Ályktun um varnar- og öryggismál Íslands

Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita.

Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildar­ríki heitið að leggja meira fram til sameigin­legra varna. Núver­andi ríkis­stjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikil­væga þjôðar­öryggis­mál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.

Image result for Birgir Loftsson Flokksstjórnar­maðurinn Birgir Loftsson sagnfræð­ingur bar fram tillöguna um þessa ályktun, sem var samþykkt á landsfundi flokksins nú um helgina. (Um aðrar ályktarnir landsfundar, sjá hér.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband