Íslenska þjóðfylkingin stendur sig vel í fyrstu skoðanakönnun

Að 43% Reykvíkinga eru óánægð með störf Dags borgar­stjóra endur­speglast heldur betur í skoðana­könnun á vef Útvarps Sögu. Þannig raðast flokk­arnir, eftir því hvaða flokk menn kysu, frá efstu sætum:

  1. Miðflokkinn  (31,65%)
  2. Sjálfstæðisflokkinn (22,02%)
  3. Flokk fólksins (15,29%)
  4. Framsóknarflokkinn (8,87%)
  5. Íslensku þjóðfylkinguna (6,42%)
  6. Samfylkinguna (5,35%)
  7. Frelsisflokkinn (2,60%)
  8. Pírata (1,83%)
  9. Sósíalistaflokk Íslands (1,68%)
  10. Alþýðufylkinguna (1,38%)
  11. Höfuðborgarlistann (1.38%)
  12. Viðreisn (0.76%)
  13. Vinstri græna (0.31%)
  14. Húmanistaflokkinn (0.31%)
  15. Kvennalistann (0.15%)

Könnun þessi stóð aldrei þessu vant í tvo heila virka daga og þátt­takan þeim mun meiri en ella. Spurt var: Hvaða flokk myndir þú kjósa í borgarstjórnar­kosningum ef gengið yrði til kosninga í dag?

Þetta má heita glæsileg niðurstaða í fyrstu könnun fyrir borgar­stjórnar­framboð Íslensku þjóðfylk­ingar­innar, þótt vitaskuld sé hlustenda- (og lesenda)-hópur Útvarps Sögu ekki marktækt viðmið um alla landsmenn. En eigum við ekki öll að reyna að tryggja Þjóðfylkingunni góða útkomu og a.m.k. einn mann í borgarstjórn, ef ekki tvo? Þessi flokkur hefur t.d. sérstöðu í bæði moskumálum (enga mosku hér, engin sjaríalög, enga hundraða milljóna saudi-arabíska styrki og enga sendimenn þaðan í moskur hér) og hælisleitenda- og flóttamannamálum (bein andstæða okkar í ÍÞ finnst skýrast hjá vinstri flokkunum, smellið!!).

Jón Valur Jensson.


mbl.is 43% óánægð með störf Dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski bara einfaldast að takmarka kosningarétt við hlustendur þessa ágæta útvarps? Þá munu skoðanakannanirnar loks fara að standast!

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2018 kl. 14:53

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Ekki þarftu að hafa áhyggjur af þessu, Þorsteinn minn, þetta á allt eftir að koma í ljós seinna, þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Á meðan megum við vita, að þetta er flokkurinn sem óhvikull þorir að tala gegn mosku-meðvirkni vinstri flokkanna (og ekki er XD með bein í nefinu í því efni). Eins er þetta flokkurinn sem hafnar nýju útlendingalögunum og margir sammála honum í þessum málum.

Íslenska þjóðfylkingin, 12.4.2018 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband