Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
Sunnudagur, 6.5.2018
Menn eða málefni? Um snjallar lausnir ÍÞ í málefnum aldraðra og í sjúkrahúsmálum
Án efa mun frammistaða frambjóðenda hafa mikil áhrif á hvernig kjósendur nota atkvæði sitt 26. þessa mánaðar. Málefnin skipta þó mestu fyrir almenning.
Ein allra flokka er Íslenska þjóðfylkingin með þá snjöllu lausnarleið í málefnum aldraðra að breyta Fossvogsspítala í hjúkrunarheimili fyrir aldraða og byggja á þeirri rúmgóðu lóð bæði þjónustuíbúðir og dvalarheimili fyrir aldraða.
Stefna flokksins í landspítalamálum er að reisa skuli nýjan landspítala á Hólmsheiði, þar liggur hann vel við umferð til borgarinnar og nýjum hverfum hennar austan Elliðaáa, en léttir um leið á umferðarþunga og bílastæðavanda við Hringbraut.
Við erum andvíg þeirri leið í umsjármálum aldraðra, að í vaxandi mæli hefur þeim verið útvistað til þeirra verktaka sem verið hafa með lægstu tilboð, en með því móti hafa margir útlendingar verið ráðnir til slíkra starfa. Ekkert höfum við á móti útlendingum, en allir sjá, að aldraðir og lasburða þurfa ekki aðeins faglega þjónustu, heldur einnig af hálfu starfsfólks sem er mælandi á okkar þjóðtungu. Allir sjá þetta, en engir gera neitt í því á heilbrigðissviði né á vettvangi borgarinnar. Íslenska þjóðfylkingin sér hins vegar réttu lausnina og vill fylgja henni eftir í verki. Þvert gegn sinnuleysi um þessi mál, sem valda mörgum öldruðum ama og vansælu og allt að því einangrun á hjúkrunarheimilum, viljum við frambjóðendur Íslensku þjóðfylkingarinnar að allir starfsmenn félagsþjónustu á þessu sviði verði sendir í íslenzkunámskeið, annað er ekki bjóðandi, enda gera aðrar þjóðir kröfu um ekkert minna en kunnáttu opinberra starfsmanna í tungu viðkomandi þjóða. En vellíðan þeirra, sem eiga rétt á þjónustu þeirra, er hér fyrir mestu.
PS. Jens G. Jensson, 3. maður á framboðslista ÍÞ til borgarstjórnar, ritar á Facebók flokksins: "Útvistun umönnunar aldraðra er ekkert annað en meðferð á niðursetningum fyrri tíma. Útvistað til lægstbjóðanda, sem síðan sækir ódýrasta vinnuaflið og lætur það vinna í uppmælingu við umönnun foreldra okkar."
Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Íslensku þjóðfylkingarinnar til borgarstjórnar í komandi kosningum.
Margir flokkar sækja á sömu mið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3.5.2018
Hverjir aðrir vilja vera með?
Nú eru síðustu forvöð fyrir menn að skrifa sig á meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar og jafnvel hugsanlega á frambjóðendalista hennar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hafa má samband við skrifstofu flokksins að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði fyrir eða um kl. 7 í kvöld, fimmtudag (sími 789-6223), eða við undirritaðan í síma 616-9070.
PS. Enn er færi á því, eftir flokksstjórnarfund í kvöld, að fá sæti (helzt neðarlega) á framboðslista ÍÞ, en listinn var að mestu ákveðinn á fundinum. Ennfremur geta menn enn, til hádegis á þeim föstudegi sem nú fer í hönd, skráð sig á annan lista með samþykki við því að flokkurinn bjóði fram.
Jón Valur Jensson.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24.4.2018
100-190 ma. Borgarlína & Miklubrautarstokkur "strax", aðal-kosningaloforð Dags, gufa upp í einni svipan, er SDG og BB sjá, að sjónhverfingamaðurinn er berrassaður
SDG: Ég skildi svar ráðherra sem svo að það sé ekki svigrúm hjá ríkinu til að fjármagna þessi verkefni. Borgaryfirvöld geta ekki vænst þess að fá fjármagn í borgarlínu eða að setja Miklubraut í stokk úr ríkissjóði.
BB: Fjórðungsaukning til vegamála er mikið átak, hvernig sem menn vilja líta á það. "Það mun ekki duga til að standa undir tugmilljarða verkefni eins og borgarlínan er."
Þar með hafa stórkarlalegustu kosningaloforð Dags B. Eggertssonar reynzt vera undirstöðulaus -- allt heila klabbið blásið af í tveimur ræðum, enda er fjármagn ekki til fyrir þessum ga-ga-eyðsluverkefnum og enginn vilji hjá landstjórninni til að draga ábyrgðarlausan gasprarann að landi; hann getur blaðrað á eigin ábyrgð, ekki fjármálaráðherrans né ríkissjóðs!
PS. Vinstri menn í borgarstjórn tala um, að Borgarlínan kosti 80 milljarða, en aðrir hafa spáð allt að 170 milljörðum króna. Miklubrautarstokkurinn á að kosta 21 milljarð króna, en við gerð hans mundi þurfa að beina mestallri umferð burt; met yrðu slegin í umferðarhnútum við Sæbraut, Bústaðaveg og fleiri helztu götur.
PPS. Vitaskuld tókst Fréttablaðinu í dag að þegja algerlega um þessi tíðindi frá Alþingi í gær! Þau ætla ekki að taka þátt í því að opinbera það hvernig þessi spilaborg Dags er hrunin: fótunum algerlega kippt undan tveimur helztu kosningaloforðum hans!
Jón Valur Jensson.
Sigmundur spurði Bjarna um borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12.4.2018
Íslenska þjóðfylkingin stendur sig vel í fyrstu skoðanakönnun
Að 43% Reykvíkinga eru óánægð með störf Dags borgarstjóra endurspeglast heldur betur í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu. Þannig raðast flokkarnir, eftir því hvaða flokk menn kysu, frá efstu sætum:
- Miðflokkinn (31,65%)
- Sjálfstæðisflokkinn (22,02%)
- Flokk fólksins (15,29%)
- Framsóknarflokkinn (8,87%)
- Íslensku þjóðfylkinguna (6,42%)
- Samfylkinguna (5,35%)
- Frelsisflokkinn (2,60%)
- Pírata (1,83%)
- Sósíalistaflokk Íslands (1,68%)
- Alþýðufylkinguna (1,38%)
- Höfuðborgarlistann (1.38%)
- Viðreisn (0.76%)
- Vinstri græna (0.31%)
- Húmanistaflokkinn (0.31%)
- Kvennalistann (0.15%)
Könnun þessi stóð aldrei þessu vant í tvo heila virka daga og þátttakan þeim mun meiri en ella. Spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa í borgarstjórnarkosningum ef gengið yrði til kosninga í dag?
Þetta má heita glæsileg niðurstaða í fyrstu könnun fyrir borgarstjórnarframboð Íslensku þjóðfylkingarinnar, þótt vitaskuld sé hlustenda- (og lesenda)-hópur Útvarps Sögu ekki marktækt viðmið um alla landsmenn. En eigum við ekki öll að reyna að tryggja Þjóðfylkingunni góða útkomu og a.m.k. einn mann í borgarstjórn, ef ekki tvo? Þessi flokkur hefur t.d. sérstöðu í bæði moskumálum (enga mosku hér, engin sjaríalög, enga hundraða milljóna saudi-arabíska styrki og enga sendimenn þaðan í moskur hér) og hælisleitenda- og flóttamannamálum (bein andstæða okkar í ÍÞ finnst skýrast hjá vinstri flokkunum, smellið!!).
Jón Valur Jensson.
43% óánægð með störf Dags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 23.8.2017
Fylgið hrynur af ríkisstjórninni - Flokkur fólksins, ÍÞ og Dögun með 9,7%
Íslenska þjóðfylkingin er komin upp í 1,6% í nýrri MMR-könnun, sannarlega í rétta átt!
Og ríkisstjórnin er eindregið farin að stefna á HRAP: Sjálfstæðisflokkur tapar 5% af sínu þjóðarfylgi, Björt framtíð fellur út af þingi (3,6%), ríkisstjórnin sjálf hrapar úr 34,1% niður í 27,2%!
Þótt flokkur ESB-Benedikts virðist eiga sér "viðreisnar von" með 6,0% "nú", þá er það samt ekki NÚ, heldur var könnunin gerð 15. til 18. þessa mánaðar, þá var hneykslið um ólögmætar styrkupphæðir til Viðreisnar (einkum frá auðkýfingum) á kosningaárinu enn ekki komið í ljós; en þetta svindl gaf þeim flokki yfirburði í kosningaauglýsingum, þess nýtur hann nú í þingmannafjölda, ráðherralaunum og pólitísku valdi, sem vekur þó sáralitla hrifningu kjósenda eftir á, enda nær Viðreisn ekki fylgi Flokks fólksins, sem er komið upp í 6,7%.
Já, ríkisstjórn á útleið, skyldi maður vona, enda fáir spenntir fyrir henni, rétt rúmlega fjórði hver maður!!
Sjá frétt og línurit um úrslitin hér á vefsíðu MMR!
Jón Valur Jensson.
Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20.7.2017
Áhyggjur Suðurnesjamanna vegna hælisleitenda eru ástæðan fyrir stöðugu sambandi við Útlendingastofnun vegna málsins
Frétt í Mbl. og á Mbl.is staðfestir það sem ritað var hér í gær um rán hælisleitenda á reiðhjólum í Reykjanesbæ. Formaður bæjarráðs segir ólgu hafa magnazt upp á samfélagsmiðlum vegna málsins. Lögreglunni berast allmargar kvartanir varðandi hælisleitendur á Ásbrú, staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson.
Sú ákvörðun Útlendingastofnunar að fara upp á Ásbrú [með fjölgun hælisleitenda þar] er ennfremur, að sögn Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, "gegn okkar óskum. Við höfum engin afskipti af þessum hópi, annað en það að við erum í stöðugu sambandi við Útlendingastofnun vegna þess að við höfum áhyggjur af þessu, segir Friðjón.
Hann segir mikla umræðu hafa verið á Facebook-síðu sem nefnist Reykjanesbær Gerum góðan bæ betri
en þar hafa íbúar verið að tjá sig um þjófnað og hegðan sem ekki samrýmist því sem Íslendingar eru vanir. Þessi umræða hefur ekki farið framhjá bænum. Við erum hins vegar ekki að fá mikið af beinum kvörtunum til okkar heldur finnum við fyrir þessari ólgu sem magnast upp á samfélagsmiðlum, segir Friðjón. (Mbl.is)
Íslenska þjóðfylkingin hefur lausnina á þessu máli: að hælisleitendum frá löndum, þar sem ekki er stríðsástand, verði tafarlaust vísað úr landi, innan tveggja sólarhringa. Þetta geta Norðmenn, og þetta getum við. Vandinn er sá einn, að við erum með nefbeinslausa menn í stöðum ráðamanna!
Jón Valur Jensson.
Kvarta undan þjófnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11.6.2017
Sjómannadagurinn
Í dag er sjómannadagurinn, sem hefur breyst í tímanna rás. Man ég þann tíma þar sem allir landsmenn fögnuðu með sjómönnum á þessum degi, enda sjávarútvegur og sjómennska aðal-driffjöðrin í þessu landi. Útgerðarfyrirtækin voru staðsett dreift um allt land, sköpuðu vinnu og fjölbreytt menningarlíf.
Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stórfyrirtæki hafa sópað að sér kvóta landsmanna í boði stjórnvalda, með þeim afleiðingum að einungis örfá stór sveitarfélög hafa einhvern sjávarútveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi.
Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strandveiðar sem stefnumál sitt fyrir síðustu kosningar og meinti það, enda fullmótuð aðferðafræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggðakvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu.
Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávarútveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein.
Íslenska þjóðfylkingin vill óska landsmönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf hetjur hafsins og bjargvættir landsins, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.
F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13.1.2017
Yfirgengileg áreitni Albanahóps á Suðurnesjum: kyssandi og káfandi á börnum í strætisvagni
Strákurinn minn sagði mér frá því á föstudag að 2 bekkjarsystur hans voru áreittar í strætó af útlendingum og þeir eltu þær inn í Nettó. Þar læstu þær sig hágrátandi inn á klósettinu á meðan þeir börðu á dyrnar og kölluðu á þær. Lögreglan var víst kölluð á svæðið,
segir í einni athugasemdinni á samfélagsmiðlum á Suðurnesjum, en þeir hafa logað i dag og í kvöld vegna ósæmilegrar eða kynferðislegrar hegðunar nokkurra manna í strætisvagni þar. Haft er eftir bílstjóra strætisvagnsins að mennirnir séu frá Albaníu og séu hælisleitendur sem búi í Reykjanesbæ. (Víkurfréttir segja frá: Áreittu börn í strætó og gerðu aðsúg að lögreglu.)
Samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í a.m.k. tveimur lokuðum hópum hjá íbúum Reykjanesbæjar hringdu börn úr strætisvagninum í Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar lögreglu eftir að erlendir karlmenn voru að áreita börnin. Eru þeir sagðir hafa bæði kysst og þuklað á börnum í strætisvagninum. (Víkurfréttir.)
Greinilega er hér um þráláta áreitni að ræða sem tekin er alvarlega af lögreglu, sem þó er of fáliðuð til að ráða við ástandið nema með ýtrustu aðgerðum:
Ástandið er sannarlega mjög alvarlegt:
Hvenær ætlar yfirvöldum hér að skiljast, að þeim ber umsvifalaust að stemma stigu við frekari innflutningi hælisleitenda frá Albaníu og Makedóníu í stað þess að vista hér um 700 manns á dýrum hótelum, þar sem meirihlutinn er frá þessum löndum og þar í heilu gengin af yfirtroðslulýð gegn saklausum bæjarbúum í yngstu aldursflokkum?
Aðsúgur gerður að lögreglu
Grípum enn niður í umræðum fólks á samfélagsmiðlunum:
JVJ.
Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)