Færsluflokkur: Menntun og skóli

Þrífst akademískt frelsi án tjáningarfrelsis? Berufsverbot notað í þágu pólitísks rétttrúnaðar!

Er það hlutverk Háskólans í Reykjavík að ofsækja kennara sína vegna þátttöku þeirra í léttu rabbi í lokuðu rými utan vettvangs skólans?

Er það hlut­verk fjöl­miðils eins og DV að lauma blaða­manni inn í rabb­hóp til að slá því síðar upp sem æsi­frétt, að einhver hafi rætt með galsa­fengn­um hætti, meira í gamni en alvöru, um hitt kynið? Birt­ist í því virðing DV fyrir tján­ingar­frelsi manna? Er ekki frelsi manna til "skoð­ana sinna og sann­færingar" (73. gr. stjórn­ar­skrár Íslands) ein megin­forsendan fyrir tilveru­rétti dagblaða eins og DV og samfélagslegu hlutverki þeirra?

Er ritstjórn þess fjölmiðils hreykin af því að hafa komið því til leiðar, að hálærðum háskólakennara var bolað úr starfi með engum fyrirvara vegna skoðana sinna, sem hann gerði ekkert til að dreifa meðal kennara né nemenda og heldur ekki meðal almennings?

Vill ritstjórn DV upplýsa um það, hve alvarleg brot hún telur menn þurfa að fremja til að verðskulda tafarlausa uppsögn úr starfi? Á dóms­vald í slíku máli í háskóla að vera í höndum einnar mann­eskju eða háskóla­ráðs? Og skiptir engu við mat á meintum glæp, með hverjum hætti hann var "framinn" -- er t.d. einkahjal manna engu síður refsivert fyrirbæri þar en opinber orð eða gjörðir?

Hæstaréttardómur mun falla í máli Snorra kennara Óskarssonar gegn Akur­eyrar­bæ hinn 1. nóvember n.k., þ.e.a.s. lokaþáttur réttarhalda gegn bæjarstjórninni, sá sem lýtur að bótakröfu hans vegna ólögmætrar uppsagnar hans úr starfi fyrir 6 árum. 

Forsíðumynd sem Kristinn Sigurjónsson notar Horfir Háskólinn í Reykjavík fram á það með eftir­vænt­ingu að verða dæmdur í tugmilljóna sekt vegna ólögmætrar uppsagnar vinsæls og hæfs og vel máli farins kennara, Kristins Sigurjónssonar?

Hvort stuðlar þetta framferði HR að vaxandi eða minnkandi trausti á skólanum úti í samfélaginu, meðal væntanlegra háskólanema, kennara og stuðnings­aðila? Hyggur æðsta ráð skólans, að þessi skyndilega aðför hans að starfsöryggi og lífs­viður­væri hins ágæta kennara hvetji fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að láta meira fé af hendi rakna til skóla­starfs Háskólans í Reykjavík?

Og hefur háskóla­rektor HR ekki hugkvæmzt, að með þessum gjörðum hafi háskólinn brotið gegn ákvæðum 73. greinar stjórn­ar­skrárinnar um tjáningarfrelsi? Braut hin fyrir­vara­lausa uppsögn starfsmannsins ekki þennan lokalið 70. gr. stjórnar­skrárinnar að auki: "Hver sá, sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð."

Selur mannauðs­stjóri HR sjálfri sér sjálf­dæmi sem í senn sak­sókn­ara og dómara í máli kennara skólans og hvað þeir kunna að hafa sér til gaman­mála úti í bæ?

Munu Bandalag háskóla­menntaðra manna (BHM) og BSRB ekki mótmæla þessari ófyrir­leitnu árás á starfs­réttindi eins af sínum skjól­stæðingum?

PS. Er það ekki ótrúlegt að einhver stelpa, sem kallast mannauðs­stjóri, geti á nokkrum mínútum rúínerað áratuga kennslu­starfi mikil­hæfs og vel menntaðs kennara? Takið líka eftir, að hann kaus EKKI að kynna þessar skoðanir, þessi gamanmál öllu heldur, fyrir mér og þér og hverjum sem er, heldur lét orð sín falla í lokuðum hópi. Hann myndi t.d. aldrei tala svona í alvöru á Útvarpi Sögu. Þar þekkja menn hann einmitt sem einn hinn al-málefna­legasta sem þar kemur í þætti, yfirvegaður og jafnan með góð rök á takteinum. Og ég ber fullkomið traust til orða hans um að hann meti konur mikils, enda á hann konu, móður, dóttur eða dætur ...

Um þetta mál Kristins hefur mjög mikil umræða farið fram á Facebókar-þráðum í dag og fram á nótt, enfremur að nokkru á Útvarpi Sögu, en þar var einmitt Snorri Óskarsson í viðtali á 5. tímanum í dag, sjá hér: Var vísað úr starfi í miðri kennslu­stund, í stuttri frétt og svo hljóðskrá þar sem hlusta má á allt viðtalið. 

Almennt hefur straumurinn verið með Kristni í Facebókar-umræðu málsins og sitthvað vel sagt. Tökum t.d. með þessa tilvitnun í Guðmund Pálsson lækni: 

Hann ætti að fara í mál og sjá hvernig reiðir af. Kona sem hefði sagt svona á "karlastað" með karlforstjóra (eða mann­auðs­stjóra) hefði aldrei verið rekin fyrir að segja "að hún vilji helst ekki vinna með körlum". Ég held engum hefði dottið í hug að reka konu fyrir svo ágætleg og persónuleg orð. Menn hefðu gantast svolítið með þetta um stund og reynt að dekra hana upp og gera ánægða, málið búið. 
Þetta er bara klaufaskapur og húmors­leysi, hún kann sig ekki manneskjan.

Og Sigurður Þórðarson í Ginseng, stýrimanns­lærður, var með góða ábendingu:

Kristinn sendur á atvinnu­leysis­bætur eftir 19 ára farsælan feril við Háskólann í Reykjavík. Hildur Lilliendahl sem haft hefur uppi svo svívirðileg ummæli um karlmenn á netinu að þau eru alls ekki eftir hafandi hefur hlotið starfsframa hjá Reykjavíkur­borg, verkefnastjóri á sviði jafnréttismála.

Og Olafur Isleifsson bætir við: Maður hefur oft heyrt konur segja verri hluti um karla.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Leitar lögfræðings og vill lítið segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifaðu flugvöll !

Fyrir mörgum árum gekk mynd af frambjóðanda á landsbyggðinni að deila út kosningaloforðum. Hann var á tali við kjósanda og sneri sér að aðstoðar­manni sínum og sagði. "Skrifaðu flugvöll"

Íslenska þjóðfylkingin hefur mótað stefnu í mörgum málum til borgar­stjórnar­kosninga. Meðal annars frítt í strætó fyrir allt skólafólk. Þar er verið að hugsa um að létta á umferð, minnka mengun og ekki síst að kanna hvernig almenningssamgöngur gætu þróast áður en farið er í milljarða fjárfestingu í Borgar­línu og að afla sér heimilda.

Daginn eftir að Íslenska þjóðfylkingin kynnti þessa stefnu voru aðrir flokkar byrjaðir að boða hana.

Íslenska þjóðfylkingin boðaði líka að reyna ætti aftur árangurs­tengd bekkjarkerfi í grunnskólum borgarinnar. Ekki kom fram hvers vegna, en nú eru aðrir flokkar búnir að taka upp þetta stefnumál, t.d. Flokkur fólksins samkvæmt útvarpi Flokks fólksins, sem gengur undir nafninu Útvarp Saga.

En ástæðurnar eru þunnar, enda skilningsleysið algert. Skólakerfið og gæði þess fer eftir og mun fara eftir þrýstingi frá hagsmuna­aðilum og hagsmunaaðilar eru foreldrar. Ef mengi nemanda breytist verulega og skólastarf verður erfiðara, munu möguleikar þeirra sem best geta staðið sig minnka, án þess að möguleikar hinna muni aukast. Þarna koma foreldrar inn í myndina og grípa í taumana, en ekki allir foreldrar, bara örfáir. En það eru einmitt hinir örfáu foreldrar sem láta sig skólastarfið varða sem eru verðmætasta eign skólans. Þessa foreldra má ekki missa með sín börn yfir í einkarekna skóla, vegna þess að það yrði vondur spírall fyrir hið opinbera skólakerfi. Opinberi skólinn myndi versna og versna, eftir að bestu og síðan næstbestu foreldrar myndu yfirgefa hann með börnin sín. Þetta er örugg leið til að skapa misskipt samfélag, misskipt við fæðingu, vegna þess að það barn sem valdi sér foreldra er ekki enn fætt.

Íslenska þjóðfylkingin setti þessa stefnu fram í þessum tilgangi, ekki til að auka misskiptingu innan hins opinbera skólakerfis, heldur til að reyna að halda skólakerfinu saman og koma til móts við þessa fáu en áríðandi foreldra, sem láta menntun barna sinna sig varða. Þessir fáu foreldrar eru í raun ekki bara foreldrar barna sinna, þeir eru foreldrar allra barna og draga vagninn í að viðhalda gæðum í hinu opinbera skólakerfi og skólinn má ekki missa þá yfir í sérskóla.

Jens G. Jensson, einn frambjóðenda Íslensku þjóðfylkingarinnar.


Stolnar fjaðrir Flokks fólksins

Kolbrún Baldursdóttir í efsta sæti FF fullyrti í viðtali við Arnþrúði á Útvarpi Sögu að flokkurinn vildi breytta stefnu í skólamálum með árangurs-skiptum bekkjum og að FF hefði verið fyrstur með þetta stefnumál.

En það er rangt. Það hafði engin stefna komið frá FF fyrir tilkynningu Íslensku þjóðfylkingarinnar á framboði sínu og stefnumálum á fréttamannafundi þar sem einmitt þetta kom fram um stefnu okkar! Við höfnum ríkjandi stefnu borgarstjórnar um "skóla án aðgreiningar", stefnu sem hefur spillt skólastarfi og verið dragbítur á árangur góðra nemenda.

Það er full ástæða til að leiðrétta svona mismæli. Aðrir geta cóperað stefnu ÍÞ í málum, en skulu þá geta heimildarinnar!

Guðmundur Þorleifsson/jvj


Áherslur Íslensku þjóðfylkingarinnar í mennta- og menningarmálum


Íslenska þjóðfylkingin vill gera átak í að laga fjár­hags­stöðu fram­halds­skól­anna og háskól­anna. Sér­stak­lega verður horft til þess að styrkja og efla nám á lands­byggð­inni. Til þess viljum setja einn millj­arð strax og svo við­bótar­fjármagn eftir nánari skoðun á fjárhags­stöðu menntastofnana.

Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða lög um Lána­sjóð íslenskra náms­manna og færa lánveit­ingar frá bönkunum alfarið yfir í lánasjóðinn. Flokkurinn vill að námsmönnum verði strax við upphaf náms greidd út sú framfærsla sem þeir eiga rétt á. Að auki vill flokkurinn afnema tekjutengingar, þannig að námsmenn sem það kjósa geti unnið án þess að verða fyrir skerðingu. Flokkurinn er líka opin fyrir hugmyndum um að hluti lána breytist í styrk að gefnum uppfylltum ákveðnum forsendum. Ekki verði tekin skólagjöld af Íslendingum eða ríkisborgurum þeirra landa sem taka ekki skólagjöld af íslenskum ríkisborgurum.

Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða styttingu framhaldsskólans og afnema þá reglu að 25 ára og eldri hafi nánast engan möguleika á að sækja um nám í framhaldsskólum. Flokkurinn vill að stuðla að hugarfarsbreytingu til iðnnáms og listnáms með því að fjölga framhaldsskólum sem bjóða upp á þær greinar.


Std.Ssts. tíndi saman.


mbl.is Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfinna í Framsóknarflokki vill gera hann að enn einni málpípu "Góða fólksins" og múslimavina

Stóra fréttin í dag er raunar sú, að hún vill ryðja Sveinbjörgu Birnu úr 1. sæti Framsóknar og flugvallarvina, treystir því ekki að ná inn sem viðhengi eða vill ekki móðga Góða fólkið, segir í staðinn við flokksfólk: Ef þið viljið mig, verður það að vera á kostnað Sveinbjargar, bezt að kasta henni út! Ekki gott "systra­lag" né þakklæti í þeim boðskap og merkilegt hvernig bæði hún, ungir fram­sókn­ar­menn og Sigurður Ingi formaður sjálfur hafa látið Logana tvo (Bergmann og Einars­son Samfylkingar­formann), Fréttablaðs- og Rúv-liðið mata sig á sínum túlkunum á umræðu Sveinbjargar um nauðsyn sérkennslu fyrir börn hælis­leit­enda og flóttafólks.

Já, það er ódrengilegt af þeim að veitast þannig að flokkssystur sinni og rang­túlka orð hennar, í heimskulegri auðsveipni við litla bóga í þessum skóla- og innflytjendamálum.

Sjónarmið Sveinbjargar fær mjög víða hljómgrunn í samfélaginu, meðal annars í umræðum um greinar Loganna tveggja, sem eru nú ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni í þessum efnum. Annar þeirra er jafnvel svo ruglaður, að hann heldur að ófædda 11 og hálfrar viku veran í móðurlífi konu sé "ekki fóstur, heldur frumuklasi"!! Ætti slík vanþekking að sæta almennum aðhlátri, ef ekki beinlínis fordæmingu, úr því að þetta sagði hann, formaður stjórnmálaflokks, á sjálfu Alþingi Íslendinga fyrir fáeinum mánuðum, 27. marz 2017 og var að nota þetta til að réttlæta frekari manndráp hinna ófæddu! (Um stefnu Íslensku þjóðfylk­ingarinnar í þeim málum má lesa í þessari grein.)

Það er eða ætti að vera alkunna, að skóli Þorgerðar Katrínar "án aðgreiningar" er illa heppnuð tilraun, sem þó hefur sem betur fer ekki komið í veg fyrir, að einhverfir og fleiri sérhópar geti fengið sérkennslu við sitt hæfi. Og þekkt eru dæmin um það erlendis líka, að innflytjendabörn fái fyrst sérkennslu í skólum í stað þess að vera látin dúsa í krakkahópi þar sem þau skilja ekki mælt mál og geta ekki fylgzt að gagni með kennslu fyrr en eftir marga mánuði. Það er einmitt tillitssemi við börn að fá kennslu á sínu eigin máli framan af a.m.k. og um leið innleiðslu í tungumál nýja landsins í sértímum, sem eru helgaðir þeim. Að ætla sér að gera tillögur Sveinbjargar um slíkt að árásarefni á hana er þeim til hneisu og hreinnar skammar sem að því standa. Hitt er svo reyndar stað­reynd og nýtur mikils fylgis, að við getum vel afgreitt hælis­umsóknir eins og Norðmenn gera, á tveimur sólar­hringum, ekki einu eða tveimur misserum, eins og hér viðgengst í slóðaskap vanhæfra yfirvalda.

Það gæti ennfremur orðið "sokkinn kostnaður" fyrir Framsóknarflokkinn ef hann missir hér af þessari hreinskilnu konu, sem tekið hefur á málum af röggsemi, og býður upp á aðra í staðinn, sem gerzt hefur meðvirk með aðhróp­endum þeirra sem setja fram málstað heilbrigðrar skynsemi og gagnrýna á sann­gjarn­an hátt magn­aðan og víta­verðan aulahátt borgar­stjórnar í mosku- og inn­flytj­enda­málum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Allt eða ekkert hjá Guðfinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur í skólamálum barna hælisleitenda eru skynsamlegar

Það er merkilegt að ekki megi setja fram skyn­sama skoðun á fyrir­komu­lagi skóla­göngu barna sem koma með fólki sem er að sækja um alþjóð­lega vernd, eins og fína orðið er yfir hælis­leit­endur, sem og flótta­fólk. Er ekki tími til kominn hjá elítu­fólk­inu að skoða málin dálítið betur? Það eina, sem Sveinbjörg í Framsókn og flug­vallar­vinum er að setja fram, er að koma á kennslu fyrir þessi börn meðan þau eru í biðstöðu, þannig að þeim gangi betur að aðlag­ast hinu almenna skóla­kerfi og röskun verði sem minnst á kennslu í hinu almenna skólakerfi.

Vill almenningur sem á börn á skólastigi að kennsla verði annars flokks vegna þess eins að meginþorri tíma kennara fari í að sinna börnum sem koma frá öðrum menningarheimi og þurfa þess vegna meiri leiðsögn og athygli? Nei! Ég held að foreldrar skilji það að það sé ekki ásættanlegt að fórna menntun eigin barna, vegna þess að öll orka kennara fari í að styðja við örfáa einstaklinga.

Tillaga Sveinbjargar er umræðunnar virði, hér er ekki um neina rasistahugsun að ræða, börn sem kæmu úr slíku umhverfi yfir í almenna kerfið, ef landvistaleyfi fengist, yrðu mjög sennilega síður fyrir aðkasti, einelti eða annarri höfnun, væri búið að undirbúa þau til að geta tekist á við það, sem byði þeirra, og ef umrædd börn fengju ekki landvistarleyfi er ekki verið að útsetja þau fyrir höfnun.

Að stjórnmálamenn skuli fylkja liði við að rakka Sveinbjörgu niður fyrir það eitt að setja fram þessa skynsömu skoðun er þeim sem það skrifa til háborinnar skammar og sýnir eingöngu skammsýni.

Guðmundur Þorleifsson.


Einkavæðingar- og frjálshyggjustjórnin herðir enn að ríkisfjármálum, almenningi til bölvunar

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára felur í sér brot gegn fyrri lögum, 3% samdrátt í samneyzlu, 2% samdrátt til menntakerfisins, sem hafði í kosningum verið lofað rýmri framlögum eftir langtíma samdrátt. Annað eftir þessu!

Engin loforð ráðandi flokka um aukin framlög til heilbrigðismála næsta árið er að finna í þessari áætlun sem var samþykkt sem ályktun Alþingis í nótt. Þar inni í var framlag til að kaupa þriðju þyrlu fyrir Landhelgisgæzluna, en ekki til að standa undir útgjöldum til að manna þá þyrlu!

Samgöngumál eru áberandi vanrækt, og mætti halda, að stefnt sé að því að fjölga slysum á þjóðvegum! 

Almennt er einkavæðingar- og frjálshyggjustefnan á fullu í þessari fimm ára áætlun, og ræður Sjálfstæðisflokkurinn för, einnig um það að standa ekki við loforð um að rétta kjör öryrkja. Vinstrimennska Bjartrar framtíðar heyrir nú til sögubóka.

Undirritaður fylgdist vel með umræðunum á þingfundi sem stóð til kl. 2.10 í nótt og skrifaði um málið þessa grein: Flokksræðið á fullu á Alþingi, í bæði stjórnarflokkum (sem ana áfram í óverjanlegri 5 ára áætlun) og stjórnar­andstöðu. Margt mjög athyglisvert kom fram í þeirri umræðu allri, m.a. að þrjú bandalög virðast nú við lýði á Alþingi og óvæntir "bedfellows" þar í einu þeirra.

Jón Valur Jensson.

PS. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir fengju sam­tals 22 þing­menn ef kosið væri í dag, sem er 10 þing­mönn­um minna en þeir fengu í alþing­is­kosn­ing­un­um síðasta haust, en stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur dreg­ist jafnt og þétt sam­an frá kosn­ing­um.Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur dreg­ist sam­an um 3% frá síðustu mæl­ingu en 36% styðja nú rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Þetta kem­ur fram í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup. Rúv greindi fyrst frá.

Heimild:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/01/enn_faerri_stydja_rikisstjornina/


mbl.is Fjármálaáætlun samþykkt með ágreiningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband