Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Fróðlegar fréttir af dönskum krötum, meðan prímadonna í systurflokki leyfir sér billeg mótmæli

Helga Vala Helgadóttir alþingiskona gat ekki neitað sér um veizlu­föngin á full­veld­is­hátíð Kjara­ráðs­klúbbs­ins þrátt fyrir stóryrði hennar og manns hennar um forseta danska þingsins; veizluna sat hún með Piu, þar til Pia tók til máls: Án þess að Helga Vala vissi (rétt eins og á Þingvöllum) hvað Pia myndi ræða, rauk hún þá burt. Ekki fylgdi sögunni hvort Grímur maður hennar hvarf þá á braut með henni eða lauk fyrst við dessertinn.

En á Eyjusíðu Egils Helgasonar kom fram athyglis­verð umræða, vita­skuld opinber og því ugglaust í lagi að vitna til hennar hér, því að hún upplýsir betur um ástand mála og umræðu­hefð í Danmörku á síðustu misserum, því að þessir tveir, sem tóku til máls á Eyjuvef Egils, virðast staðkunnugir í Danmörku:

Pétur K Hilmarsson:

Hefðu menn viljað frekar fá Mette Fredrikssen, formann danskra social demokrata, systurflokks Samfylkingarinnar? Mette hefur talað um það að loka ætti moskum og skólum múslima og að Danir verði að ráðast gegn rótækum ímömum með sama hætti og þeir börðust við nasista í hernáminu. "Radikale imamer, der prædiker kvinde­under­trykkelse, er ikke bare uvelkomne i Danmark. De skal bekæmpes lige så hårdt, som nazistene," sagði Mette í 1. maí-ræðu 2016. 
Hafa menn ekkert verið að fylgjast með dönskum stjórnmálum undanfarið? Ástandið er nú bara þannig að Pia Kjærsgård þykir ekki lengur öfgafullur stjórn­mála­maður í Danmörku, annars væri hún varla valin formaður þingsins.
Unlike · Reply · 15 · 1d  (já, 15 læk fekk þetta innlegg)
 
 
Thorsteinn Thorsteinsson:
Af hverju vilja kratarnir og aðrir flokkar loka Kóranskólunum (reyndar loka þeir þeim ekki, taka bara ríkisstyrkina af þeim)? Af því að þeir fara ekki eftir námskrá frá ráðuneytinu og nota meiri tíma í Kóranlestur en kennslu í dønsku námsefni auk þess sem Øfgamoskurnar eru útungunarstødvar fyrir øfgafólk samkvæmt Dønsku leyniþjónustunni og ala á kvenfyrirlitningu og sumir ímanarnir hvetja til dráps á hinum óhreinu sem ekki aðhyllast þeirra trú, eins og kom mjøg skýrt fram þegar 2 blaðamenn filmudu með falinni myndavél í 6 mánuði í moskunum (Moskeerne bag sløret). Það er fullt af góðu fólki sem [er] múslimar, alveg eins og það er líka fullt af góðu fólki sem ástundar ønnur truarbrøgd, en øfgum, hvaða nafni sem þær nefnast, á alltaf að berjast gegn af fullum þunga.
 
  • Pétur K Hilmarsson
  • (svarar hér Þorsteini): 
  • Mette hefur kveðið mjög fast að orði um að islam og gildi danskt samfélags fari ekki saman. Danskir kratar vilja m.a. að flóttamenn í Danmörku verði flutt í búðir í Norður-Afríku á meðan verið sé að afgreiða umsóknir þeirra um vernd. Þetta er staðan í þessum málaflokki í dönskum stjórnmálum í dag (svipað ástand í Noregi og aðeins að breytast í Svíþjóð líka). Það eru ekki bara "öfga hægri flokkar" sem hafa mjög harða stefnu í innflytjendamálum lengur. Það var bara það sem ég vildi koma að. Það er eins og sumir haldi hér á landi að flokkur formanns löggjafarþings Danmerkur sé einstakur hvað þetta varðar og að Danir séu að vanvirða okkur með því að senda slíkan fulltrúa á þennan viðburð.
 
 
Svo mörg voru þau orð og fróðleg næsta. En hér má sjá á Youtube upp­lýsingar um það þegar danskir upptökumenn höfðu náð að afhjúpa það sem fram fór í moskum múslima (Moskeerne bag sløret), sem og umræður um það í Dansk Radio (hér fyrst), þar sem m.a. tala fulltrúar múslima og sennilega allra helztu stjórnmálaflokkanna dönsku, auk bloggara o.fl.:
TV 2s dokumentarserie 'Moskeerne bag Sløret' var genstand for en timelang debat på TV 2 NEWS lørdag aften. Der var mildest ...
 
1:18
afslører dansk imam: Underviser muslimer om stening og pisk.
 
25:33
5.1K views 2 years ago
 
an forholdet bør ...
 
0:54
1.9K views2 years ago
 
Denne video handler om moskeer og islam. Dette er et simpelt udklip fra "Moskeerne bag sløret"
 
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Brá sér einnig frá í kvöldverðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurríkismenn ekki værukærir í málefnum flóttamanna og hælisleitenda

Rík­is­stjórn Aust­ur­rík­is hef­ur varað við því að hún muni jafn­vel grípa til aðgerða til þess að verja landa­mær­in við Ítal­íu og Slóven­íu (mbl.is). Þetta kem­ur í kjölfar þess að þýzka rík­is­stjórnin hyggst leggja höml­ur á komu flótta­fólks til lands­ins. 

Í sam­komu­lag­i um þetta milli Ang­elu Merkel, kanzlara Þýzka­lands, og Horst Seehofer inn­an­rík­is­ráðherra "kem­ur meðal ann­ars fram að eft­ir­lit á landa­mær­um Aust­ur­rík­is verði hert og komið í veg fyr­ir að hæl­is­leit­end­ur sem hafa sótt um hæli í öðrum ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins fái að koma til Þýska­lands (mbl.is).

Og hér eru viðbrögð Austurríkismanna:

Aust­ur­rísk yf­ir­völd segja að þau verði viðbúin því að grípa til svipaðra aðgerða til þess að koma í veg fyr­ir að hæl­is­leit­end­ur geti komið til lands­ins um landa­mæri rík­is­ins í suðri. Með samþykkt þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé enn einu sinni sýnt fram á mik­il­vægi sam­eig­in­legra varna ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Kansl­ari Aust­ur­rík­is, Sebastian Kurz, mun í dag kynna fyr­ir Evr­ópuþing­inu í Strass­borg helstu áherslu­mál Aust­ur­rík­is sem fer með for­sæti í ESB næstu sex mánuðina. Er fast­lega gert ráð fyr­ir að þar verði mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks of­ar­lega á baugi (mbl.is).

Hinni fyrstu miklu flóðbylgju flóttamanna og hælisleitenda til Evrópu frá löndum við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf fer nú væntanlega að linna að verulegu leyti, en mörg Evrópulönd (þó ekki Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland) eiga enn eftir að vinna úr sínum miklu viðfangsefnum sem af flóðbylgjunni hafa hlotizt. Vel má vera að hluti lausnarinnar verði sá, að flóttamenn geti snúið aftur til upprunalands síns, hafi friður komizt þar á. En hvað sem gerist í þeim efnum, er ljóst, að svigrúm Vestur-Evrópulanda verður nú meira, ekki minna, til að hjálpa heimilislausu og langþjökuðu fólki á stríðshrjáðum svæðum með fjárhags- og efnislegri neyðarhjálp í löndum þeirra eða í flóttamannabúðum í nálægum löndum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ætla að verja landamæri Austurríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlaust hjal "mannréttindastjóra" SÞ sem þykist geta talað niður til Dana

Það er sagt valda arabískum "mannréttindastjóra" SÞ "hugarangri" að Danir eru að breyta sinni inn­flytj­enda­lög­gjöf þannig, að börn inn­flytj­enda fái kennslu í dönsk­um siðum. Setti þessi Zeid Ra´ad Al Hus­sein fram gagn­rýni sína á nýju lög­in á Twitter-aðgangi mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna.

Meðal þess sem lög­in hafa í för með sér er að börn inn­flytj­enda frá eins árs aldri verði tek­in í 25 klukku­stund­ir á viku frá fjöl­skyld­um sín­um og þau skóluð í dönsk­um siðum og gild­um. Slík kennsla felst meðal ann­ars í fræðslu um páska og jól auk dönsku­kennslu. Verði for­eldr­ar barn­anna ekki við fyr­ir­mæl­un­um gætu þau misst rétt sinn til fé­lags­legra greiðslna. (mbl.is)

Mann­rétt­indaráð SÞ telur lög­in "ýta frek­ar und­ir mis­mun­un gegn fólki af er­lend­um upp­runa og jaðar­setja þau frek­ar."

Þvílíkt væl. Danir eiga fullan rétt á því að skipa svo málum með löggjöf sinni, að þegnar landsins venjist á að virða þau gildi sem þar hafa verið við lýði, í stað þess að sér-"kúltúr" múslima fái að þrífast þar, á kostnað þjóðareiningar og þjóðaröryggis.

Arabar hafa lítið að kenna Norðurlandamönnum í varðveizlu mannréttinda, hafa ekki staðið sig svo vel á því sviði hingað til og eiga ekki að fá að fjarstýra danskri löggjöf í gegnum Sameinuðu þjóða-ráð sem þeir hafa óverðskuldað bolað sér inn í í krafti sinna fjölmennu múslimsku ríkja.

JVJ.


mbl.is SÞ gagnrýna dönsku „gettó-lögin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband