Aftur brást lögreglan: "Ég er til­bú­inn í nafni Allah að gera það sem gera þarf, jafn­vel að drepa mína eig­in móður!"

Ekki dugði þetta brezku lögreglunni og Scot­land Yard til að setja pak­ist­anska islamist­ann í London undir strangt eftirlit, hvað þá til að taka hann úr um­ferð! 

Eins var í Man­chest­er: ekki farið eftir vís­bend­ingum sem hefðu get­að komið í veg fyrir sprengju­árás­ina við tónleika­höllina.

22 + 7 líf eru farin í súginn og hátt á ann­að hundrað manna særðir og sumum vart hugað líf -- þetta er afleið­ingin af því tak­markaða eftirliti, sem Theresa May segist nú ætla að koma á réttan kjöl. (Sbr. einnig hér: Kerfið brást - eftirlitið allt of slælegt með öfga-islamist­um. Ennfremur: Þrátt fyrir endurkomu 350 brezkra jíhadista úr "heilögu stríði" ISIS, hefur aðeins einn þeirra verið stöðvaður!)

Bretar hafa ýmsir reynt að blása á hvassa gagnrýni Donalds Trump, en alveg er ljóst, að þeir hafa heldur betur verið með buxurnar niðrum sig í þessum mál­um. Við skulum bara vona, að frú May takist að hysja upp um þá aftur, eða halda menn, að hr. Corbyn sé einhver bógur til þess að koma sér upp á kant við kjósendur sína í múslima­samfélaginu?

En við þurfum ekki á neinni feimni við meðhöndlun mannréttinda að halda þegar í húfi eru tugir eða hundruð samborgara okkar. Og múslimar í Bretlandi, sem margir hverjir hafa lýst yfir stuðningi við al-Qaída á árum áður, ættu ekki að láta það koma sér á óvart, að fylgzt verði rækilegar með þeim en t.d. kvek­urum eða Rótarý­félögum, Kalvín­istum eða Junior Chambers eða kven­félögum á Humberside. Svo mjög hefur fjölgað í múslima­samfélaginu brezka (um þrjár milljónir manna, þar af um 23.000 sem eru hlynntir "heilögu stríði"), að lög­reglan ræður ekki við verkefnið nema hún einbeiti sér að múslimunum, öllum öðrum fremur, í tengslum við hugsanleg hryðjuverk.

En sannarlega þarf einnig að auka fjár­veitingarnar til lögreglunnar, og það sama á við hér á landi, Engeyjar­frændur og Guðlaugur Þór hinn andvaralausi!

P.S. 5. júní. Jafnvel vinstrisinnaði fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson var með það sem fyrstu frétt í hádegisútvarpi Rúv í dag, að maður hafði gefið sig fram við brezku lögregluna fyrir tveimur árum með ábendingar um að Salman Abedi (Manchester-fjöldamorðinginn) hafi þá verið kominn út í ofurróttækni, vísað jafnvel frá mosku sinni vegna þess og verið að reyna koma islamstrú inn á börn, ennfremur sveipað um sig með ISIS-fánanum á einhverju torginu! Ekkert gerði lögreglan í málinu og kallaði hann ekki til yfirheyrslu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lögregla var vöruð við árásarmanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Sæll Jón Valur

Við vonum að May vinnur kosningarnar og hlustar á fyrrverandi hermenn eins og Phil Campion (sjá phil-campion.com) sem eru meira en tilbúnir til að handtaka þessar jihadíska múslimar í Bretlandi og laga þetta vandamál til góðs.

Merry, 5.6.2017 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband