Fćrsluflokkur: Ferđalög

Rógburđur ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki

Ađeins fjögur ríki eru međ krónu­gjaldmiđil, en sú íslenzka er ţeirra sterk­ust: hef­ur frá ár­inu 2013 styrkzt um 15-45% gagn­vart helztu gjald­miđl­um, er ţar međ "sú sterk­asta í heimi" ađ sögn grein­ing­ar­deild­ar Ari­on-banka. Ţá hafi einnig veriđ lítiđ flökt á krón­unni.

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka gerđi sam­an­b­urđ á gengi krón­unn­ar eft­ir hrun á Íslandi og annarra gjald­miđla eft­ir krepp­una á Norđur­lönd­um 1991 til ađ meta hvort geng­isţró­un­in vćri svipuđ eft­ir fjár­mála­áföll. Svo er ekki. Raun­gengiđ hef­ur styrkst mun hrađar á Íslandi en ţađ gerđi á Norđur­lönd­um. Á tíu ára tíma­bili hélst raun­gengiđ á Norđur­lönd­um um 10% til 20% veik­ara en ţađ var fyr­ir banka­kreppu. Íslenska krón­an er hins veg­ar kom­in 6% yfir sögu­legt međaltal. (Mbl.is)

Mikill andróđur var lengi vel gegn krónunni, ađ hún vćri "svo veik", einmitt ţegar sveigjanleiki hennar var lykilatriđi til ađ verjast í eftirköstum banka­krepp­unnar og ná ađ styrkja á ný útflutnings­atvinnuvegi okkar og leggja grunninn ađ marg­föld­uđum vexti í ferđaţjónustu. 

En nú er sterk króna orđin stađreynd og mun draga úr uppgangi ferđaţjón­ust­unnar og  hćgja á fjölg­un ferđamanna ađ mati greiningardeildarinnar, en ţađ virđist undirrituđum ţó ásćttanlegt, viđ ţurfum ađ gera svo margt til ađ bćta hér ađstćđur, vegakerfiđ, ţjónustu og ađgengi ferđamanna ađ mörgum helztu stöđum, ţ.m.t. ţeim sem ţeir hafa fćstir upplifađ ennţá. Viđ ţurfum ađ taka okkur tíma í ţessa upp­byggingu og vanda hér allar ađstćđur, en ekki óttast, ađ hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, ţví ađ betra er ađ fá auđugri ferđa­menn en gífur­legan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á viđ­kvćmum náttúruperlum.

Svo eigum viđ ekki ađ láta ESB-sinnana um ţađ ađ endurútgefa rógsherferđ sína gegn krónunni međ nýjum formerkjum. Hún bjargađi okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leiđ Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri ţjónkan viđ Evrópska seđlabankann!

Evran hefur hins vegar brugđizt heilu stórţjóđunum innan Evrópusambandsins: Spánverjum og Ítölum, ađ ógleymdum Grikkjum og Portúgölum. Ţess vegna er ţađ svo innilega vitlaust hjá hinni ágćtu ESB-konu Ţorgerđi Katrínu Gunnars­dóttur, ţegar hún lćtur hafa eftir sér á Eyjunni, ađ "viđ hljótum öll ađ sjá ađ ţađ gengur ekki lengur ađ vera međ íslenzka krónu." Hún á ađ passa sig á ţví ađ tala ekki svona fyrir hönd annarra, ţví ađ stórum hluta Íslendinga er vel ljóst, ađ íslenzka krónan er engin ţjóđar­skömm, heldur partur af okkar sjálf­stćđi (t.d. frá vitlausri hagstjórn hins nefnda Evrópubanka) og hefur reynzt betur en ráđ úrtölu­mannanna og reyndar framar björtustu vonum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sterkasta og stöđugasta króna heims
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband