Mánudagur, 5.6.2017
Aftur brást lögreglan: "Ég er tilbúinn í nafni Allah að gera það sem gera þarf, jafnvel að drepa mína eigin móður!"
Ekki dugði þetta brezku lögreglunni og Scotland Yard til að setja pakistanska islamistann í London undir strangt eftirlit, hvað þá til að taka hann úr umferð!
Eins var í Manchester: ekki farið eftir vísbendingum sem hefðu getað komið í veg fyrir sprengjuárásina við tónleikahöllina.
22 + 7 líf eru farin í súginn og hátt á annað hundrað manna særðir og sumum vart hugað líf -- þetta er afleiðingin af því takmarkaða eftirliti, sem Theresa May segist nú ætla að koma á réttan kjöl. (Sbr. einnig hér: Kerfið brást - eftirlitið allt of slælegt með öfga-islamistum. Ennfremur: Þrátt fyrir endurkomu 350 brezkra jíhadista úr "heilögu stríði" ISIS, hefur aðeins einn þeirra verið stöðvaður!)
Bretar hafa ýmsir reynt að blása á hvassa gagnrýni Donalds Trump, en alveg er ljóst, að þeir hafa heldur betur verið með buxurnar niðrum sig í þessum málum. Við skulum bara vona, að frú May takist að hysja upp um þá aftur, eða halda menn, að hr. Corbyn sé einhver bógur til þess að koma sér upp á kant við kjósendur sína í múslimasamfélaginu?
En við þurfum ekki á neinni feimni við meðhöndlun mannréttinda að halda þegar í húfi eru tugir eða hundruð samborgara okkar. Og múslimar í Bretlandi, sem margir hverjir hafa lýst yfir stuðningi við al-Qaída á árum áður, ættu ekki að láta það koma sér á óvart, að fylgzt verði rækilegar með þeim en t.d. kvekurum eða Rótarýfélögum, Kalvínistum eða Junior Chambers eða kvenfélögum á Humberside. Svo mjög hefur fjölgað í múslimasamfélaginu brezka (um þrjár milljónir manna, þar af um 23.000 sem eru hlynntir "heilögu stríði"), að lögreglan ræður ekki við verkefnið nema hún einbeiti sér að múslimunum, öllum öðrum fremur, í tengslum við hugsanleg hryðjuverk.
En sannarlega þarf einnig að auka fjárveitingarnar til lögreglunnar, og það sama á við hér á landi, Engeyjarfrændur og Guðlaugur Þór hinn andvaralausi!
P.S. 5. júní. Jafnvel vinstrisinnaði fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson var með það sem fyrstu frétt í hádegisútvarpi Rúv í dag, að maður hafði gefið sig fram við brezku lögregluna fyrir tveimur árum með ábendingar um að Salman Abedi (Manchester-fjöldamorðinginn) hafi þá verið kominn út í ofurróttækni, vísað jafnvel frá mosku sinni vegna þess og verið að reyna koma islamstrú inn á börn, ennfremur sveipað um sig með ISIS-fánanum á einhverju torginu! Ekkert gerði lögreglan í málinu og kallaði hann ekki til yfirheyrslu!
Jón Valur Jensson.
Lögregla var vöruð við árásarmanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bretland | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur
Við vonum að May vinnur kosningarnar og hlustar á fyrrverandi hermenn eins og Phil Campion (sjá phil-campion.com) sem eru meira en tilbúnir til að handtaka þessar jihadíska múslimar í Bretlandi og laga þetta vandamál til góðs.
Merry, 5.6.2017 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.