Vill þjóðin Steingrím J. Sigfússon sem varaforseta Íslands með fullu forsetavaldi meðan Guðni Th. dinglar sér erlendis?

Frá 1. jan. 2016 til 17. okt. sl. fór Guðni forseti í 39 ferðir til út­landa skv. Katrínu Jak. í Rúv-frétt. Á meðan hefði Stein­grím­ur J. verið vara­forseti lands­ins með fullu forseta­valdi, ef farið hefði verið að 82. tillögu­grein hins umboðs­lausa "stjórn­lagaráðs".* Má þá minnast þess, að augljóst er, að hefði Steingrímur haft slíkt vara­forseta­vald árin 2009-11, hefði hann alls ekki beitt synjunar­valdi forseta (í 26. gr. stjórnar­skrár­innar) gegn Icesave-ólögunum.

Jafnvel á vefsíðu Rúv er því slegið upp sem e.k. gaman­máli eða athyglis­verðu og raunar kómísku innleggi í umræðuna, að 

"Forsetinn kolefnisjafnar utanlandsferðir sínar" 

með flennistórri mynd Votlendissjóðs af "endurheimt votlendis við Bessastaði"! Það má víst streða við þessa jarðvinnu til að forsetinn geti með góðri samvizku flogið út um allar heimsins trissur!
 
En þetta er sami forsetinn sem á þessu ári samþykkti Þriðja orkupakkann gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og sömuleiðis næstróttækustu fósturdeyðingalöggjöf Evrópu, í anda Leníns. Sá hinn sami Guðni Th. Jóhann­esson tók árin 2009 og 2011 eindregna, opinbera afstöðu með því, að Íslendingar samþykktu Icesave-svikasamningana!
 
Það er því ekki að undra, að nú þegar er talað um nauðsynlegt mótframboð gegn þeim annars hæfileika­mikla Guðna Th. í forseta­kosningum á næsta ári. Hafa ýmsir hæfir verið nefndir til sögunn­ar sem góðir valkostir, m.a. tveir fyrrverandi ráðherrar: Guðni Ágústsson og Ragnar Arnalds, Frosti Sigurjónsson, fyrrv. alþm., Bjarni Jónsson rafmagns­verkfræðingur og Friðrik Daníelsson, verkfræðingur og bókarhöfundur um málefni Íslands.
 
Jón Valur Jensson.
 
* Tillaga stjórnlagaráðs, 82. gr.:
"Staðgengill. Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan."
Þetta stóð til að kæmi í stað 8. greinar gildandi stjórnarskrár um að staðgenglar forseta skuli vera þrír: forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar; ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meirihluti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband