Logi Einarsson kveðst geta hugsað sér að vinna með Flokki fólksins, en skrökvar, að Samfylkingin eigi samleið með FF að vilja vinna fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Í málefnum flóttamanna og hælisleitenda væri hins vegar stefna Flokks fólksins "glannaleg". Forsenda samstarfs væri að horfið yrði frá þeirri stefnu hans, segir Logi:
En mér finnst þau hafa talað dálítið glannalega um flóttamenn og hælisleitendur en við skulum bara sjá hvort það fari ekki bara að víkja af þeirra stefnuskrá, segir hann í Mbl.is-viðtali.
Því verður ekki trúað að óreyndu, að Inga Sæland og félagar fari að selja sannfæringu sína í innflytjendamálum fyrir ráðherrastóla. Það myndi sízt hjálpa þeim flokki í næstu kosningum. Margir, sem stutt hafa Íslensku þjóðfylkinguna, kusu flokk fólksins í kosningunum 28. okt. sl. Hvorugur flokkurinn byggir á kynþáttahatri eða útlendingaandúð, en halda sig við þá grunnstefnu stjórnarskrárinnar (76. gr.), að þeir, sem geta gert kröfu til félagslegrar og heilbrigðis-aðstoðar, auk framfærslu, þegar þörf krefur, eru fyrst og fremst íslenzkir ríkisborgarar, aðrir ekki, meðan þessir hafa ekki fengið nauðsynlega þjónustu.
Pétur D. (Aztec) ritar hér á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar:
Þegar Logi fullyrðir, að Samfylkingin "eigi samleið með flokknum þegar kæmi að þeim sem minna mættu sín í þjóðfélaginu", þá er það lygi.
Þegar Samfylkingin leiddi ógæfustjórnina 2009-2013, þá gaf þessi flokkur skít í alþýðuna, láglaunafólk og öryrkja. Það eina sem flokkurinn hamaðist við að gera var að viðhalda kreppunni, koma minna efnuðu fólki með íbúðalán á kúpuna og troða landinu inn í Fjórða ríkið, meðan litli bróðir (VG) hlóð undir hrægammana og hýenurnar.
Já, það er oft þörf á að tala með tveim hrútshornum inn í flokkaumræðuna á Íslandi. Og Flokkur fólksins má ekki gleyma því, hvert umboð hans er: það er EKKI til að framkvæma hrapallega stefnu vinstri flokkanna í útlendingamálum, heldur þvert á móti að vinna fyrir íslenzkt alþýðufólk.
Jón Valur Jensson.