Ábyrgðarlaus stjórnvöld vilja í raun fækka í lögreglunni um 6-8 manns!

Þegar fjölga þarf í lögreglunni um 100-200 manns, ætlar ríkisstjórnin enn að þrengja að henni með 90 millj­óna "aðhalds­kröfu" sem kostar fækkun í mannafla um 6-8 manns! Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri er ekki par hrifin: 

„Miðað við veltu embættis lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu má því reikna með að fækka þurfi um 6-8 stöðugildi lög­reglu­manna strax á næsta ári,“ seg­ir í um­sögn hennar til Alþingis.

Þá er þessi aðhaldskrafa sögð úr takti við full­yrðing­ar í frum­varp­inu að fjár­mögn­un lög­gæslu­áætlun­ar sé tryggð. Bent er á að í frum­varp­inu sé meðal ann­ars ekki minnst á að lög­reglu­mönn­um verði fækkað. (Mbl.is)

Þessum skollaleik þarf að linna. Hér er ástæða til að minna á þessi orð í einni af ályktunum landsfundar Íslensku þjóðfylk­ingarinnar 2. þ.m.:

Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita.

JVJ.


mbl.is Kallar á fækkun lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband