Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Notið tækifærið til að hitta frambjóðandann

Jens G. Jensson, oddamaður Þjóð­fylk­ing­ar­innar í Reykjavík-suður, "kom eins og ferskur andblær inn í hefðbundna og stífa umræðu frambjóðenda" haustið 2016 að sögn Eiríks Jónssonar, "og benti réttilega á að stjórnmálamenn hefðu aldrei búið til störf og gætu það ekki nema tímabundið og þá með þvingunum. Þá kom hann Steingrími J. Sigfússyni, fyrrum fjármála­ráðherra, úr jafnvægi með að benda á að Steingrímur væri eini þingmaðurinn sem nú sæti á þingi sem stutt hefði frjálst framsal á veiði­rétt­indum, kvóta."

Jens verður til viðtals við kjósendur í dag frá kl 11 á kynningarstað flokksins á C-gangi í Kolaportinu, ásamt fleiri frambjóðendum.

Við erum til viðtals um kjara­mál og hús­næð­is-, leigjenda- og íbúða­skulda­mál (m.a um afnám verð­tryggingar) auk múslima- og innflytjenda­mála, þar sem afstaða flokksins er skýrari og skeleggari en allra annarra stjórnmálaflokka.


Skrifstofan opin í dag. Kynning í Kolaporti um helgina. - VIÐAUKI: Eru "skeggjuð börn" að gerast laumufarþegar til Bandaríkjanna?

Skrifstofa Íslensku þjóðfylk­ingarinnar í Dals­hrauni 5, Hafnar­firði (gegnt Fjarðar­kaupum, hinum megin þjóð­vegarins til Keflavíkur) verður opin frá kl. 15 þennan föstu­dag, heitt á könnunni og skemmtilegt spjall. -Formaður.

Við verðum með kynningu á Íslensku þjóðfylk­ingunni og söfnun meðmæl­enda framboðanna í Kolaportinu laugar­daginn 7. og sunnudag 8. okt., nú um helgina, kl. 10 til 17. M.á. verður þar, hluta tímans, oddamaður ÍÞ í Rvík-suður, Jens G. Jensson.

VIÐAUKI 

Eimskipsmenn eru annað en sáttir við, að þeir eru nánast neyddir í hlutverk landa­mæra­varða vegna hælisleitenda sem vilja laumast um borð í skip til að komast til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt í DV verður "sífellt algengara" að hælis­leit­endur reyni að smygla sér um borð í Ameríkuskip, nú síðast hælis­leitandi undir lögaldri, kannski eitt "skeggjuðu barn­anna" (ungra karlmanna sem reynt hafa að ljúga til um aldur) sem hingað hafa borizt! 

Full er það sönnun fyrir of mikilli linkind í hælisleit­endamálum, að sumir þeirra, sem reyna að laumast í skip Eimskipa í Sundahöfn, hafa gert til þess upp í tíu til ellefu tilraunir! Af hverju var þeim ekki vísað héðan strax við slíkt brot? Á frekar að halda þeim hér uppi von úr viti á kostnað íslenzkra skattborgara?!

Þetta er enn ein ástæða til að vísa tilhæfulausum hælis­leit­endum bein­ustu leið og tafar­laust úr landi. ISIS og al-Qaída geta t.d. verið að reyna að smygla mönnum reiðu­búnum til fjölda­morða í Banda­ríkjunum í gegnum Ísland. Sannarlega yrði það öllum ærlegum Íslendingum sorgar- og sneypuefni, ef slíkt ætti sér stað vegna vanrækslu okkar eigin yfirvalda.

Jón Valur Jensson.


Kosningabaráttan er rétt að byrja - skoðið algera sérstöðu ÍÞ!

Í gær var t.d. fyrsta fjölmiðlaviðtalið við formann Þjóð­fylk­ingar­innar og öflug auglýs­inga­herferð að byrja með fletti­skiltum og öðrum stórum auglýs­ingum við alfaravegi.

Viðtalið við Guðmund Þorleifsson, sem er oddamaður flokksins í Rvík-norður, var kl. 4-5 í Útvarpi Sögu í gær, sjá hér: http://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2203690/ 

Enginn af Sjöflokknum á þingi hefur beitt sér gegn losaralegum Útlendinga­lögunum eins og ÍÞ gerir --- og heldur ekki Flokkur fólksins né Miðflokkur Sigmundar!

Hver vill MARGFALDA fjölda flóttamanna og hælisleitenda hingað, sem samþykktir verða á næsta ári (ef VG fær að að ráða)? Um 6.000 slíkir á næsta kjörtímabili, samkvæmt birtri stefnuskrá Vinstri grænna, og langlíklegast er, að mikill meirihluti þeirra verði múslimar!!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Níu flokkar gætu náð inn á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri þessi nýja könnun marktæk, væri það gott start hjá ÍÞ og mest þó hjá tveimur efstu!

Ný skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu sýnir enn sérstöðu hlustenda hennar, þar sem Flokkur fólksins hefur notið vinsælda -- þó umtalsvert minni nú en í síðustu könnun. Nýi hástökkvarinn er ótvírætt Miðflokkurinn.

Nú raðast flokkarnir þannig:

Flokkur fólksins: 32.45%

Miðflokkurinn: 26,95%

Sjálfstæðisflokkurinn: 20,04%

Íslenska þjóðfylkingin: 4,96%

Framsóknarflokkurinn: 3,90%

Samfylkingin: 2,84%

Vinstri græn: 2,84%

Skila auðu: 2,66%

Píratar: 2,13%

Alþýðufylkingin: 1,24%

Viðreisn: o,72%

Björt framtíð: o,00%

 

Þetta lítur vel út! En vitaskuld er þetta ekki marktæk niðurstaða meðal annarra en takmarkaðs hóps manna. En kynning á stefnumálum Íslensku þjóðfylkingarinnar er þó hafin; formaðurinn var t.d. í fróðlegu viðtali á Útvarpi Sögu í gær (Sjá það í síðustu færslu hér).

JVJ.


Upplýsandi viðtal við formann ÍÞ

 

Hér er mjög fróðlegt viðtal við formann Íslensku þjóðfylkingarinnar, Guðmund Karl Þorleifsson, í Útvarpi Sögu þennan miðvikudag, sem hlusta má á í heild í gegnum hljóðskrá hér (og mynd fylgir af honum í heimsókn á ÚS):    http://utvarpsaga.is/vilja-fara-norsku-leidina-i.../


Stóð VG með þjóðinni í vinstri stjórninni? Ef ekki, stóð VG a.m.k. með verkalýðnum? NEI, HVORUGT!

Með Icesave, sem Steingr.J. og félag­ar böðl­uð­ust í fyr­ir Breta og ESB, og með svik­um hans & Co. með ESB-um­sókn voru fram­in landráð gegn þjóð­ar­hags­mun­um, "Skjald­borg­in" svikin og full þátt­taka VG í Árna Páls-lögum! Á svo að kjósa þenn­an svik­ara­flokk öðrum flokk­um frem­ur?! Kjósa menn út á andlits­lyft­ingu frá Steingrími til Katrínar? En hún tók fullan þátt í öllum þessum svik­um flokksins við íslenzka þjóð og almenning!, í Icesave-I, II og III og ESB-mál­inu, eins og Alþingis­tíðindi eru órækur vitnis­burður um (hvernig hún greiddi atkvæði), allar eru þær upplýsingar fyrirliggjandi á netinu!

Um 9.000 fjölskyldur voru sviptar heimilum sínum og að miklu leyti hraktar úr landi. Vinstri græn hreyfðu ekki legg né lið til varnar þeim! Þessi flokkur er heppinn að margir burtfluttir til Skandinavíu eru nú skráðir þar með lögheimili og geta ekki kosið í þessum kosningum! Einnig skáru þau Steingrímur J. niður laun eldri borgara. En þau Katrín & Co. þiggja hins vegar 43% launahækkun til sjálfra sín!

En eru Vinstri græn samt orðin ábyrg­ari "síðan þá"? Eru þau til dæmis með ábyrga inn­flytj­enda­stefnu? Ekki er of seint að skoða það! Opinber stefna VG:

"Við eigum að taka á móti umtals­vert fleiri flóttamönn­um, að lág­marki 500 á ári … Jafna þarf að­stæð­ur hælis­leit­enda og svo­kall­aðra kvóta­flótta­manna og tryggja full­nægj­andi fram­kvæmd nýrra út­lend­inga­laga með fjár­magni og mann­afla."

Nú verða hælisleitendur langt yfir 1000 á árinu; VG vill jafna rétt þeirra á við kvóta­flóttamenn og landsmenn sjálfa; það gæti leikandi merkt 1500 manna fjölgun með þessu móti árlega og ekki færri en 6.000 slíkir innflytjendur (að miklu leyti múslimskir) á því komandi kjörtímabili sem þau vilja fá að vera leiðandi í ríkisstjórn! 

Er þetta það sem þjóðin vill?!

Sjá einnig hér: Steingrímur J. Sigfússon sveikst aftan að þjóðinni með kosningaloforði sínu í Sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag 2009 (myndband afhjúpar hann!)

Vinstri maður kvartar yfir Katrínu Jakobsdóttur sem forseta­frambjóðanda

Jón Valur Jensson.


mbl.is VG langstærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótvíræðar upplýsingar um stefnu vinstri flokkanna í innflytjendamálum sýna hve óábyrg hún er!

1) "Björt framtíð" vill fjölga lands­mönnum í 800.000 árið 2050. Nú erum við (með vinnandi EES-fólki) 340.000. Þetta merkir að BF vill fá minnst 460.000 útlend­inga hingað eða 13.939 manns á hverju einasta ári þessi 33 ár sem eiga eftir að líða til miðrar aldar­innar! Já, þetta er í alvöru stefna "Bjartrar framtíðar"! því að fjölgun þjóðarinnar sjálfrar heyrir nú fortíðinni til, fæðinga­tíðni er komin (2016) niður í aðeins 1,75 börn á hvert par eða hverja konu á barneignaaldri og dugar ekki til að halda okkur við, m.a. vegna yfir 1000 fósturvíga á hverju ári. Þessi fjölgun í 800.000 yrði því ekki með náttúrlegum hætti, heldur ekki sízt með flóttamönnum og hælisleitendum. 

2) Um stefnu Vinstri grænna í þessum málum var fjallað hér í sérstakri grein: Ábyrgðarlaus inn­flytjenda­stefna Vinstri grænna, sem boðar, að við Ís­lend­ingar "eigum að taka á móti umtals­vert fleiri flótta­mönn­um, að lág­marki 500 á ári," segir þar, en ekki nóg með það, heldur bætt við: "Jafna þarf að­stæð­ur hælis­leit­enda og svo­kall­aðra kvóta­flótta­manna og tryggja full­nægj­andi fram­kvæmd nýrra út­lend­inga­laga með fjár­magni og mann­afla," eins og segir í stefnuskrá VG. Nú verða hælisleitendur langt yfir 1000 á árinu; VG vill jafna "rétt" þeirra á við kvóta­flóttamenn og landsmenn sjálfa; það gæti því leikandi merkt 1500 manna fjölgun með þessu móti árlega, já, ár eftir ár eftir ár! Stórfurðulegt að augljóslega hafa þessar staðreyndir farið hljótt í samfélaginu. Eitt er víst, að þær eru ekki ástæða þess, að VG undir formennsku síbrosandi Katrínar mælist nú efst flokka í skoðanakönnunum!!!

3) Stefna Pírata er ekki síður hrikaleg; þeir vilja samkvæmt heimasíðu sinni galopna landið, undir augljósum áhrifum af "No Borders"-stefnunni!

4) Samfylkingin teflir nú fram Helgu Völu Helgadóttur í efsta sæti í Reykjavík suður, en hún á beinna atvinnu­hagsmuna að gæta sem lögfræðingur fyrir hælis­leitendur, einn af rúmlega 30 slíkum sem gegna dýrkeyptum "sérfræði­störfum" fyrir Rauða kross Íslands og Útlendinga­stofnun!

Enginn flokkur er með jafn-skýra og skelegga stefnu í innflytjenda­málum og Íslenska þjóð­fylkingin. Því er full þörf á að menn leggi henni lið við að fylla sína frambjóðenda- og meðmælendalista. Þeir, sem fúsir eru til baráttunnar, geta látið vita í athugasemd hér eða með tölvubréfi til formannsins, Guðmundar Karls Þorleifs­sonar (rafspenna@simnet.is) eða til undirritaðs (jvjensson@gmail.com) eða hringt í skrifstofu flokksins í síma 789-6223. Eins er hægt að ræða málin við formanninn í síma 898-7900 eða varaformanninn Helga Helgason í síma 897-6350 eða undirritaðan (616-9070). Nýir flokksmenn og stuðningsmenn eru líka velkomnir; árgjaldið er 3.000 kr. og full þörf á fjárframlögum til að kosta auglýsingar og aðra kynningu málstaðar okkar í margvíslegum málum.

Jón Valur Jensson.


Góð grein Guðmundar Þorleifssonar formanns Þjóðfylkingarinnar á Facebook


Hefur fólk gleymt fyrirheitum VG og Samfylk­ingar um skjald­borg heimil­anna sem síðan reyndist skjald­borg utan um fjármála­stofnanir?

Miðað við skoðana­kannanir undan­farið virðist að vinstri flokk­arnir og þá eink­an­lega VG séu í miklu uppá­haldi hjá hinum almenna kjós­anda á Íslandi. Fólk hefur gleymt því, að þau Katrín Jakobs­dóttir, Stein­grímur J. Sigfússon og Svandís Svavars­dóttir voru öll í þeirri stjórn ekki alls fyrir löngu, sem gaf fögur fyrirheit um skjaldborg utan um heimili lands­manna. En sú skjald­borg virðist hafa verið ætluð fjármála­stofnunum, með þeim afleiðingum að 9000 fjölskyldur voru bornar út. Þá voru einnig skattar hækkaðir og laun lækkuð, með því loforði að það væri tímabundið, en sú var ekki raunin. Þrátt fyrir fögur fyrirheit VG að gæta eigi hagsmuna þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þá varð ekki úr því í stjórnartíð þeirra. Ekki er það heldur raunin enn þann dag því VG virðist vera meira í mun að gera vel við fólk frá öðrum löndum en bágt stadda ríkis­borgara þessa lands. Stóðu VG ásamt Samfylkingu, Pírötum og Bjartri framtíð að útlend­inga­lögunum sem svo eru nefnd, reyndar allur Sjöflokkurinn á Alþingi, og ætla að gera enn betur samkvæmt vitlausri laga­setningu alþingis nýverið.

Það var hlegið að frammá­mönnum innan Íslensku þjóð­fylk­ing­arinnar fyrir síðustu alþingis­kosningar er þeir vöruðu við afleiðingum þessara lagasetningar. Nú aðeins ári síðar hafa öll þau varnaðarorð orðið að veruleika utan eins, er mest var gert grín að. Það var nefni­lega upphæðin sem Íslenska þjóðfylkingin taldi að á þessu ári færi kostnaðurinn upp í, 2 til 4 milljarða. En viti menn, reikna má að hann fari í 14 (fjórtán) milljarða samkvæmt áreiðan­legum heimildum þegar allt er tekið inn í dæmið og ekki reynt að fela þessa arfa­vitlausu stefnu sem nú er við höfð.

Íslenska þjóðfylkingin hefur aldrei verið á móti útlendingum, vill taka vel á móti ferðamönnum og styðja þá sem hingað koma á eðlilegum forsendum og eru tilbúnir að leggja þjóðinni lið í að byggja hér upp gott samfélag. En Íslenska þjóðfylk­ingin er á móti efnahags­flóttafólki sem kemur hingað einungis til að leggj­ast upp á velferðakerfi okkar, kemur hér vega­bréfa­laust og fær hér ókeyp­is lögfræði­þjónustu, heilbrigðis­þjónustu, húsnæði og vasapeninga, með því að segjast ætla að sækja um hæli. Þetta er að gerast á meðan þeir sem minna mega sín og eru bræður okkar og systur líða skort, gista við misjafnar aðstæður og njóta ekki þessara hlunninda.

Það er kominn tími til að þú, kjósandi góður, gerir þér grein fyrir því að eini flokkurinn, sem er í framboði fyrir þessar kosningar og gætir fyrst hagsmuna þinna, er Íslenska þjóðfylkingin. ÍÞ er eina mótvægið gegn hinni alræmdu vinstri stefnu sem landsmenn virðast gagnteknir af þessa stundina, sem er þegar grannt er skoðað ekki stefna sem skapar svigrúm til að hægt sé að mæta þörfum þeirra sem bágt eiga. Þar með taldir eru öryrkjar, aldraðir, atvinnu­laus­ir, alvarlega veikt fólk sem fjámagna þarf sín veikindi sjálft og fátækt fólk sem jafnvel þarf að búa í tjöldum eða húsbílum vegna þess að það á ekki fyrir húsaleigu. Setjum X við E í komandi kosningum!

Við gerð þessarar greinar studdist undirritaður við gott innlegg sem formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar Guðmundur K. Þorleifsson birti á Facebook-síðu ÍÞ. Grein mín er mikið breytt og ég nota mínar eigin setningar allvíða.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband