að stofnunin geri nú ráð fyrir að heildarfjöldi hælisumsókna á þessu ári verði jafnvel á bilinu 1.700 til 2.000 umsóknir. (Mbl.is)
Íslenska þjóðfylkingin vill, að hælisleitendum, sem koma frá löndum þar sem ekkert stríðsástand ríkir, verði vísað til baka innan tveggja sólarhringa.
En svo mikil var aðsóknin, einkum frá Albaníu og Makedóníu, síðustu mánuði liðins árs: 550 manns, að það var allt of margt til þess að Útlendingastofnun næði að afgreiða mál þeirra með þeim hraði sem til hafði staðið. (Hádegisútv. Rúv).
Fengju vinstri flokkarnir að ráða í þessum efnum, yrði stefnt út í algera ófæru, með miklu álagi á velferðarkerfi okkar, verðbólguhvetjandi áhrifum á leigumarkaði og með ófarsælli fjölgun múslima eins og í nágrannalöndum okkar á liðnum árum, þótt nú sé eitthvað reynt að takmarka þar innstreymið. En á sama tíma eru hér stjórnmálamenn, sem vilja ekkert læra af reynslunni og fylgja fremur pólitískum rétttrúnaði og "leiðsögn" RÚV (ríkisins í ríkinu) sem stendur nær ösmáum öfgahópi, "No Borders!", heldur en íslenzkum þjóðarhagsmunum.
Verður nú á Sigríði Andersen treystandi í þessum málum, eða ætlar hún að lúffa fyrir harðlínu-fjölmenningarsinnum eins og Guðlaugi Þór Þórðasyni og Unni Brá Konráðsdóttur í sínum eigin flokki? -- að ekki sé talað um ábyrgðarlausu óráðsmennina í hinum flokkunum!
Jón Valur Jensson.
Býst við um 2.000 hælisleitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28.4.2017
Ábyrgðarlaus stjórnvöld vilja í raun fækka í lögreglunni um 6-8 manns!
Þegar fjölga þarf í lögreglunni um 100-200 manns, ætlar ríkisstjórnin enn að þrengja að henni með 90 milljóna "aðhaldskröfu" sem kostar fækkun í mannafla um 6-8 manns! Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri er ekki par hrifin:
Miðað við veltu embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu má því reikna með að fækka þurfi um 6-8 stöðugildi lögreglumanna strax á næsta ári, segir í umsögn hennar til Alþingis.
Þá er þessi aðhaldskrafa sögð úr takti við fullyrðingar í frumvarpinu að fjármögnun löggæsluáætlunar sé tryggð. Bent er á að í frumvarpinu sé meðal annars ekki minnst á að lögreglumönnum verði fækkað. (Mbl.is)
Þessum skollaleik þarf að linna. Hér er ástæða til að minna á þessi orð í einni af ályktunum landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. þ.m.:
Íslenska þjóðfylkingin ályktar að öryggismál þjóðarinnar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðjuverkaógnin sem vofir yfir Evrópuríkjum um þessar mundir og um ófyrirséða framtíð og er Ísland þar ekki undanskilið. Bregðast þarf við á tvennan hátt. Annars vegar að efla löggæslu með því að fullmanna lögregluna og Landhelgisgæsluna. Hins vegar með stofnun heimavarnarliðs eða öryggissveita.
JVJ.
Kallar á fækkun lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30.3.2017
Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum - o.fl. af sama toga, jafnvel skammt undan ...
"Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto-brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenningarnir eru frá..."
Þannig hefst frétt á aðalsíðu RÚV, og þegar smellt er áfram inn í fréttina alla, kemur væntanlega engum á óvart, að framhaldið er með þessum hætti:
Rialto-brúin er sú elsta af fjórum sem liggja yfir aðalsíki Feneyja, Canal Grande. Um hana fer jafnan fjöldi ferðafólks frá morgni til kvölds." Tilvitnun lýkur. (Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum)
Frá Skandinavíu berast svo aðrar fregnir: af ungri, danskri konu sem "situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Tveir félagar hennar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi," segir þar, en fréttin (ný) endar svo, á Mbl.is:
Um það bil þriðjungur þeirra Dana sem hefur farið til Sýrlands eða Íraks til þess að berjast með Ríki íslams eru konur. Frá árinu 2012 hefur danska öryggislögreglan, PET, fengið upplýsingar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýrlands til þess að berjast með Ríki íslams.
Þessir atburðir halda áfram og eru flestir í tengslum við öfgaislamista. Það er ein ástæðan fyrir því, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa á síðustu misserum verið að endurskoða róttækt afstöðuna til mikils innflutnings múslima og yfirhöfuð til viðamikils starfs islamskra trúfélaga, en þar hefur sitthvað gruggugt og beinlínis ískyggilegt komið í ljós, þegar farið var inn í moskurnar með falda myndavél (bæði í Danmörku og Englandi).
Jón Valur Jensson.
Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari ÍÞ, skrifar á Facebók:
Sonur Donalds Trump á ekki orð yfir múslima-borgarstjórann í London sem sagði að hryðjuverk væru eðlilegur hluti þess að búa í stórborg.* Gaman að hafa svona borgarstjóra jú jú, þið verðið bara að taka dauða ykkar með stórmennsku, hryðjuverkamennirnir þurfa sitt rými. Vá hvað maðurinn er sannur múslimi. Sonur Trumps sagði: "Are you kidding me?" Er nema von að hann spyrji ... Sjá nánar: Donald Trump Jnr attacks Sadiq Khan over mayor´s ´terror attacks part of city life quote´.
* Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagði að "terror attacks" væru "part and parcel of living in a city." Hugtakaparið "part and parcel" er notað um eitthvað sem er nánast órjúfanlegur þáttur í eða partur af einhverju. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs, s. 745a, þýðir þetta svona: "aðalatriði, kjarni (e-s)".
Fimm látnir og 40 særðir í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 19.3.2017
Vegna landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. apríl nk.
Síðasti dagur til að skrá sig í Íslensku þjóðfylkinguna fyrir landsfundinn er í dag, sunnudaginn 19. mars 2017. Hægt er að skrá sig í flokkinn á heimasíðu hans: http://www.x-e.is
Greiðið í gegnum heimabankann ykkar í dag eða til miðnættis.
Árgjaldið er 3000 kr. og er hægt að greiða inn á reikning flokksins: 1161-26-4202, kt. 420216-0330.
http://thjodhollpolitik.blogspot.se/
Baldur Bjarnason, Gautaborg.
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)