Færsluflokkur: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd

Mismunun augljós í hælisleitendamáli. Og hingað er boðið flóði af kvótaflóttamönnum, þvert gegn 0-stefnu Dana!

Vilja menn lög í þágu fáeinna einstaklinga sem eru í engu verri aðstöðu en tugir annarra sem ekki er sinnt? 

Áætlun Dana var: 500 kvótaflóttamenn á ári; jafngildir 30 hér, en 100 er ósk Engeyjarfrænda!

En algert HLÉ á móttöku kvótaflóttafólks ákváðu Danir jafnvel í fyrra! Stefnan hafði verið 1500 á þriggja ára tímabili, en verður 0 manns nákvæmlega, því að þeir vita sem er, að aðlögun þeirra, sem komnir eru, hefur verið ófullnægjandi, og ætla sér ekki að sitja uppi með illa orienterað lið í landinu.

Kvóti Engeyjarfrænda af samkynhneigðum karlmönnum frá Kenýa, þar sem þeir eru ekki ofsóttir, en þó taldir kvótaflóttamenn, verður tíu manns á næsta ári. Danir eru 16,5 sinnum fleiri (5,6 milljónir) en landsmenn hér (340þ). Ef þeir tækju hlutfallslega við jafnmörgum og Íslendingum er ætlað, væri skammtur þeirra af samkynhneigðum karlmönnum 165 á næsta ári, en verður: ENGINN

Hér ætla svo Engeyjarfrændur að fá 100 kvótaflóttamenn árið 2018, þótt ekkert stríð geisi í Evrópu, Norður-Afríku né Mið-Austurlöndum lengur. Ef Danir tækju þá hlutfallslega við jafnmörgum kvótaflóttamönnum, yrðu þeir 1650 talsins á því ári. En í reynd verða þeir ENGIR! (Heimild: Fréttablaðið í dag, smáfrétt á bls.6.)

Engeyjarfrændur vilja greinilega vera miklir menn í augum "Góða, göfuga, gáfaða fólksins", þess hins sama sem gekk hart fram með kröfur sínar á síðasta kosningaári og kvaðst sjálft ætla að taka við flóttamönnum og hælis­leitendum í sín hús, en gleymdi svo að efna loforðið! Er þetta fólkið (með sínum Illuga Jökulssyni) sem á að móta hér stefnu í málum? Á ekki frekar að fara eftir reynslunni, eins og Danir og Norðmenn gera nú?

Jafnvel Bjarni Benediktsson er byrjaður að átta sig á því, að það er ekki eðlilegt, að lögreglan geti ekki haft tal af hælisleitendum á Kjalarnesi nema undir vopnum! (sjá nýja grein Björns frænda hans Bjarnasonar: Söguleg ummæli forsætisráðherra um útlendingamál).

Svo voru sumir að halda því fram, að Íslenska þjóðfylkingin færi með fleipur!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frumvarp um Mary og Hanyie lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er jafnvel Merkel farin að átta sig á mistökum sínum?

Það er undarlega öfugsnúið að segjast vera of­sóttur eða búa við óbæri­legt stríðs­ástand í ættar­landi sínu, sækja því um og fá hæli hjá þýzkum eða sænskum góð­menn­um, en kjósa svo helzt að fara í sumar­frí til gamla, vonda landsins!

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Angela Merkel er alveg hissa á þessu, en við umhugsun áttar hún sig á því, að "það gangi ekki upp að fara í leyfi til landsins þar sem viðkomandi segðist vera ofsóttur. Það gæti orðið til þess að hæl­is­um­sókn­in yrði end­ur­skoðuð" (Mbl.is).

Þó það nú væri! En hugsanlega eru þessir hælis­leitendur ekki allir að spóka sig í fríinu, heldur sumir hverjir að hitta gamla baráttu­félaga og fá jafnvel hjá þeim leiðsögn og fyrirskipanir um baráttuna í nýja landinu. Það sama gerðu nokkrir helztu íslenzku kommúnistarnir, að sækja sér línuna til Moskvu, og hví skyldu fylgismenn hryðjuverkasamtaka ekki gera það sama? Gæfumunurinn á þessu tvennu er þó sá, að barátta kommúnistanna hér á landi var ekki komin á sama ofbeldisstig og hjá ISIS-samtökunum sem hreykja sér af því þegar þau valda sem mannskæðustum hryðjuverkaárásum.

En prestsdóttirin úr Austur-Þýzkalandi er kannski byrjuð að skilja það í smá­skömmtum, þrátt fyrir önnur og stærilátari orð hennar í fyrradag, að iðulega hefði hún mátt hugsa sig tvisvar um, áður en hún tók stórtækar ákvarðanir um að opna land sitt fyrir milljón flóttamönnum nánast á einu bretti. En það er einnig í fréttum, að tugir þúsunda Sýrlendinga eru nú á heimleið, einkum frá Tyrk­landi, en "yfir 40 þúsund Sýr­lend­ing­ar hafa farið yfir landa­mær­in síðan það varð leyfi­legt 15. ág­úst, en um fjög­ur þúsund fara þangað yfir á hverj­um degi."

Og þá er spurning hvað gerist í Þýzkalandi. Þar fara fram þingkosningar á næstunni og búizt við að rótttæku samtökin AfD auki þá fylgi sitt. Allt getur hins vegar gerzt með Kristilega demókrata, sem voru í lægð um áramótin í skoð­ana­könn­unum, en hafa nokkuð bætt við fylgi síðan, en greinilega hefur Merkel talað út og suður um málin síðan og er kannski fyrst og fremst að hugsa um að halda sjálfri sér og flokkn­um á floti, en það er mikil og vanþakklát púlsvinna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fari ekki í frí til heimalandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar viðurkenna staðreyndir, auka fé til lögreglu af brýnni nauðsyn vegna óaldar

Þeir ætla að auka framlög til lögreglu um tvo milljarða SEK (26,5 ma.ísl.kr.), í 7,1 ma.SEK og hefur aldrei verið meira.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, og Morg­an Johans­son, dóms­málaráðherra lands­ins, héldu í Eskilstuna í dag. Þar sagði Löf­ven að um væri að ræða viðleitni til að auka ör­yggi vegna ný­legra skotárása víða um landið.

„Þetta skap­ar hræðilegt óör­yggi fyr­ir fólk í þess­um íbúðar­hverf­um. Það er ekki ásætt­an­legt, við verðum að tak­ast á við vand­ann rétt,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann. Bætti hann við að marg­ar saka­mál­a­rann­sókn­ir væru felld­ar niður og á sum­um stöðum furðaði fólk sig á því ef lög­regl­an kæmi yfir höfuð ef það hringdi. (Mbl.is)

Laun lögreglumanna verða líka hækkuð.

Þetta lýsir vandanum vel og ekki síður hitt, að níu manns voru skotn­ir í Svíþjóð um helg­ina, þar af þrír sem lét­ust. Gústaf Adolf Skúlason, sem er búsettur í námunda við Stokkhólm, hefur verið að lýsa þessum hlutum í pistlum sínum hér og snemma morguns í byrjun hverrar viku á Útvarpi Sögu, en hefur að ósekju mætt nokkurri tortryggni.

Það má segja, að uppivöðslusemi glæpagengja sé lögreglunni sænsku ágætis tækifæri til að beita sér líka gegn hættulegri árásargirni múslima í landinu. Þetta hefur "Góða fólkið" enn síður viljað viðurkenna, en við getum aðeins óskað Svíunum góðs árangurs við að koma böndum á ólöglegt athæfi meðal hinna fjölmennu múslima í landinu (fjölda þeirra er erfitt að meta, er þó a.m.k. þriðjungur milljónar, eins og allir sem búsettir eru á Íslandi).

Þó er spurning hvort vandinn sé í raun orðinn óviðáðanlegur.

Lengi hefur verið ljóst, að framlög til löggæzlu á Íslandi hafa verið allt of lítil, og er það vansi bæði fyrrverandi og núver­andi stjórnvalda, þvert gegn t.d. stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar. En skyldi stefnubreyting jafnvel sænskra krata ná að hreyfa við okkar stöðu spýtukörlum í röðum ráðherra?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hækka framlög til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk Marokkómanna einnig á Norðurlöndunum - viðbúnaður enn ekki nægur

14 eru látnir eftir árás­ina í Barce­lona, 15 í lífs­hættu og 45 aðrir enn á sjúkra­húsi. Í Turku, Finn­landi, reynd­ist hnífa­árásar­maður frá Mar­okkó, drap tvo og særði átta í gær. Morð­ingj­arnir í Barcelona voru frá Marokkó. 

Finnska lög­regl­an seg­ir að um hryðju­verka­árás hafi verið að ræða er mað­ur­inn, sem er átján ára, hóf að stinga veg­far­end­ur á markaðstorgi borg­ar­inn­ar. Hún seg­ir að vís­bend­ing­ar séu um að árás­in hafi verið skipu­lögð. Fimm voru hand­tekn­ir í íbúð í Tur­ku í nótt, grunaðir um að tengj­ast mál­inu. Þeir eru einnig mar­okkósk­ir rík­is­borg­ar­ar. Þá hef­ur lög­regl­an lagt hald á bíl og lýst eft­ir manni sem sagður er hættu­leg­ur en haldi ekki til í Finn­landi í augna­blik­inu. (Mbl.is)

Finnska lög­regl­an telur að árás­inni hafi verið beint gegn kon­um:

„Við höld­um að árás­armaður­inn hafi ráðist sér­stak­lega gegn kon­um og að menn­irn­ir sem særðust hafi verið að koma þeim til varn­ar,“ sagði aðstoð­ar­yf­ir­lög­regluþjónn­inn Christa Cr­an­roth á fund­in­um. Yngsta fórn­ar­lambið var fimmtán ára og það elsta 67. Fórn­ar­lömb­in eru af ýms­um þjóðern­um, m.a. finnsk, bresk, ít­ölsk og sænsk. (Mbl.is)

Það er undarlegt að hlusta á valda spekinga Steypustöðvar Rúv í Vikulokum Helga Seljan, rétt eins og umræðuna víðar: að þetta sé t.d. tengt sjálfsvígs­áráttu margra ungra karl­manna, að rótina sé gjarnan að finna hjá okkur sjálfum og að lausnin við þessu fári (sem þó sé ekki eins alvarlegt og umferðarslys) sé gjarnan fólgin í því að halda áfram í góðri samstöðu eins og ekkert hafi gerzt: bezt að sýna, að þetta bíti ekki á okkur: að við gefumst ekki upp! 

Alveg er ljóst, að unnt er að koma í veg fyrir hryðjuverk með eftirliti og for­varnaraðgerðum. M.a. var vel hægt að setja upp umferðartálmanir á Römbl­una, göngu­götuna í Barcelona, þar sem sendi­bíllinn komst ½ km vegalengd, drepa­ndi og særandi á annað hundrað manns! En yfirvöld Barce­lona létu sér morð­árásir öfga­múslima í Nice og Lund­únum ekki að kenningu verða! Voru þau að horfa í kostnaðinn?! Eða varðveita frelsið?!

Gott eftirlit spænsku lögreglunnar tryggði að unnt var að beita sér af hörku gegn fimm manna hryðju­verka­hópnum í hinni árásinni, nálægt Barce­lona.

Hitt voru alger mistök leyniþjónustu og lögreglu að láta m.a. þann, sem fyrst var grunaður um að aka sendibílnum á Römblunni, ganga lausan, því að hann hafði lýst yfir þeirri eindregn­ustu ósk sinni að fá að drepa "trúleysingja" (og átti þar ekki sízt við kristna). Sérhvern, sem spýr úr sér þvílíku hatri, á að loka á bak við lás og slá og gjarnan í upprunalandi þeirra, það verður hæfileg refsing (samningar um slíkt eru mikil­vægir; við munum hafa gert slíkan samning a.m.k. við Litháen, í viðleitni gegn glæpa­gengjum þaðan).

Þá er það partur af eðlilegum forvarnar­aðgerðum að hafa strangt eftirlit með því, hvað fram fer í moskum og trúarskólum múslima, því að þar hefur hatrinu á Vesturlandamönnum verið dreift ótæpilega.

Sömuleiðis er afar mikilvægt að fara eftir þeim vilja 73% aðspurðra Evrópu­manna, að STÖÐVA beri inn­flutning fleiri múslima til álfunnar. Enginn flokkur hér á landi þorir að taka á þessu vandamáli annar en Íslenska þjóðfylkingin.

Í apríl drap múslimskur maður frá Úzbekistan fjóra í Stokkhólmi og gumaði eftir á af verki sínu: "Ég keyrði á hina trúlausu," sagði hann á vef Aftonbladet. Höfum hér líka í huga, að öfga­full­ir islam­ist­ar í Svíþjóð hafa nær tí­faldazt í fjölda á sjö árum! 16. júní sl. upplýsti yfirmaður sænsku öryggis­lög­reglunnar (Säpo) að ÞÚSUNDIR róttækra islamista séu nú í Svíþjóð. Og þessir menn hafa auðvelt ferðafrelsi til Íslands!

Til hvers erum við að bjóða þjóðum okkar upp á nærvist slíkra manna? Hér dugir ekkert minna en harka, öll linkind í þessum málum getur aðeins vegið að okkar eigin öryggi og lífum saklausra borgara. Og þessi er staðreynd málsins: Evrópuþjóðir sem loka nánast á aðkomu múslima (s.s. Pólverjar, Slóvakar og Ungverjar) sleppa alveg við hryðjuverk - hinar miklu síður.

Jafnvel hér á landi metur grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hættuna vegna mögu­legra hryðju­verka "í meðallagi"! Því eru t.d. öryggisráðstafanir í dag, á Menningarnótt, sjálfsagðar.

En þessi er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar: ÍÞ vill herta innflytjenda­löggjöf og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Það er ekkert vit í öðru en að setja þá fjármuni, sem til þarf, í lausn þessa vandamáls.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Árásinni beint gegn konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbeinn Proppé alþm. vill áfram velta milljörðum í hælisleitendur, veitir fátækum Íslendingum í tjöldum í Laugardal enga úrlausn!

Langt er síðan tveir vinstri flokkar misstu allt samband við almennt verka­fólk og fátæka alþýðu. Þeir glutruðu niður sak­leysinu og hrein­leik­anum í sinni Jóhönnustjórn þar sem alls­herjar­ráðherrann Stein­grímur J. fór ham­förum gegn skatt­greiðendum í Icesave-laga­setn­ingar­æði sínu. Sá er nú sessu­nautur og ráðunautur Kolbeins Proppé í þingflokki VG!

Kolbeinn vill áfram velta milljörðum (6-10 á árinu?) úr vösum skatt­greiðenda í tilhæfulausa hælis­leitendur frá múslima­ríkjum Balkanskaga, en gerir ekkert fyrir heimilis­lausar íslenzkar konur sem hírast kaldar í tjöldum í Laugardal ! 

Misjafnar undirtektir undir grein Kolbeins á Eyjunni ættu að sýna honum, að hann má fara hægar í sakirnar í sinni fjöl­menningar­ástríðu. Og hvaða ávinn­ingur er okkur að þessum bóta­þegum frá Albaníu og Makedóníu?

Maður einn hafði samband við undir­ritaðan og kvaðst eiga vin sem hingað hefði flutt fyrir mörgum árum frá umræddu svæði í álfunni; sá hefur verið hér í fullri vinnu, en kvaðst einmitt hafa verið að koma sér í burt þaðan sem lítill vinnu­andi hefði verið. "Hvað eru Íslend­ingar að hugsa, að bjóða svo þessu fólki hingað, sem gæti bara orðið ykkur að sama vandamáli?"

Eitt er víst, að það er ekki gert af því að okkur beri nein skylda til þess. Hröð hugarfars­spilling vinstri flokkanna og meðvirkni hægri flokkanna er megin­ástæða þess, að hér er allt opnað upp á gátt og það á sama tíma og skandinav­ísku þjóðirnar eru hver á fætur annarri að koma þessum óhóflegu aðgengis­málum tilhæfulausra hælis­leitenda í skaplegra form. Samráð tveggja kven-ráðherra, danskrar og norskrar, um að læra af Norð­mönnum (frétt í Sjónvarpi fyrir fáeinum dögum) er til marks um það.

Kannski við ættum að senda gervalla ríkisstjórnina í námskeið til Óslóar!

Jón Valur Jensson.


Hælisleitendur eiga enga heimtingu á að njóta hér stjórnarskrártryggðra réttinda fyrir ríkisborgara þessa lands

Formaður Samfylkingar vill að "við öxlum sjálf­sagða [sic] ábyrgð: Að rétta þeim hjálp­ar­hönd, sem hingað leita, úr ömur­legum aðstæðum og af sárri neyð" og á þá við hæl­is­leit­endur frá öruggum löndum! Þeim fer sí­fjölgandi, verða líklega yfir 2000 á árinu.

En þeir eiga enga "sjálfsagða" heimtingu á að njóta hér ákvæðis 76. greinar stjórnarskrárinnar um félagsleg réttindi til aðstoðar af ýmsu tagi vegna sjúkdóma, örorku, elli og atvinnuleysis, sem og til menntunar o.fl.

Þarna bera hins vegar ríki og sveitarfélög þunga ábyrgð gagnvart okkar eigin ríkisborgurum, sem flestir stjórnmálaflokkar hafa þó vanvirt, eða hvað varð t.d. af "skjaldborg" vinstri stjórnar Jóhönnu eða um öll loforð flokkanna fyrir síðustu kosningar að bæta endanlega kjör aldraðra og öryrkja?

Góðmennskuyfirlýsingar Loga Einarssonar í þágu tilefnislausra hælisleitenda blekkja því fáa, eins og reyndar má glögglega sjá á þeim fjölmörgu andmælum sem Fréttablaðs-pistill hans sætir á vefslóð hans á Visir.is!

Jón Valur Jensson.

Sbr. einnig greinina Ábyrgð stjórnvalda er fyrst og fremst gagnvart ís­lenskum ríkis­borgurum, ekki erlendum, - eftir Birgi Loftsson sagnfræðing.


Víkingasveitin kölluð út vegna hnífabardaga hælisleitenda á Ásbrú

Víkurfréttir og DV segja frá:

Víkingasveitin var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum rétt fyrir miðnætti 29. júlí.

Á vef Víkur­frétta er greint frá því að átök hafi átt sér stað á gistiheimili á Ásbrú. Gistiheimilið er á vegum Útlendingastofnunar.

Í frétt Víkurfrétta kemur fram að vopn hafi verið notuð og voru þeir sem tóku þátt í átökunum vopnaðir hnífum. Þá var óskað eftir sjúkrabifreið á staðinn.

Þessu taka menn ekki vel á Facebók og DV-vefnum, margir taka sterkt til orða. 

En er það ekki orðið dæmigert um ástandið, að þörf sé á íslenzkum víkingum til að stöðva uppivöðslusama suðræna flakkara sem sýna með þessum hætti þakklætið fyrir að vera haldið hér uppi í munaðarlífi á kostnað skattgreiðenda?

Jónas Þór Jóhannsson spyr: "Er þessi ríkisstjórn ófær um að taka á þessu vandamáli?"

Guðlaugur Ævar Hilmarsson svarar: "Þorir ekki að rugga bátnum. Er með 1 yfir á Alþingi. Ef hann stoppar þennan ósóma, fara Óttarr Proppé og Svört framtíð í fýlu." Tekur einnig fram, að aldrei hafi hann kosið Svarta framtíð, og bendir á þennan fréttartengil:  http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/09/17/vilja_ad_islendingar_verdi_800_thusund/

Arnar Styr Börnsson ritar: "Væri ekki betra að nefna gistiheimilið Valhöll?"

Halldór Karelsson: "Ótrúleg stjórnartök hjá þessari vanhæfu ríkisstjórn."

Jón Valur Jensson.


Hvað með flóttamenn? - úr viðtali við formann Íslensku þjóðfylkingarinnar, Guðmund Þorleifsson

 Nú er ljóst að margir koma hingað sem eiga ekki rétt á hæli. Þið hafið sagt að það hafi áhrif á bið­röðina eftir húsnæði í félags­mála­kerfinu.

„Það er segir sig sjálft, ef það gengur fyrir hjá ríkisstjórninni að útvega hælis­leitendum húsnæði, en ekki sínum eigin þegnum sem þeir eru þó skuld­bundn­ir til að gera samkvæmt stjórnar­skránni. Hér spilar inn í þessi arfa­vitlausa útlend­inga­löggjöf sem tók gildi um síðustu áramót og þarf að fella þegar í stað úr gildi. Ég segi fyrir mitt leyti, og er fullviss um að aðrir innan Íslensku þjóðfylk­ingarinnar eru sama sinnis: við eigum ekki einu sinni að fara í 48 tíma regluna. Við eigum að snúa þeim við strax, um leið og þeir koma til landsins. Það er engin ástæða til að taka á móti fólki sem við vitum fyrirfram að á ekki erindi hingað. Hér á landi er orðin til ákveðin starfsgrein lögfræðinga og sérfræðinga hjá félagsmálastofnunum, sem lifa á þessu. Þetta er orðin ákveðinn „iðnaður". Þetta er fólk sem starfar á vegum ríkisins og það berst af oddi og egg til að halda sínum störfum... og ég skil það svo sem vel. En ég tel að fjármunum sé vitlaust varið, að eyða öllum þessum fjármunum í þetta hér heima, heldur ættum við að nota þessa peninga til að hjálpa fólki í sínu nærumhverfi, þar sem fjármunirnir nýtast miklu betur. Við eigum að fara í þeirra nærumhverfi í Sýrlandi og Líbanon og þar eigum við að leggja til og hjálpa. Þar myndi peningurinn koma betur að notum.“

Sjá nánar allt viðtalið hér: Bjóða fram í borginni, vilja mosku burt og endurreisa verkamanna­bústaðakerfið


Fylgjumst með því hvernig Saudi-arabar fara með þessa konu! - o.fl. af ásælni Saudi-araba, jafnvel hér á landi!

Myndband af ungri konu í stuttu pilsi og bol á göngu um sögustað í Saudi-Arabíu vekur nú hneyksli og umræður í þvísa landi. Siðgæðis­lögreglan yfirheyrði hana vegna „ósæmi­legs“ klæðnaðar og að vera ein í fylgd með karlmanni, sem var hvorki skyldur henni né venzlaður, og án þess að hafa meðferðis skrif­legt leyfi karl­kyns ætt­ingja (oftast föður).

Já, þetta er meiri háttar mál í Saudi-Arabíu, þar sem miskunnarlaus refsing getur verið við slíku athæfi!

Frá þessu segir í frétt á Mbl.is, en einnig hér í frétt á nýjum og athyglisverðum netmiðli, Skinna.is.

Mynd­bönd­in hafa birtzt bæði á Snapchat um helg­ina og síðan á YouTu­be, og marg­ir deila þeim á sam­fé­lags­miðlum. 

Sam­kvæmt lög­um í Sádi-Ar­ab­íu verða kon­ur að klæðast svört­um, síðum kufl­um og hylja hár sitt á al­manna­færi. (Mbl.is)

Merkilegt, að við Íslendingar höfum það af Saudi-Arabíu að segja, að það land hefur nú þegar gefið eina milljón dollara (á þeim tíma um 120 millj. króna) til mosku múslima í Skógarhlíð -- nokkuð sem herra Ólafur Ragnar Grímsson hneykslaðist á sem forseti landsins, enda fullkunnugt um trúarástandið í Arabíu -- og að nú er aftur rætt um, að líklega muni þeir einnig láta mikið fé af hendi rakna til hinnar moskunnar, sem til hefur staðið að verði reist á einum mest áberandi stað í bænum, á rándýrri lóð sem vinstri menn í borgarstjórn kusu að GEFA þeim söfnuði, þvert gegn lögum, og að auki gefa þeim eftir greiðslu gatnagerðargjalda o.fl.!!!

Og nú hefur borgarráð kórónað skömm sína með því að samþykkja heimild til að stækka moskuna í Skógarhlíð og reisa við hana háan bænaturn, þaðan sem hægt verður að senda út bænaköll múslima yfir Hlíðahverfið!

Á móti sjá Saudi-arabar svo um, að óheimilt sé að reisa kirkjur í því landi, og hverjum þeim, sem reynir að fara með Biblíu inn í landið, er refsað. Samt sjá þeir ekkert að því, að þeir með sína ofstækisfyllstu útgáfu af islamisma reyni í krafti sinna olíupeninga að stunda trúboð hér á landi og breiða út sínar öfgar með ímömum sem sendir eru hingað frá wahhabítunum saudi-arabísku!

Engin furða, að Íslenska þjóðfylkingin hefur þá stefnu:

  • að hafna því að moskur verði reistar á Íslandi,
  • að búrkur verði bannaðar,
  • að umskurður stúlkna af trúarlegum ástæðum verði bannaður
  • og að hafna skólahaldi islamista á Íslandi.

Þvert gegn undanlátssemi stjórnvalda við islamista styður Íslenska þjóð­fylkingin í stefnuskrá sinni "kristin gildi og viðhorf, virðir trúfrelsi, en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá." Ennfremur hefur flokkurinn lýst þessu yfir á landsfundi sínum 2. apríl sl.: 

“Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum."

Með þessu er t.d. sérstaklega verið að hafna tillögum um að gera fóstur­eyð­ingar heimilar ekki aðeins til loka 12. viku meðgöngu, heldur til loka þeirrar 22. og að gera óléttum konum þetta heimilt að þeirra eigin kröfu! Þessar öfga­hugmyndir njóta ekki almenns stuðnings í þjóðfélaginu, þótt siðferðis­slappur Sjöflokkurinn á Alþingi gleypi við þessu, eins og ætla verður af þingumræðum um málið undir lok marz sl.

En æ fleiri eru líka að átta sig á því, að við sem þjóð þurfum ekki á því að halda, að enn verði dregið úr fæðingum hér (fæðingartíðnin er komin niður í 1,75 börn á hvert par, skv. tölum ársins 2016, sem er allt of lítið til að þjóð geti viðhaldið sér), heldur miklu fremur að standa með lífinu, með ófæddum börnum og með barnafjölskyldum í landinu. Lausnin er EKKI sú að láta innflutta múslima sjá um að fjölga hér landsmönnum!

Jón Valur Jensson, meðlimur flokksstjórnar ÍÞ.


mbl.is Konan í stutta pilsinu yfirheyrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurspáin í Svíþjóð!

Á Twitter er gert grín að múslima­meðvirkni frænda okkar, Svía:

Paul Joseph Watson
The weather forecast in Sweden vs the weather forecast in Iraq.  pic.twitter.com/t870JhVRSU
 

Menn bregðast líka nokkuð á sömu lund við "tíðindunum" ... Mörgum lízt mun betur á Írak! Og einn segir t.d. enga þörf fyrir veðurspá fyrir nóttina í Svíþjóð, "because it´s not safe to go out"!

JVJ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband