Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017

Áformuđu hryđjuverk í Feneyjum - o.fl. af sama toga, jafnvel skammt undan ...

"Ítalska lögreglan handtók í nótt ţrjá menn, sem grunađir eru um ađ hafa lagt á ráđin um hryđjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfđu borist um ađ ţeir ćtluđu ađ sprengja upp Rialto-brúna, eitt ţekktasta kennileiti borgarinnar. Ţremenn­ing­arnir eru frá..."

Ţannig hefst frétt á ađalsíđu RÚV, og ţegar smellt er áfram inn í fréttina alla, kemur vćntanlega engum á óvart, ađ framhaldiđ er međ ţessum hćtti:

"Ţremenningarnir eru frá Kósovó [sem er múslimskt land]. Einn til viđbótar er í haldi vegna málsins. Sá er undir lögaldri. Fylgst hafđi veriđ međ Kósovó­mönnunum um tíma. Međal annars voru símar ţeirra hlerađir. Fjölmiđlar á Ítalíu hafa eftir saksóknara sem hefur mál mannanna til međferđar ađ einn mannanna hefđi sagt í símtali ađ međ ţví ađ sprengja Rialto-brúna í loft upp međ fjölda vantrúađra á kćmust ţeir beinustu leiđ til himna. Lögreglusveitir sem berjast gegn mafíunni og hryđjuverkamönnum stóđu sameiginlega ađ handtöku mannanna. Húsleit var gerđ á tólf stöđum í miđborg Feneyja í tengslum viđ rannsókn málsins.

Rialto-brúin er sú elsta af fjórum sem liggja yfir ađalsíki Feneyja, Canal Grande. Um hana fer jafnan fjöldi ferđafólks frá morgni til kvölds." Tilvitnun lýkur. (Áformuđu hryđjuverk í Feneyjum)

Frá Skandinavíu berast svo ađrar fregnir: af ungri, danskri konu sem "sit­ur í gćslu­v­arđhaldi í Kaup­manna­höfn fyr­ir ađ hafa ćtlađ ađ ferđast til Sýr­lands og ganga til liđs viđ hryđju­verka­sam­tök­in Ríki íslams. Tveir fé­lag­ar henn­ar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi," segir ţar, en fréttin (ný) endar svo, á Mbl.is:

Um ţađ bil ţriđjung­ur ţeirra Dana sem hef­ur fariđ til Sýr­lands eđa Íraks til ţess ađ berj­ast međ Ríki íslams eru kon­ur. Frá ár­inu 2012 hef­ur danska ör­ygg­is­lög­regl­an, PET, fengiđ upp­lýs­ing­ar um 145 Dani sem hafa fariđ til Íraks eđa Sýr­lands til ţess ađ berj­ast međ Ríki íslams.

Frétt DR

Ţessir atburđir halda áfram og eru flestir í tengslum viđ öfgaislamista. Ţađ er ein ástćđan fyrir ţví, ađ frćndur okkar á Norđurlöndum hafa á síđustu misser­um veriđ ađ endurskođa róttćkt afstöđuna til mikils innflutnings múslima og yfirhöfuđ til viđamikils starfs islamskra trúfélaga, en ţar hefur sitthvađ grugg­ugt og beinlínis ískyggilegt komiđ í ljós, ţegar fariđ var inn í moskurnar međ falda myndavél (bćđi í Danmörku og Englandi).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ćtlađi ađ ganga til liđs viđ Ríki íslams
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rógburđur ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki

Ađeins fjögur ríki eru međ krónu­gjaldmiđil, en sú íslenzka er ţeirra sterk­ust: hef­ur frá ár­inu 2013 styrkzt um 15-45% gagn­vart helztu gjald­miđl­um, er ţar međ "sú sterk­asta í heimi" ađ sögn grein­ing­ar­deild­ar Ari­on-banka. Ţá hafi einnig veriđ lítiđ flökt á krón­unni.

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka gerđi sam­an­b­urđ á gengi krón­unn­ar eft­ir hrun á Íslandi og annarra gjald­miđla eft­ir krepp­una á Norđur­lönd­um 1991 til ađ meta hvort geng­isţró­un­in vćri svipuđ eft­ir fjár­mála­áföll. Svo er ekki. Raun­gengiđ hef­ur styrkst mun hrađar á Íslandi en ţađ gerđi á Norđur­lönd­um. Á tíu ára tíma­bili hélst raun­gengiđ á Norđur­lönd­um um 10% til 20% veik­ara en ţađ var fyr­ir banka­kreppu. Íslenska krón­an er hins veg­ar kom­in 6% yfir sögu­legt međaltal. (Mbl.is)

Mikill andróđur var lengi vel gegn krónunni, ađ hún vćri "svo veik", einmitt ţegar sveigjanleiki hennar var lykilatriđi til ađ verjast í eftirköstum banka­krepp­unnar og ná ađ styrkja á ný útflutnings­atvinnuvegi okkar og leggja grunninn ađ marg­föld­uđum vexti í ferđaţjónustu. 

En nú er sterk króna orđin stađreynd og mun draga úr uppgangi ferđaţjón­ust­unnar og  hćgja á fjölg­un ferđamanna ađ mati greiningardeildarinnar, en ţađ virđist undirrituđum ţó ásćttanlegt, viđ ţurfum ađ gera svo margt til ađ bćta hér ađstćđur, vegakerfiđ, ţjónustu og ađgengi ferđamanna ađ mörgum helztu stöđum, ţ.m.t. ţeim sem ţeir hafa fćstir upplifađ ennţá. Viđ ţurfum ađ taka okkur tíma í ţessa upp­byggingu og vanda hér allar ađstćđur, en ekki óttast, ađ hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, ţví ađ betra er ađ fá auđugri ferđa­menn en gífur­legan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á viđ­kvćmum náttúruperlum.

Svo eigum viđ ekki ađ láta ESB-sinnana um ţađ ađ endurútgefa rógsherferđ sína gegn krónunni međ nýjum formerkjum. Hún bjargađi okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leiđ Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri ţjónkan viđ Evrópska seđlabankann!

Evran hefur hins vegar brugđizt heilu stórţjóđunum innan Evrópusambandsins: Spánverjum og Ítölum, ađ ógleymdum Grikkjum og Portúgölum. Ţess vegna er ţađ svo innilega vitlaust hjá hinni ágćtu ESB-konu Ţorgerđi Katrínu Gunnars­dóttur, ţegar hún lćtur hafa eftir sér á Eyjunni, ađ "viđ hljótum öll ađ sjá ađ ţađ gengur ekki lengur ađ vera međ íslenzka krónu." Hún á ađ passa sig á ţví ađ tala ekki svona fyrir hönd annarra, ţví ađ stórum hluta Íslendinga er vel ljóst, ađ íslenzka krónan er engin ţjóđar­skömm, heldur partur af okkar sjálf­stćđi (t.d. frá vitlausri hagstjórn hins nefnda Evrópubanka) og hefur reynzt betur en ráđ úrtölu­mannanna og reyndar framar björtustu vonum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sterkasta og stöđugasta króna heims
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svikastjórnina frá!

Ríkisstjórn međ minnihl.fylgi hangir inni á einu atkvćđi eftir feluleiks-svik BB viđ kjósendur í haust,* vill ţó einkavćđa á fullu! Viđreisn vill 20% geng­is­fell­ingu, flokkur međ 3,1% fylgi!

Hvađ halda ţessir menn ađ ţeir séu? Hverjum eiga ţeir ađ ţjóna? SA og SI eđa ţjóđinni? Og af hverju lćkka ţeir ekki vextina strax? Er ţađ af ţví ađ ţeir vilja koma óorđi á okkar vel hćfu krónu, í ţeirri ljótu von sinni ađ geta narrađ ţjóđ­ina inn í ţađ stórríki sem ţeir hafa svariđ hollustu sína, Evrópusambandiđ?

Út af međ ţessa menn af vellinum! Nýjar kosningar strax í vor, áđur en ţessar bođflennur hafa gert af sér meiri óskunda!

* Sbr. Ţorvald Gylfason prófessor í Fréttablađinu 23. febr. sl.: "ţeir hafa eins atkvćđis meirihluta á Alţingi og ţađ í krafti stolinna kosninga."

Jón Valur Jensson.


Vefsíđa eina flokksins sem ţorir ađ undirbúa framtíđina og taka af snerpu á málum! Frambođ tilkynnt. Ríkisstjórnin á nástrái ...

Fariđ á áhugaverđa vefsíđu (ţá nýrri) hjá Íslensku ţjóđfylkingunni sem heldur landsfund sinn nćsta sunnudag. Sjá x-e.is. Auk góđra uppl. um stefnuna er ţar strax hafinn undirbún­ingur nćstu alţingiskosninga, menn geta byrjađ ađ safna međmćlendum á eyđublöđ sem ţar má prenta út. Hangir ekki núverandi ríkisstjórn á nástrái hvort sem er?!

Auk fundarbođs til landsfundar eru frambjóđendur til leiđandi starfa innan flokksins kynnt ţar. Helgi Helgason, fyrsti formađur okkar, hefur tilkynnt, ađ hann vilji hćtta störfum, en berjast áfram međ okkur "í fótgöngu­liđinu". Fjórir bjóđa sig fram til formennsku og fjórir til varaformanns. Ritari verđur sem áđur skipađur af flokks­stjórn og einnig gjaldkeri, vćntanlega skv. endur­skođuđum lögum flokksins (hugsanlegar lagabreytingar verđa fyrsta verkefni landsfundar). Ţá bjóđa 15 manns sig fram til flokksstjórnar, ţar á međal núverandi formađur. Allir eru ţessir frambjóđendur nafngreindir á vefsíđunni x-e.is.

Viđ stefnum á öflugan og orku­gefandi landsfund á sunnudaginn og hvikum hvergi frá okkar ţjóđhollu stefnumálum sem flestir ađrir flokkar eru ýmist tregir til ađ taka á í sínum stefnuskrám eđa springa jafnan á limminu ţegar til kastanna kemur. Ţađ á t.d. viđ um skattalćkkanir, fyrirheiti um hćkkun per­sónuafsláttar, afnám okurvaxta á íbúđalán, fjárveitingar til bráđ­nauđsynlegra ţyrlu­kaupa Land­helgis­gćslunnar og margt fleira. Svo eru ţađ ţau mál líka sem viđ Ţjóđfylkingarmenn einir ţorum ađ nefna á nafn, eins og ađ segja upp Schengen- og EES-samn­ingunum og ađ afnema eđa a.m.k. endurskođa frá grunni nýju útlendingalögin, ţar sem ekki er horft til framtíđarhags ţess fólks sem byggir ţetta land.

Jón Valur Jensson.


Marine Le Pen - flottur upprennandi ţjóđarleiđtogi?

Marine Le Pen er farin ađ sýna á sér ţjóđhöfđingjasniđ, međ heimsókn sinni í Kremlarhöll til Valdimírs Pútín, ţótt rangt sé ađ taka ţađ sem beinan stuđn­ing hans viđ hana; hann undir­strikar ađ ţar sé oft tekiđ á móti stjórn­ar­and­stöđu­mönnum frá ýmsum löndum. En eftir fundinn međ Pútín hvatti frú Marine til ţess ađ bundinn yrđi endi á efnahagslegar refsi­ađgerđir Evrópu­sambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Fyrri umferđ forseta­kosn­ing­anna í Frakklandi fer fram 7. apríl nk. Og ţađ er nánast hnífjafnt milli Le Pen og helzta keppinautar hennar, Macrons. Meira af ţví seinna.

Einhver gćti haldiđ Íslensku ţjóđfylkinguna augljós systursamtök hinnar frönsku Ţjóđfylkingar (Front national) frú Le Pen, en ţađ er ekki rétt, og enskt nafn okkar er The National Icelandic Alliance, ekki National Front. Međ ţví er líka vísvitandi sneitt hjá öllum hernađar- eđa vígalegum hugrenninga­tengslum orđsins "front"! Viđ viljum fylkja fólki saman um sjálfstćđi lands og ţjóđar.

En viđ í ÍŢ erum mjög ánćgđ međ ţađ, ađ frú Marine gerđi alla rasista og fasista brottrćka úr flokknum,* rétt eins og Svíţjóđardemókratar gerđu ţađ sama viđ of róttćk ungmennasamtök sín áriđ 2015.** Viđ söfnum ekki ruslara­lýđ í Íslensku ţjóđfylkinguna, heldur sönnum ţjóđarvinum og baráttufólki fyrir réttlátum kjörum alţýđu.

* Hún losađi sig jafnvel viđ sinn eigin föđur úr flokknum vegna ofurróttćkni hans! En rammhlutdrćgur "fréttamađur" RÚV, Kári Gylfason, var rétt í ţessu ađ lýsa Marine Le Pen sem "ţjóđernis­popúlista [sem] ţykir hafa öfgafull viđhorf" og eitt af ţeim kaus hann svo greinilega ađ nefna í nćsta orđi: ađ hún vilji úrsögn Frakklands úr Evrópusambandinu! En eru ţađ öfgar?!

** Í framhjáhlaupi má geta ţess, ađ skv. nýjustu skođanakönnun Dagens Ny­heter og sćnska sjónvarpsins eru Svíţjóđar­demókratar orđnir nćststćrsti flokkur landsins, komnir yfir Hćgri flokkinn (18%) međ heil 19,2%. Svíţjóđar­demókratar stofnuđu sinn flokk 1988, en náđu ekki inn á ţing (yfir 4% múrinn) fyrr en 2010. --Já, ţjóđlegum flokkum í Evrópu vex hratt fiskur um hrygg á síđustu árum vegna óábyrgrar innflytjendastefnu ţýzkra, norrćnna og niđur­lenzkra krataflokka og annarra međvirkra flokka sem hanga gjarnan í pilsfaldi Evrópusambandsins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pútín fundar međ Le Pen
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Donald Trump yngri gagnrýnir Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, vegna ummćla hans um hryđjuverkaárásir sem nánast normal ţátt í borgarlífi

Hér um vísast til pistils sem birtur var á ţessu bloggi í dag. Umrćđan ţar var áhuga­verđ um sumt, eins og hrika­leg hryđju­verk öfga­islamista í Bret­landi. Ţeim mun hneyksl­an­legri eru ummćli ţessa borgar­stjóra, en eitt er víst, ađ ekki veldur hann islamistum vonbrigđum međ ţessum ţćgđarlegu orđum sínum; menn geta svo velt ţví fyrir sér, hvort hann er međvirkur međ hatursöflum međal róttćkustu fylgismanna Múhameđs.

En skođiđ ţetta, ţiđ sem misstuđ af ţeirri umrćđu: Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryđju­verkaárásir sem nánast eđlilegan ţátt í borgarlífi!

Jón Valur Jensson.


Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryđju­verkaárásir sem nánast eđlilegan ţátt í borgarlífi!

Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari ÍŢ, skrifar á Facebók: 

Sonur Donalds Trump á ekki orđ yfir múslima-borg­ar­stjór­ann í London sem sagđi ađ hryđju­verk vćru eđli­legur hluti ţess ađ búa í stórborg.* Gaman ađ hafa svona borg­ar­stjóra – jú jú, ţiđ verđiđ bara ađ taka dauđa ykkar međ stórmennsku, hryđju­verka­menn­irnir ţurfa sitt rými. Vá hvađ mađ­ur­inn er sannur múslimi. Sonur Trumps sagđi: "Are you kidding me?" Er nema von ađ hann spyrji ... Sjá nánar: Donald Trump Jnr attacks Sadiq Khan over mayor´s ´terror attacks part of city life quote´.

Trump Sadiq Khan terror London

* Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagđi ađ "terror attacks" vćru "part and parcel of living in a city." Hugtakapariđ "part and parcel" er notađ um eitthvađ sem er nánast órjúfanlegur ţáttur í eđa partur af einhverju. Ensk-íslensk orđa­bók Arnar og Örlygs, s. 745a, ţýđir ţetta svona: "ađalatriđi, kjarni (e-s)".


mbl.is Fimm látnir og 40 sćrđir í London
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB vill bolast áfram međ harđri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit

Frétta­vef­ur Guar­di­an seg­ir ráđamenn ESB hafa varađ ea­syJet, Ry­ana­ir og Brit­ish Airways viđ ađ flug­fé­lög­in ţurfi ađ flytja höfuđstöđvar sín­ar og selja hluta­bréf til rík­is­borg­ara ESB svo ekki verđi breyt­ing­ar á flug­leiđum ţeirra. (Mbl.is)

Ţannig er ţá brezk­um flug­fé­lög­um ráđlagt ađ flytja höfuđstöđvar sín­ar til ríkja ESB fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, vilji ţau halda flug­leiđum sín­um inn­an ESB óbreytt­um eft­ir út­göng­una, skv. sömu frétt. 

Guar­di­an seg­ir stjórn­end­ur stćrstu flug­fé­lag­ana hafa veriđ minnta á lokuđum fund­um međ ráđamönn­um ESB, ađ til ţess ađ halda áfram flug­leiđum inn­an ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Par­ís­ar – ţá verđi um­fangs­mik­ill hluti starf­semi ţeirra ađ vera inn­an ESB og ađ meiri­hluti hluta­bréfa verđi sömu­leiđis ađ vera í eigu rík­is­borg­ara ESB. (Mbl.is)

Hér er í raun veriđ ađ knýja Breta til ađ svara í sömu mynt. Í stađ ţess ađ vera ţađ rómađa fríverzlunarsamband, sem ESB-menn geipa af, vilja ţeir í raun hefja viđskiptastríđ viđ Stóra-Bretland, kannski til ađ svala hefnigirni, kannski í ţeirri von, ađ ţeir geti svínbeygt brezka ljóniđ.

Ađeins nokkr­ir dag­ar eru nú ţar til Th­eresa May, for­sćt­is­ráđherra Bret­lands, hyggst virkja 50. grein Lissa­bon sátt­mál­ans og hefja ţar međ form­lega út­göngu Breta úr ESB. Guar­di­an seg­ir ţá ákvörđun auka á lík­ur ţess ađ flug­fé­lög­in verđi viđ kröf­um ESB og end­ur­skipu­leggi starf­semi sína, sem ađ öll­um lík­ind­um hafi efna­hags­leg­ar af­leiđing­ar fyr­ir Bret­land, m.a. međ fćkk­un starfa. (Mbl.is)

Ja, hér er álit Guar­di­ans á framhaldinu:

Guardian tel­ur ađ bú­ast megi viđ ađ bresk stjórn­völd sína sam­bćri­lega óbil­girni og ađ lík­legt sé ađ ţau setji sín­ar eig­in regl­ur sem muni gera evr­ópsk­um flug­fé­lög­um erfiđara um vik ađ stunda starf­semi í Bretlandi.

Friđarspillirinn ESB heldur áfram ađ vera sjálfgum sér til skammar. Gagnvart Íslendingum hefur ţetta bandalag margbrot á okkur lög og rétt, bćđi í Icesave-málinu og makrílveiđimálunum. Engin furđa, ađ allir íslenzkir stjórnmálaflokkar međ snefil af sjálfsvirđingu hafna "ESB-ađild", en ţví miđur eru ţeir allt of fáir, sem sýna ţá einurđ, ţá ţjóđhollustu. Einarđasti flokkurinn í ESB-andstöđunni er einmitt Íslenska ţjóđfylkingin.

Grein sérfrćđings: Independent Iceland teaches a great deal, fćr mikinn uppslátt í Sunday Times um síđustu helgi og sýnir svo međ óefanlegum hćtti, ađ Ísland hafđi allan hag af ţví ađ vera utan ESB í bankakreppunni, en Írland allan skađa af ţví (og hann ekki lítinn) ađ vera ţá í ţessu valdfreka ríkja­bandalagi. Leiđtogar landsins hlustuđu illu heilli á ţau ráđ Trichets, bankastjóra Evrópska seđlabankans, ađ írsk stjórnvöld yrđu ađ koma í veg fyr­ir ađ bank­ar fćru í ţrot, en til ţess varđi írska ríkiđ 65 millj­örđum evra (rúm­lega 7.700 millj­örđum króna) af skatt­fé almennings! Stór hluti ţess fjár­magns hafi endađ í vös­um kröfu­hafa bank­anna, segir í Sunday Times-greininni. 

Ekki verđur sú grein til ţess ađ draga úr vilja Breta til ađ varđveita sem bezt sjálfstćđi sitt! Sjá nánar hér á Fullveldisvaktinni: Írland og Ísland: Fengum ađ heyra ţađ: Viđ fórum leiđina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiđina!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Allt viđ ţađ sama í gervifrétta­burđi Rúv og ţöggunar­starfsemi fréttastofunnar

Fréttastofa Rúv virđist ekki hafa haft trausta heimild fyrir ţví ađ Trump hafi neitađ ađ taka í hönd Angelu Merkel.* Samt var hamazt í ţví máli á Rúv nokkra daga! Hitt ţegir Rúv um endalaust, ađ sćnskir ţingmenn sósíal­demókrata sýna Svíţjóđar­demókrötum ís­kalt viđ­mót og hafa frá fyrsta degi ţeirra á ţingi áriđ 2010 neitađ ađ heilsa ţeim, jafnvel ţótt ţeir síđarnefndu bjóđi fram höndina! Ţetta er ekki bara nokkurra andartaka ástand í Ríkis­deginum, eins og í Hvíta húsinu, heldur gengur ţađ ţannig áfram ár eftir ár eftir ár!

En kannski eru sósíaldemókratar, sér­stak­lega sćnskir, undan­ţegnir ţeim kurt­eisis­reglum sem Rúv hefur búiđ sér til ţegar horft er í vesturátt úr Efstaleiti.

Fréttastofa Rúv er vel ađ merkja jafnan valkvćm í ŢÖGGUN sinni ekkert síđur en í GERVIFRÉTTUM sínum - tíđindalaust sem sé af ţeim vettvangi!

* Sbr. fréttartengil Mbl.is hér neđar.

Jón Valur Jensson.

PS. Íslenska ţjóđfylkingin hefur, vel ađ merkja, engin formleg tengsl viđ Sví­ţjóđ­ar­demó­krata, en saga ţeirra er áhuga­verđ. Flokk­urinn var stofnađur áriđ 1988, en tókst ekki ađ rjúfa 4% múrinn til ađ komast inn á ţjóđţingiđ (Riks­dagen) fyrr en í kosn­ingunum 2010, eftir 22 ára utan­ţingslíf flokksins. En árangur hans síđan ţá er óumdeilanlegur: Svíţjóđar­demó­kratar hafa nú 49 af hinum 349 ţing­mönnum á Ríkisdeginum.

Einn mikilvćgur áfangi Svíţjóđar­demó­krata var sá ađ reka ungliđa­deildina úr flokknum áriđ 2015 vegna ásakana um rasisma og tengsla viđ öfgahópa.

(Aths. JVJ.)


mbl.is Neitađi ekki ađ taka í hönd Merkel
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vegna landsfundar Íslensku ţjóđfylkingarinnar 2. apríl nk.

Síđasti dagur til ađ skrá sig í Íslensku ţjóđfylkinguna fyrir landsfundinn er í dag, sunnudaginn 19. mars 2017. Hćgt er ađ skrá sig í flokkinn á heimasíđu hans:  http://www.x-e.is

Greiđiđ í gegnum heimabankann ykkar í dag eđa til miđnćttis.

Árgjaldiđ er 3000 kr. og er hćgt ađ greiđa inn á reikning flokksins: 1161-26-4202, kt. 420216-0330.

http://thjodhollpolitik.blogspot.se/

Baldur Bjarnason, Gautaborg.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband