Hryđjuverk Marokkómanna einnig á Norđurlöndunum - viđbúnađur enn ekki nćgur

14 eru látnir eftir árás­ina í Barce­lona, 15 í lífs­hćttu og 45 ađrir enn á sjúkra­húsi. Í Turku, Finn­landi, reynd­ist hnífa­árásar­mađur frá Mar­okkó, drap tvo og sćrđi átta í gćr. Morđ­ingj­arnir í Barcelona voru frá Marokkó. 

Finnska lög­regl­an seg­ir ađ um hryđju­verka­árás hafi veriđ ađ rćđa er mađ­ur­inn, sem er átján ára, hóf ađ stinga veg­far­end­ur á markađstorgi borg­ar­inn­ar. Hún seg­ir ađ vís­bend­ing­ar séu um ađ árás­in hafi veriđ skipu­lögđ. Fimm voru hand­tekn­ir í íbúđ í Tur­ku í nótt, grunađir um ađ tengj­ast mál­inu. Ţeir eru einnig mar­okkósk­ir rík­is­borg­ar­ar. Ţá hef­ur lög­regl­an lagt hald á bíl og lýst eft­ir manni sem sagđur er hćttu­leg­ur en haldi ekki til í Finn­landi í augna­blik­inu. (Mbl.is)

Finnska lög­regl­an telur ađ árás­inni hafi veriđ beint gegn kon­um:

„Viđ höld­um ađ árás­armađur­inn hafi ráđist sér­stak­lega gegn kon­um og ađ menn­irn­ir sem sćrđust hafi veriđ ađ koma ţeim til varn­ar,“ sagđi ađstođ­ar­yf­ir­lög­regluţjónn­inn Christa Cr­an­roth á fund­in­um. Yngsta fórn­ar­lambiđ var fimmtán ára og ţađ elsta 67. Fórn­ar­lömb­in eru af ýms­um ţjóđern­um, m.a. finnsk, bresk, ít­ölsk og sćnsk. (Mbl.is)

Ţađ er undarlegt ađ hlusta á valda spekinga Steypustöđvar Rúv í Vikulokum Helga Seljan, rétt eins og umrćđuna víđar: ađ ţetta sé t.d. tengt sjálfsvígs­áráttu margra ungra karl­manna, ađ rótina sé gjarnan ađ finna hjá okkur sjálfum og ađ lausnin viđ ţessu fári (sem ţó sé ekki eins alvarlegt og umferđarslys) sé gjarnan fólgin í ţví ađ halda áfram í góđri samstöđu eins og ekkert hafi gerzt: bezt ađ sýna, ađ ţetta bíti ekki á okkur: ađ viđ gefumst ekki upp! 

Alveg er ljóst, ađ unnt er ađ koma í veg fyrir hryđjuverk međ eftirliti og for­varnarađgerđum. M.a. var vel hćgt ađ setja upp umferđartálmanir á Römbl­una, göngu­götuna í Barcelona, ţar sem sendi­bíllinn komst ˝ km vegalengd, drepa­ndi og sćrandi á annađ hundrađ manns! En yfirvöld Barce­lona létu sér morđ­árásir öfga­múslima í Nice og Lund­únum ekki ađ kenningu verđa! Voru ţau ađ horfa í kostnađinn?! Eđa varđveita frelsiđ?!

Gott eftirlit spćnsku lögreglunnar tryggđi ađ unnt var ađ beita sér af hörku gegn fimm manna hryđju­verka­hópnum í hinni árásinni, nálćgt Barce­lona.

Hitt voru alger mistök leyniţjónustu og lögreglu ađ láta m.a. ţann, sem fyrst var grunađur um ađ aka sendibílnum á Römblunni, ganga lausan, ţví ađ hann hafđi lýst yfir ţeirri eindregn­ustu ósk sinni ađ fá ađ drepa "trúleysingja" (og átti ţar ekki sízt viđ kristna). Sérhvern, sem spýr úr sér ţvílíku hatri, á ađ loka á bak viđ lás og slá og gjarnan í upprunalandi ţeirra, ţađ verđur hćfileg refsing (samningar um slíkt eru mikil­vćgir; viđ munum hafa gert slíkan samning a.m.k. viđ Litháen, í viđleitni gegn glćpa­gengjum ţađan).

Ţá er ţađ partur af eđlilegum forvarnar­ađgerđum ađ hafa strangt eftirlit međ ţví, hvađ fram fer í moskum og trúarskólum múslima, ţví ađ ţar hefur hatrinu á Vesturlandamönnum veriđ dreift ótćpilega.

Sömuleiđis er afar mikilvćgt ađ fara eftir ţeim vilja 73% ađspurđra Evrópu­manna, ađ STÖĐVA beri inn­flutning fleiri múslima til álfunnar. Enginn flokkur hér á landi ţorir ađ taka á ţessu vandamáli annar en Íslenska ţjóđfylkingin.

Í apríl drap múslimskur mađur frá Úzbekistan fjóra í Stokkhólmi og gumađi eftir á af verki sínu: "Ég keyrđi á hina trúlausu," sagđi hann á vef Aftonbladet. Höfum hér líka í huga, ađ öfga­full­ir islam­ist­ar í Svíţjóđ hafa nćr tí­faldazt í fjölda á sjö árum! 16. júní sl. upplýsti yfirmađur sćnsku öryggis­lög­reglunnar (Säpo) ađ ŢÚSUNDIR róttćkra islamista séu nú í Svíţjóđ. Og ţessir menn hafa auđvelt ferđafrelsi til Íslands!

Til hvers erum viđ ađ bjóđa ţjóđum okkar upp á nćrvist slíkra manna? Hér dugir ekkert minna en harka, öll linkind í ţessum málum getur ađeins vegiđ ađ okkar eigin öryggi og lífum saklausra borgara. Og ţessi er stađreynd málsins: Evrópuţjóđir sem loka nánast á ađkomu múslima (s.s. Pólverjar, Slóvakar og Ungverjar) sleppa alveg viđ hryđjuverk - hinar miklu síđur.

Jafnvel hér á landi metur grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hćttuna vegna mögu­legra hryđju­verka "í međallagi"! Ţví eru t.d. öryggisráđstafanir í dag, á Menningarnótt, sjálfsagđar.

En ţessi er stefna Íslensku ţjóđfylkingarinnar: ÍŢ vill herta innflytjenda­löggjöf og innleiđa 48 tíma regluna í málefnum hćlisleitenda. Ţađ er ekkert vit í öđru en ađ setja ţá fjármuni, sem til ţarf, í lausn ţessa vandamáls.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Árásinni beint gegn konum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband