Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
Mánudagur, 30.10.2017
"Fyrir hvern einn flóttamann, sem við hjálpum hér, getum við aðstoðað 12 flóttamenn úti"
Þetta segir Birgir Þórarinsson, nýkjörinn alþm. Miðflokksins í Suðurkjördæmi, og talar af reynslu: hann vann við flóttamannaaðstoð á vegum SÞ og er umhugað um málefni flóttamanna. 82% sýrlenskra flóttamanna vilja snúa aftur til síns heima, segir hann.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna h[efur] víða unnið gott starf í flóttamannabúðum, þar sem heilsugæsla, skólar og jafnvel félagslegt kerfi, [er] sett upp á undraverðum hraða, að sögn Birgis. (Mbl.is-viðtal, sjá tengil neðar).
Hann tekur þó fram að hann sé að sjálfsögðu hlynntur því að Ísland taki á móti kvótaflóttamönnum. En ef hægt er að hjálpa þessu fólki á þessum svæðum, þá er til mikils að vinna í þeim efnum.
Það er gott, að reyndur maður setji þessi mál í rétt samhengi. Af orðum Birgis er ljóst
- að sé það áhorfsmál fyrir okkur, hve mikið fé fari af fjárlögum til flóttamannamála og vegna kostnaðar hér innanlands í sambandi við þau, með hliðsjón af takmarkaðri getu velferðarkerfisins til að ráða bót á sárri fátækt meðal sumra Íslendinga, þá er leiðin greið að hjálpa tólf sinnum fleira fólki frá stríðshrjáðum löndum með aðstoð okkar þar eða í nágrannalöndunum heldur en með því að kalla þá hingað til Íslands;
- að stór hluti flóttamanna vill í reynd hverfa til heimahaganna, ef og þegar stríðsástandi linnir, og taka þátt í uppbyggingu heima fyrir. Þess vegna óþarfi að ota ríkisborgararéttindum hér að fólki sem er alveg stolt af því að tilheyra öðru landi, þótt það fái hér tímabundið skjól og aðstoð.
Við þurfum að læra af þeim, sem reynsluna hafa, ekki dvelja um of við það, sem æstir talsmenn "Góða fólksins" kunna að hrópa á samfélagsmiðlum, að hluta til í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á meinta andstæðinga sína. Við eigum öll að hugsa um sameiginlegan hag Íslendinga, loka ekki augunum fyrir neyð heimsins, en hjálpa þar til með þeim hætti sem skilvirkastur er og samrýmist getu okkar og vilja sem flestra. Hitt er ekki til farsældar að gera þessi mál að langtíma-misklíðarefni og stuðla að andstæðum í samfélaginu, hvað þá að varanlegu tveggja eða þriggja tungumála samfélagi í þessu litla landi feðra okkar og mæðra.
Jón Valur Jensson.
Vann við flóttamannaaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2017 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 27.10.2017
Afhjúpaðir ráðherrar
Tveir frambjóðenda hafa, hvor með sínum hætti, verið afhjúpaðir í kosningabaráttunni, annar fyrir margfaldar lygar um vaxta- og verðlagsmál, hinn fyrir svæsna andstöðu við stefnu Þjóðkirkjunnar um lífsvernd ófæddra þrátt fyrir að flokkur hans hafi iðulega látið sem kristinn væri í áherzlum sínum!
Þorsteinn Víglundsson skrökvaði því dögum saman opinberlega, að vaxtamunur væri þvílíkur milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Svíþjóðar hins vegar, að fjölskylda með 20 milljóna áhvílandi íbúðarlán væri að borga hér 160.000 krónum meira mánaðarlega í vexti á Íslandi en í hinum löndunum!! Einfaldur útreikningur sýndi risa-feil í þeirri fullyrðingu: 5% vextir plús bæði verðbætur og vextir af verðtryggðu 20 milljóna íslenzku Íbúðalánasjóðsláni nema samtals 89.900 krónum. (Frá því dragast svo líklegar vaxtabætur.) En t.d. í Svíþjóð ætti menn alls ekki kost á langtímaláni með 0% vöxtum, heldur um 1,7%, þó með ákvæði um endurskoðun ef verðbólga eykst, en ella á láni með föstum vöxtum upp á 2,7%.
Í morgun féll inn um bréfalúguna áróðurspési frá Þorsteini og félögum hans í "Viðreisn". Þar er hann skyndilega búinn að skera niður helminginn af 160.000 króna ofurlygi sinni! "Heimili með 20 milljóna króna fasteignalán gæti sparað allt að 80.000 kr. á mánuði með lægri vöxtum." En einnig það er lygi, eins og komið er fram hér ofar!
Svo má minnast þess, að meðan flokksmaður Þorsteins, Benedikt Jóhannesson, hefur stýrt fjármálaráðuneytinu, hefur hann ekkert gert til að fá Seðlabankann til að lækka stýrivexti og ekkert stuggað við okurvaxtasinnanum Má Guðmundssyni. Hvort tökum við mark á orðum manna eða verkum? Samt leyfa þeir sér að segja á áróðursskiltum: "Lægri vextir eru stærsta velferðarmálið"! --Þar neyta þeir þess vitaskuld, að þeir eru búnir að hita upp fyrir tiltrú manna á þau orð með ofangreindum ofurlygum um vaxtamuninn hér og í Svíþjóð. En með þessu eru þeir raunar einnig að freista þess að ýta undir vantrú manna á krónuna og á lýðveldið og mýkja menn gagnvart Evrópusambandinu (þótt vextir séu ekki ákveðnir þar!), því að hinu þora þeir ekki: að boða beinlínis inntöku Íslands í það stórveldi, vitandi sem er, að í meira en átta ár samfleytt hefur verulegur meirihluti Íslendinga verið andvígur því í öllum skoðanakönnunum!
Í sama pésa skrökvar Þorsteinn svo þessu:
"Útgjöld vegna matarkaupa hjá fjögurra manna fjölskyldu eru um 80.000 kr. hærri á Íslandi en hjá nágrannaþjóðum okkar. Ástæðan er mun hærra verð á landbúnaðarvörum hérlendis."
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, gæti nú aldeilis tekið Þorstein í karphúsið fyrir þessi fráleitu ummæli. Sjálfur bendir undirritaður á, að matarkarfan kostar ekki nema um 14% af meðalútgjöldum fjölskyldna, og þar er stór hluti fyrir innflutt matvæli. Þorsteinn kæmist seint upp í 80.000 króna verðmun mánaðarlega á landbúnaðarvörum hér og í Skandinavíu!
Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er efstur á D-lista í Rvík-norður, misnotar ríkisfé til að stuðla að fósturvígum í massavís í 3. heiminum, gefur skattfé okkar til alræmdra fósturdeyðinga-samtaka, International Planned Parenthood, sem stofnuð voru af rasista, Margaret Sanger, sem skrifaðist á við þýzka nazistaforingja fyrir seinni heimsstyrjöld.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tók sem betur fer 100 milljóna dollara árlegan alríkisstyrk af þessum mikilvirku fósturvígssamtökum, en viðbragð Guðlaugs Þórs var að fordæma þá ákvörðun forsetans og að lofa milljónastyrk úr ríkissjóði Íslands til sömu samtaka! Til þess hafði hann EKKERT UMBOÐ frá kjósendum sínum við kosningarnar 2016 og hefur ekki þorað að leita eftir slíku umboði fyrir þessar kosningar heldur!
En afstaða hans mótstríðir berlega opinberri stefnu íslenzku Þjóðkirkjunnar.
Á Kirkjuþingi íslenzku Þjóðkirkjunnar 1987 var þetta samþykkt einróma:
- "Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi.
- Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti.
- Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er.
- Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd."
Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir sömuleiðis orðrétt:
- "Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu."
Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta:
- "Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að."
Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur hins vegar gengið gegn þessum samþykktum kirkjunnar bæði í orði og verki, talað eins og konur hefðu einhliða rétt til að láta eyða burði sínum og látið vera að mótmæla því, að þingmenn, fulltrúar alls Sjöflokksins á þingi, hafa talað loflega um þá stefnu, að lengja megi drápstímann á ófæddum börnum úr 12 upp í 22 vikur, þ.e. alla fyrstu fimm mánuði meðgöngu!!!
Hér má hins vegar minna á stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar um þessi mál:
Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýframkomnum hugmyndum um róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum.
Að lokum má benda kjósendum í Rvík-norður (kjördæmi Guðlaugs Þórs) á, að lífsverndarsinni, dr. Ólafur Ísleifsson, er efsti maður þar á lista Flokks fólksins. Hann er einnig, eins og sá flokkur, andvígur inntöku Íslands í Evrópusambandið, og ennfremur vilja þau (Inga Sæland og allur flokkur hennar), að hér verði tekin upp norska 48 tíma afgreiðslureglan á málum hælisleitenda. Sú hefur einmitt verið stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar allt frá fyrsta landsfundi hennar sumarið 2016.
Jón Valur Jensson.
Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál | Breytt 28.10.2017 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25.10.2017
Lögreglan upplýsir að hælisleitendakerfið er kerfisbundið misnotað hér á landi, jafnvel til glæpastarfsemi þjófnaðargengis
- Móttökukerfi íslenskra stjórnvalda vegna umsókna hælisleitenda um alþjóðlega vernd er misnotað með skipulegum hætti. Dæmi eru um að hælisleitendur leggi fram tilhæfulausar umsóknir og stundi svarta vinnu á meðan mál þeirra eru til umfjöllunar. (Ruv.is: Hælisleitendakerfið misnotað á Íslandi)
Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóraembættisins.
Þá stundaði einn hópur hælisleitenda skipuleg afbrot að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns greiningadeildar Ríkislögreglustjóraembættisins. Það er eitt mál þar sem er hópur manna sem er hér í meðferð vegna umsóknar um alþjóðlega vernd sem tekur þátt í miklum þjófnuðum úr verslunum og fyrirtækjum og þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður og verðum að skoða nánar segir Ásgeir. (Ruv.is. Leturbr. hér.)
Vinnumarkaðsafbrot til Íslands
Greiningardeild Ríkislögreglustjóra fjallar sérstaklega um hugtakið vinnumarkaðsafbrot (n. Arbeidsmarkedskriminalitet) í skýrslu sinni í ár en færst hefur í vöxt á Norðurlöndum að þekktir afbrotamenn stofni fyrirtæki í því skyni að hylma yfir glæpastarfsemi. Í skýrslunni segir að að baki þeim standi innlendir einstaklingar með góða þekkingu á velferðar-, skatt- og tryggingakerfi viðkomandi ríkis og einnig erlendir einstaklingar sem hafi tengsl við glæpahópa í heimalandinu. Þannig hafi færst í aukana að skipulagðir glæpahópar sjái um flutning fátækra Austur-Evrópubúa til Norðurlanda þar sem þeir séu látnir vinna við slæman aðbúnað, hættuleg skilyrði, á lágum launum og sæti jafnvel misnotkun af hálfu atvinnuveitanda.(Ruv)
Hælisleitendur frá öruggum ríkjum
Í skýrslunni segir að þetta sé ekki flóttafólk, heldur einstaklingar frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þá eru einnig dæmi um að fólk frá þessum löndum komi að eigin frumkvæði til Norðurlandanna, misnoti kerfið og vinni svart. Þessi glæpastarfsemi hefur náð fótfestu hér að mati lögreglunnar.
Það er gengið á Ásgeir með upplýsingar um þetta, en það stendur ekki á svarinu:
Já það eru mörg dæmi um það og svo eru líka dæmi um að þeir sem eru hér í meðferð og eru búnir að vera hér lengi fái hér leyfi atvinnu- og dvalarleyfi í skamman tíma og það er bara lögleg starfsemi, en það eru mörg dæmi um að þeir sem eru í þessari meðferð vinni ólöglega svarta vinnu segir Ásgeir.
Þá er þessi kafli býsna athyglisverður:
Vísað burt en koma aftur
Ásgeir segir að dæmi séu um að hælisleitendur sem vísað hafi verið úr landi vegna tilhæfulausrar umsóknar komi til baka og freisti þess að halda áfram að vinna svart. Hann segir að lögreglan eigi erfitt með að bregðast við. Eins og fram kemur í skýrslunni þá þarf að auka við mannskap í lögreglunni til að geta sinnt svona frumkvæðisvinnu, en meðan svo er ekki þá er lítið hægt að gera segir Ásgeir Karlsson yfirmaður greiningadeildar Ríkislögreglustjóra.
Íslenska þjóðfylkingin hefur sett fram kröfu um auknar fjárveitingar til lögreglumála, andstætt skerðingum á ríkisframlögum til þeirra mála allar götur frá bankahruninu. Óviðunandi ástandið í ofangreindum hælisleitendamálum mætti stórbæta, ef lögreglan væri ekki fjársvelt, heldur fengi umbeðin framlög til nauðsynlegra forvarna, mannahalds, eftirlits og löggæzlu.
Þá hefur Íslenska þjóðfylkingin strax á fyrsta landsfundi sínum 29. júní 2016, fyrir nær 16 mánuðum, gert kröfu um herta innflytjendalöggjöf og innleiðingu 48 tíma reglunnar í málefnum hælisleitenda. Það er ánægjulegt, að æ fleiri tala nú með upptöku 48 tíma reglunnar, m.a. bæði fyrrverandi dómsmálaráðherra og núverandi (Björn Bjarnason og Sigríður Andersen), sem og Flokkur fólksins. En þvert gegn stefnu þeirra hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð gert um það flokkssamþykkt, að "jafna þ[urfi] aðstæður hælisleitenda og svokallaðra kvótaflóttamanna," með öðrum orðum að gefa hælisleitendum miklu meiri rétt en þeir nú njóta hér, og án efa er þar ekki átt við, að auðveldara verði gert að vísa þeim úr landi!
Það virðist blasa við, þegar hugsað er til þessa málaflokks, að versti valkostur kjósenda á laugardaginn kemur sé að kjósa Vinstri græna og gefa þeim þar með færi á því sem leiðandi stjórnmálaafli að framkvæma áðurgreinda óráðsstefnu sína. Ekki þar fyrir, að "Björt framtíð" og Samfylkingin séu þar hótinu skárri eða til að hrópa húrra fyrir! Fyrrnefndi flokkurinn vill beinlínis fá inn í landið allt að 500.000 flóttamenn og hælisleitendur á næstu 33 árum, um 15.000 manns á ári hverju að meðtöldum börnum þeirra!!!
Hafa Íslendingar í raun og veru efni á því að vera svo óraunsæir eða víðáttuvitlausir í þessum efnum? Og hvort skyldu þingmenn "Bjartrar framtíðar" verða nánast teknir í dýrlinga tölu meðal "góða fólksins" svonefnda nk. laugardag eða gefinn varanlegur reisupassi frá pólitískum afskiptum?
Jón Valur Jensson.
Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23.10.2017
Einn vanhæfasti ráðherrann er EKKI á útleið! - fer með freklegar blekkingar um kjör íbúðalána
Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.10.2017
VG reynir að kaupa sér kjósendur til að komast í kjötkatla ríkisins
Sbr. nýja frétt í Morgunblaðinu:
Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna
Vinstri hreyfingin grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira
Skyndilega dugar ekki Katrínarbrosið eitt sér, gömlu leifarnar af Sameiningarflokki alþýðu -- sósíalistaflokknum þurfa nú einnig hið áður margfordæmda kapítal til að halda uppi sinni sókn eftir kjötkötlunum, sem eiga svo eftir að dæla um 250-300 milljónum króna úr vösum skattgreiðenda til flokksskrifstofu VG einnar saman á næstu fjórum árum.
Það er reyndar ekkert nýtt að hörðustu sósíalistar leggi stund á að komast yfir mikið KAPÍTAL. Það sama gerði Lenín og lét tilganginn helga meðalið og þar með manndráp í tuga tali í árásum sem einkum Jósef Stalín skipulagði í suðurhluta keisaradæmisins, en þar var ráðizt á póstlestir með peningasendingum bankastofnana, og má lesa um þetta m.a. í riti Hughs Montefiore, Ungi Stalín, einnig í bókinni Lenin (1972) eftir Robert Conquest. Vitað er, af gömlu viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Ríkisútvarpinu, að hann telst til aðdáenda Leníns.
En allur er gamli Fjórflokkurinn og nú Sjöflokkurinn á þingi samsekur um að mismuna stjórnmálahreyfingum og að gauka að sjálfum sér í heild yfir 1300 milljónum króna á kjörtímabilinu.
Þetta er eitt af fleiri atriðum sem ÖSE ætti að rannsaka og kanna hvort samrýmist lýðræðislegri jafnstöðu og réttindum stjórnmálasamtaka.
Jón Valur Jensson.
Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.10.2017
Af fölsuðum undirskriftum
Á meðmælalistum illt var í efni,---
augljóst að fölsun sín snarlega hefni.
Kjörstjórnir horfðu á kynstur nafna
krotuð í svikum, en þeim ber að hafna.
Einhver þá synd átti yfirdrifna.
Mun Íslensk þjóðfylking eftir það lifna?
svipt sínum rétti saklausa´ að nefna
til sæmdarstarfa´ og sín loforð að efna.
Jón Valur Jensson.
Grunur um falsaðar undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12.10.2017
Áherslur Íslensku þjóðfylkingarinnar í mennta- og menningarmálum
Íslenska þjóðfylkingin vill gera átak í að laga fjárhagsstöðu framhaldsskólanna og háskólanna. Sérstaklega verður horft til þess að styrkja og efla nám á landsbyggðinni. Til þess viljum setja einn milljarð strax og svo viðbótarfjármagn eftir nánari skoðun á fjárhagsstöðu menntastofnana.
Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna og færa lánveitingar frá bönkunum alfarið yfir í lánasjóðinn. Flokkurinn vill að námsmönnum verði strax við upphaf náms greidd út sú framfærsla sem þeir eiga rétt á. Að auki vill flokkurinn afnema tekjutengingar, þannig að námsmenn sem það kjósa geti unnið án þess að verða fyrir skerðingu. Flokkurinn er líka opin fyrir hugmyndum um að hluti lána breytist í styrk að gefnum uppfylltum ákveðnum forsendum. Ekki verði tekin skólagjöld af Íslendingum eða ríkisborgurum þeirra landa sem taka ekki skólagjöld af íslenskum ríkisborgurum.
Íslenska þjóðfylkingin vill endurskoða styttingu framhaldsskólans og afnema þá reglu að 25 ára og eldri hafi nánast engan möguleika á að sækja um nám í framhaldsskólum. Flokkurinn vill að stuðla að hugarfarsbreytingu til iðnnáms og listnáms með því að fjölga framhaldsskólum sem bjóða upp á þær greinar.
Std.Ssts. tíndi saman.
Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9.10.2017
Til hamingju, Ísland
Glæsilegur var sigur íslenzka landsliðsins í knattspyrnu yfir Kosowo-mönnum í kvöld og mikil upplifun að sjá og heyra hina mögnuðu stemmingu einhuga áhorfenda sem tóku undir þjóðlegan sigursönginn. Sennilega er þetta stærsti og hljómmesti kór sem hingað til hefur heyrzt á landi okkar. Þarna voru allir stoltir að vera Íslendingar að fagna hver með öðrum.
Hve gott væri það, ef við gætum náð sömu einingunni um stjórnmálaleg markmið þessarar þjóðar og létum af því að velja leiðir sem einungis vekja sundrung og missætti.
Jón Valur Jensson.
Þessi leikur toppar allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9.10.2017
Stuðningsmenn ÍÞ! Ekki ætlar Inga Sæland að hamla gegn innflæði flóttamanna hingað (500 á ári ef VG fær að ráða), Þjóðfylkingin EIN FLOKKA stendur gegn þessu!
Okkur vantar fleiri samstarfsmenn að vinna með okkur að því að safna fleiri meðmælendum með framboði flokksins EFTIR LEIKINN Í LAUGARDAL, um og eftir kl. 21.00. Þá verður fjöldi manns á ferð úr Laugardal á bílum sínum og auðvelt að ná tali af þeim, þar sem þeir, með bílinn í hægagangi eða kyrrstæðan, bíða eftir því að það losni úr flöskuhálsinum -- Látum þetta ganga! það munar gífurlega mikið um hverja tvo nýja meðmælendasafnara. Öllu slíku þarf svo að skila innan tæpra 4 sólarhringa, kl. 12 á föstudag! Með flokkskveðju :) Sími JVJ (sem verður á svæðinu um og eftir kl.21) er 616-9070 og sími Jens G. Jenssonar, efsta manns á lista okkar í Rvík-norður, er 659-3593, við verðum með eyðublöðin tiltæk og stefnuskrána.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2017 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8.10.2017
Íslendingar þurfa að njóta virðingar og það gera þeir með því að standa með eigin menningu!
Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um eigin tungu, menningu og grunngildi þau sem gert hafa þjóðina að því, sem hún er, og vill ekki láta eyðileggja, misbjóða og vanvirða það sem foreldrum og forfeðrum okkar hefur áunnist við að gera þetta þjóðfélag að einu því eftirsóknaverðasta sem á jarðarkringlunni er.
Íslenska þjóðfylkingin hefur pólitískar skoðanir og hugmyndafræði, það sem aðrir flokkar virðast hafa glatað í endalausu miðjumoði og eru komnir langt frá grunnhugmyndum sínum, enda altalað manna á milli að þeim sé illa treystandi.
Íslenska þjóðfylkingin var eini flokkurinn sem stóð vaktina og varaði við nýju útlendingalögunum og fékk á sig þær ákúrur að hann væri rasistaflokkur. En viti menn, flest það sem varað var við hefur þegar komið fram og hefur því miður forsendur til að versna með tilliti til þróunar annarra landa Evrópu. Við erum jú nokkrum árum á eftir þeim, verði ekki gripið inn í þessa kolvitlausu löggjöf. Land sem virðir ekki sín eigin landamæri eða landsmenn á ekki langa lífdaga. Þess vegna þarf að bregðast við og það gerir Íslenska þjóðfylkingin, því erfitt mun reynast fyrir þá flokka sem stóðu að útlendingalögunum að viðurkenna verknaðinn.
Margir eru í raun fylgjandi þessari stefnu innan annarra flokka en er haldið til hliðar. Áróður frjálshyggjufólks hefur orsakað að ekki hefur mátt ræða þessi vandamál opinberlega, án þess að vera stimplaður sem rasisti. Er þar verið að keyra málfrelsið og skoðanafrelsið niður.
Að vera gestrisin og bjóða fólk velkomið þýðir ekki að vera með buxurnar á hælunum og opna landið upp á gátt. Íslendingar þurfa að njóta virðingar og það gera þeir með því að standa með eigin menningu. Íslendingar eiga að standa vörð um menningu sína og lífshætti, eins og innflytjendur gera þegar þeir koma til annarra landa, þá halda þeir upp á sína menningu án þess að gera tilkall til að landið sem tekur á móti þeim hendi frá sér sinni. Þetta kallast að hafa rætur.
Íslenska þjóðfylkingin býður öllum landsmönnum, hvaða uppruna sem þeir eiga, að hugsa málið og spyrja sig, í hvernig landi þeir vilja búa. Þá þarf Íslenska þjóðfylkingin ekki að hafa áhyggjur af fylgi, því við erum fyrir fólkið, sjálfstæði þjóðarinnar og skoðanafrelsi.
Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við gott innlegg Guðmundar Karls Þorleifssonar, formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar, á FB-síðu hans.
Steindór Sigursteinsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2017 kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þorsteinn Víglundsson gerðist svo djarfur að skrökva* (með meintan reikningshaus Bensa Jóh. við sama borð!) "að 4ra manna fjölskylda með 20 millj.kr. húsnæðislán gæti sparað sér á bilinu 150-170 þús.kr. á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi." Þvílíkar ýkjur og öfugsnúningur staðreynda!
Undirritaður skuldar tæpl. 10,27 millj. Íbúðalánasjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftirstöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.). Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr. Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr.í vexti og verðbætur á mánuði, en Þorsteinn fer langt í að tvöfalda þá tölu! Svo getur hann ekki lofað neinu fólki lánum með 0% vöxtum** og samt án verðtryggingar. Greinilega skrökvar hann langtum meira en tvöfalt maðurinn.
Ætli hann geri þetta daglega og í fleiri ræðum sínum og greinum? En allt á þetta að þjóna þeim áróðri "Viðreisnar", að það sé "krónan" sem kosti okkur þessar upplognu fjárhæðir, og sá málflutningur á svo að hjálpa til að narra þjóðina inn í valdfrekt Evrópusambandið þar sem við hefðum ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt yfir okkar eigin málum, en lög ESB fengju allan forgang og yrðu æðst ráðandi !
Þetta er, svo að endað sé með röklegri ályktun, raunalegt dæmi um örvæntingarfullan lygaáróður Viðreisnar fyrir þessar kosningar.
* http://www.visir.is/g/2017171029730/bjoda-kjosendum-ad-reikna-ut-hvad-kronan-kostar-tha
** 0% vextir í sumum ESB-löndum koma ekki til af góðu: verið er að reyna að láta atvinnulífið hjarna við, ólíkt uppganginum sem verið hefur hér á landi á síðustu árum.
Jón Valur Jensson.