Færsluflokkur: Kjaramál
Fimmtudagur, 22.6.2017
Gegn SALEK og TISA
Íslenska þjóðfylkingin mun berjast gegn SALEK-samkomulaginu, sem mun taka verkfallsrétt af verkafólki, eins og formaður verkalýðshreyfingarinnar á Akranesi hefur margoft bent á. Einnig munum við berjast af alefli gegn TISA-samkomulaginu, sem mun færa ákvörðunarrétt undir alræðisvald stórfyrirtækja og auðhringa. Þessu tvennu ætla alþingismenn að lauma inn í skjóli nætur eins og útlendingalöggjöfinni. Við segjum nei! Svona ákvarðanir eiga að takast af þjóðinni, en ekki misvitrum alþingismönnum.
Láttu ekki aðra segja þér fyrir verkum, taktu sjálfstæða afstöðu. Staðreyndir tala sínu máli.
Þetta er úr viðauka á dreifiblaði með stefnuskrá ÍÞ frá í haust.
Kjaramál | Breytt 23.6.2017 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16.6.2017
Kostulegir vinstri menn
Eftirfarandi birtist á mbl.is 16.6.:
Ef horft er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna hafði síst heimsótt Costco eða 29% en stuðningsfólk Samfylkingarinnar var aftur á móti líklegast til að ætla ekki að fara í Costco eða 13%. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar llíklegastir til að kjósa Costco, en 95% þeirra hafa annaðhvort komið í verslunina eða ætla að fara þangað við tækifæri.
Er þetta ekki lýsandi dæmi um ofstopahneigð vinstra fólks, þeirra sem kalla sig félagshyggjufólk og líberalista. Þetta fólk er gjarnan andstætt frjálsum atvinnurekstri og finnur sér nú einhverja hugmyndafræðilega ástæðu til þess að líka ekki við valkostinn og þá vöruúrvalið og verðið sem Costco býður upp á. Hvort skyldi ráða meiru hatur þessa fólks á Bandaríkjunum vegna þess að þau eru gamalgróið lýðræðisríki og hafa oftar en önnur staðið vörð gegn heimsvaldastefnu og kúgun sósíalistaríkjanna eða er það kannske vegna þess að hér er um einhvers konar menningarsnobb að ræða? Það væri þeim líkt. Vinstra fólk telur sig ævinlega yfir aðra hafið og vita allt best og umhygggjan fyrir hag alþýðunnar víkur ætíð fyrir öfgunum.
Kjartan Örn Kjartansson.
Höfundur er öryrki og eldri borgari og á sæti í flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.
![]() |
43% Íslendinga hafa farið í Costco |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.5.2017
Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar í tilefni 1. maí
Ástæða er til að taka undir þessi vel völdu orð og kröftugan boðskap Guðmundar Þorleifssonar:
Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.
1. maí er og á að vera hugleikinn öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr., þau verði skattlaus og skerðingar krónu á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.
Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhræddir við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.
Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.
Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausra úrbóta á lóðaskorti sveitarfélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kostnaðarverði. Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.
Guðmundur Karl Þorleifsson.
![]() |
Misskipting leiðir til harðnandi átaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 4.5.2017 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30.4.2017
Dagur verkalýðsins, 1. maí. Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.
1. maí er og á að vera hugleikinn öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr., þau verði skattlaus og skerðingar krónu á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.
Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhræddir við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.
Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.
Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausra úrbóta á lóðaskorti sveitarfélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kostnaðarverði. Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.
Guðmundur Karl Þorleifsson.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16.3.2017
Gylfi Arnbjörnsson: persona non grata?
Athygli vekur, að sigurvegarinn í formennskukjöri í VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afþakkar sæti í miðstjórn ASÍ, meðan Gylfi Arnbjörnsson er þar forseti. Hvöss svör Gylfa í Sjónvarpi skiljast vel af hans eigin hag!
Ekki þarf að gera manninn útlægan, þótt eflaust myndi hann una sínum hag vel í Brussel. En lítum á þessi atriði, sem sýna, að það er löngu kominn tími til að hann sleppi sínu tangarhaldi á verkalýðshreyfingunni eða verði sviptur völdum:
- Þessi hagfræðingur er á forstjóra-ofurlaunum sem forseti ASÍ - sennilega með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði. Hvernig getur slíkur maður borið ærlegt skynbragð á kjör fólks, sem jafnvel þarf að framfleyta sér á um eða undir 200.000 kr. á mánuði eftir skatta? Ólíkt Gylfa var eitt fyrsta verk Ragnars Þórs að lækka eigin formannslaun í VR um 300.000 kr. á mánuði.
- Gylfi er virkur baráttumaður, á sínum vettvangi með margvíslegum hætti, fyrir innlimun Íslands í erlent stórveldi, Evrópusambandið. Í þessu skyni er ýtt undir það innan varkalýðshreyfingarinnar að senda menn í löngum röðum í Brusselferðir, með miklum dagpeningum, glæsi-uppihaldi og fríðindum, eins og m.a. Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, hefur upplýst um í afar fróðlegri Fréttablaðsgrein, en allt slíkt stuðlar að því að veikja viðnámsþrótt þeirra fulltrúa verkalýðsfélaganna, sem fara í slíkar ferðir, og má kenna þetta við mútustarfsemi á vegum stórveldis, en hér með þegjandi samþykki og samvinnu verkalýðsforingja undir forystu ESB-mannsins Gylfa Arnbjörnssonar.
- Í takt við sína undirgefnisafstöðu gagnvart Evrópusambandinu tók hagfræðingurinn Gylfi Arnbjörnsson afstöðu GEGN ÞJÓÐARHAG og GEGN LAGALEGUM RÉTTI ÍSLENDINGA í Icesave-málinu, sbr. hér á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn icesave: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
- Ragnar Þór segir að fenginni reynslu, að honum hafi þótt forseti ASÍ ekki vera í neinu sambandi við vilja fólksins í landinu og sá grunur hafi reynzt vera réttur. "Ég bauð mig fram á móti honum og hef gert það þrisvar sinnum, til þess að sýna almenningi í landinu hversu mikils stuðnings hann nýtur á meðal þessa þrönga hóps sem er valinn inn á þing sambandsins.
- Gylfi Arnbjörnsson er einn þeirra sem bera höfuðábyrgð á ólýðræðislegu kosningakerfi til stjórna verkalýðsfélaga og til bæði Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóðanna. Afar þunglamalegt kosningakerfi, með miklum kröfum um fulla lista og fjölda meðmælenda, gera sjálfsprottin framboð nær óhugsandi, og tilgangurinn virðist vera að varðveita hagsmunastöðu valdaklíku, sem hefur komið sér vel fyrir innan samtakanna, og jafnvel misnotkun þeirra til hálauna og bitlinga.
- Þá ber Gylfi einnig ábyrgð á því að hafa ekkert gert til að losa um tök atvinnurekenda á þeirri eign verkafólks, sem geymd er í lífeyrissjóðum landsins. Með setu margra foringja verkalýðsfélaganna í stjórnum lífeyrissjóða fá þeir ekki aðeins tækifæri til að smyrja ofan á laun sín, heldur eru einnig komnir í samkrull við atvinnurekendur, eru á fundum með þeim og að njóta lífsins með þeim í fríum sínum, þess vegna í utanlandsferðum og í dýrum laxveiðiám.
- Ekki hafa Gylfi og félagar tekið við sér, þegar Ragnar Þór og samherjar hans hafa lagt til, að lífeyrissjóðirnir komi að lausn húsnæðismála almennings með beinum hætti, t.a.m. með því að "leggja fjármagn í uppbyggingu leigufélaga og byggingu íbúða sem seldar væru á kostnaðarverði eða með hóflegri álagningu," eins og Ragnar gerir tillögu um. "Hann vill ennfremur að lögum verði breytt þannig að slík samfélagsverkefni væru ekki háð arðsemiskröfu." (Mbl.is) Ég er ekki að leggja það til að lífeyrissjóðirnir hendi peningum í einhver gæluverkefni þar sem þeir muni tapast að öllu leyti. Ég er eingöngu að tala um að sjóðirnir komi með þolinmótt fjármagn tímabundið inn í slík verkefni sem væru ekki hagnaðardrifin og breyta þeim síðan yfir í samvinnufélög með tíð og tíma og sjóðirnir fengju þá sitt fjármagn til baka, segir hinn skynsami og sanngjarni Ragnar Þór.
- Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson vanrækt einn al-erfiðasta kjaramálaþátt alþýðu: vaxta- og verðtryggingarmálin -- tekur hvorki undir kröfur um afnám verðtryggngar né um lækkun stýrivaxta og íbúðalánavaxta. (Krafa Þjóðfylkingarinnar er þar um afnám verðtryggingar, en ella um 2% vaxtaþak á íbúðalán. Af 15 millj. kr. láni hjá Íbúðalánasjóði myndi þessi lækkun úr 5% verðtryggðum vöxtum í 2% verðtryggða vexti þýða lækkun vaxtanna úr 48.719 kr. á mán. í 19.488 kr. Sparnaðurinn af því eina láni yrði þannig hátt í 30.000 kr. á mánuði! Fjölskyldur munar um minna! En gegn slíkri lækkun standa hinir eilífu augnakarlar: Már Guðmundsson og Gylfi Arnbjörnsson!) -- Ragnar Þór segir, að ítrekað hafi verið reynt að fá ályktanir samþykktar á þingum ASÍ um afnám verðtryggingar, en þær hafi verið útþynntar af ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni innan sambandsins.
- Stefna þeirra í þessum málum hefur verið að leysa lána- og vaxtamálin með því að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru, segir Ragnar Þór í þessu sambandi. "En launafólk og almenningur í landinu á ekki að þurfa að hafa byssustinginn í bakinu. Við eigum að geta tekið slíka ákvörðun með upplýstum hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launafólki því við getum gert miklu betur."
- Ragnar vísar þar til margítrekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Samfylkingarinnar að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu af lánum nema með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Ragnar tekur fram að hann hafi ekki tekið afstöðu til Evrópusambandsins sjálfur en hann telji rangt að stilla launafólki upp við vegg með þessum hætti.
- Þarna er um að ræða margítrekaða stefnu bæði Samfylkingarinnar og ASÍ og þar á milli eru mikil tengsl. Þannig að maður hlýtur að draga þá ályktun að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylgis við þessa risastóru pólitísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er bara allt önnur umræða. (Mbl.is)
Af síðustu klausunum hér má ráða, að Gylfi Arnbjörnsson hafi beitt sér fyrir vagn Samfylkingarinnar í þessum ESB-málum, en trúlega á hann einnig sína tengla sjálfur í Brussel.
Það er fagnaðarefni, að sjálfstætt hugsandi verkalýðsforingi, nefndur Ragnar, mikill grasrótarmaður, hefur tekið við formennsku í stærsta verkalýðsfélagi landsins og bætist þar í hóp ágætra hugsjónamanna eins og Vilhjálms Birgissonar á Akranesi og Aðalsteins Baldurssonar á Húsavík.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 17.3.2017 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 19.2.2017
Íslendingar annars flokks borgarar í eigin landi?
Íslenska þjóðfylkingin mótmælir harðlega nýlegum samning sem velferðarráðherra og Rauði krossinn undirrituðu nýlega vegna hælisleitenda. Svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn gefi enn eina ferðina eigin löndum sem eiga um sárt að binda og líða skort í þessu þjóðfélagi langt nef. Í flestum ef ekki öllum stærstu bæjarfélögum á Íslandi eru biðlistar eftir húsnæði í félagslega kerfinu, eldra fólk á í erfiðleikum með að leysa út lyf og margir eiga ekki rétt á ókeypis læknisþjónustu.
Það er undarlegt hvað stjórnmálamenn allra flokka á Alþingi virðast fúsir til að láta allt til fólks sem aldrei hefur búið hér, hefur ekki kosningarétt hér og borgar ekki skatta hér. En þeir sem byggðu upp þetta samfélag virðast orðnir annars flokks borgarar í þeirra augum og mega margir hverjir lepja dauðann úr skel.
Íslenska þjóðfylkingin mótmælir því að hér á enn frekar að opna landamærin upp á gátt og flokkurinn heitir því að gera ótímabundið hlé á móttöku flóttamanna og hælisleitenda til landsins og herða lög í þessum málaflokki, meðal annars með því að taka upp svo kallaða 48 tíma reglu sem gefist hefur vel í Noregi.
Flokkurinn bendir á að stjórnmálamenn virðast algjörlega hafa misst tökin á ástandinu í ljósi þess að kostnaður á ári við hælisleitendur sem búa á hótelum, á kostnað skattgreiðenda, er um 800 milljónir á ári og er þá annar kostnaður ótalinn. Á sama tíma segja ráðmenn að ekki sé til fé til þess að endurnýja skanna á Landspítalanum fyrir svipaða upphæð og þeir eru þó tilbúnir til að eyða í hælisleitendur á hótelum. Á sama tíma berast okkur fréttir af því að á biðlista í Reykjavík eftir félagslegu húsnæði séu 900 Íslendingar.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að sameiginlegu sjóðum okkar allra sé varið til þess að útvega Íslendingum sem þess þurfa húsaskjól og aðra mannúðaraðstoð svo sem læknisþjónustu og þess háttar.
Helgi Helgason.
![]() |
Hér munum við ekki trumpast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15.2.2017
Ágeng spurning til Þorgerðar Katrínar: Hve mörgum milljörðum tapar ríkið og samfélagið á sjómannaverkfallinu?
Í Rúv kl.17 segir hún m.a.:
Það er líka algjörlega skýrt af minni hálfu að mér finnst algjörlega ófært fyrir hönd stjórnvalda eða ríkisvaldsins að það séu þriðju aðilar úti í bæ sem skuldbinda ríkið, skattgreiðendur þessa lands, upp á mörg hundruð milljónir króna án þess að tala við það. Þess vegna er gott að menn ræði saman núna, þegar menn vonandi eru að fara að ná saman með samningum. Ríkinu verður ekki stillt upp við vegg í þessari deilu.
En ríkið skuldbatt sjómenn, með lögum á þá, til að taka þátt í kostnaði útgerða, án þess að neitt hafi komið á móti -- ekki að útgerðin borgi dýra vinnugalla þeirra eða fæði fjarri heimahöfn.
Svo kokhraust er Þorgerður, þegar hún heldur þó á fund deiluaðila nú síðdegis, að hún telur þetta tímabær og nauðsynleg orð í sama Rúv-viðtali, sem eru þó einfaldlega eins og olía á eldinn hjá sjómönnum:
Þorgerður Katrín segir að afnám sjómannaafsláttar 2009 hafi verið rétt skref í átt að einföldun skattkerfisins.
Það er nefnilega það! Var greinilega ekki frambjóðandi sjómanna haustið 2016!
Svo er RÚVið mjög lélegt í því að láta það ekki koma skýrt í ljós, að á móti tilboði sjómanna í gær hefur EKKERT komið frá útgerðarmönnum, og Heiðrún Lind, þessi annars bráðgáfaða unga kona, getur ekki með neinu móti falið þá staðreynd með léttvægum orðum sínum, sem hún er þó látin komast upp með vegna "óágengni" fréttamanna gagnvart henni. Gaman var samt að heyra þessa frjálshyggjukonu fara hopandi undan vegna sjómannafsláttarins (sem Íslenska þjóðfylkingin berst fyrir, einn flokka), en svo gat hún heldur ekki gert það af neinni styrkri sannfæringu eða með vilja til að fylgja því eftir. En bara það, að hún hafði orð á þessu, æsti upp útgerðarmanna-vinkonuna Þorgerði Katrínu til hennar herskáau ummæla í dag!
Já, Þorgerður, HVE MÖRGUM HUNDRUÐUM EÐA ÞÚSUNDUM MILLJÓNA höfum við tapað nú þegar, í formi gjaldeyris- og skattataps, vegna þessa verkfalls og vegna ótrúlegrar þrjózku Bjarna Ben. og þinnar í málinu?!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ráðherra fundar með deiluaðilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3.1.2017
Hvað er verið að bjóða láglaunafólki upp á?
Enn heldur leiguokrið áfram, 77 fm íbúðir í Skipholti m/húsgögnum eru nú auglýstar á 340.000 kr. á mán.!
Misskipting launa blasir við af orðum Vilhjálms verkalýðsleiðtoga á Akranesi: Af 1287 milljarða vinnutekjum á Íslandi fá 20% launamanna helminginn, en 80% launamanna fá jafnmikið í sinn hlut!?
Meðal þessara 20% er örugglega fjöldi ríkisstarfsmanna, sem "breiðu bökin" fá svo að standa undir með sínum opinberu gjöldum!
Slíkt misrétti ber að leiðrétta.
Íslenska þjóðfylkingin boðar "hækkun persónuafsláttar og að skattleysismörk verði 300 þúsund. Tekjutengingar aldraðra, öryrkja og námsmanna verði afnumdar. Heilbrigðisþjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi."
* Þetta kom fram í viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Vilhjálm Birgisson í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í dag; viðtalið verður endurtekið þar seinna í kvöld. Sjá nánar um viðtalið hér á vef Útvarps Sögu: Húsnæðisverðið er orðið ein hringavitleysa, með mynd (og tengill þar inn á hljóðskrá).
Jón Valur Jensson.
![]() |
Leigja 2 herbergja íbúðir á 340 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 30.8.2017 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16.11.2016
Aðeins í áttina í stað glataðs sjómannaafsláttar
Vonir eru bundnar við að ákveðin skattfríðindi fáist hjá ríkinu vegna fæðispeninga sjómanna, sem þeir greiða raunar sjálfir, og tengist þessi áherzla sjómanna þeim kjarasamningum sem hafa staðið yfir og hlotið víðast samþykki nema á Vestfjörðum.
Gætu þessi skattfríðindi numið einum og hálfum milljarði króna.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð að því að afnema sjómannaafsláttinn, er komið var fram á þessa öld, í tíð Geirs Haarde, en vel fer á því, að núverandi fjármálaráðherra snúi þeirri öfugþróun við.
Flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar markaði þá stefnu fyrir kosningarnar, að taka beri upp 6% afslátt af tekjuskatti sjómanna. Um það mál segir hér í fyrri grein 11. okt. sl.:
Sumir hafa mælt gegn sjómanna-afslætti sem "mismunun", sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu eftir ráðningu sína fyrr en þeir hafa tryggt sér (oft) milljónatuga-starfslokasamninga!
En enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins án þess að nýta samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir, þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar viðurkenningu.
Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum, og það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins til að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og þeim tæknibúnaði, sem þar er þörf á, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður mun líflegra að líta til athafnalífs við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildirnar hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Skattfríðindi metin á 1,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14.10.2016
Íslenska þjóðfylkingin getur enn keyrt áfram á fullum hraða inn í kosningabaráttuna
Engin ástæða er til að láta hugfallast þótt einstaklingar hlaupist undan merkjum. Þeim, sem standa að framboðslistum flokksins, ber siðferðisleg skylda gagnvart meðmælendum sínum og frambjóðendum til að afhenda yfirkjörstjórnum sín framboðsgögn og innsigla þar með formlegt framboð sitt, en það hefur engin stofnun flokksins, hvorki kjördæmaráðin né flokksstjórnin, dregið til baka, þótt nokkrir meðal leiðandi manna hafi af óskiljanlegum ástæðum kastað frá sér gullnu tækifæri til að taka þátt í meiri háttar glæsilegri innkomu þessa stjórnmálaafls inn á hið pólitíska svið, þ.m.t. inn á löggjafarþing Íslendinga.
Róðurinn verður að sönnu þyngri með fráhvarfi svo sterks manns sem Gunnlaugs Ingvarssonar, eins vinnusamasta og mesta aktívista flokksins, manns sem þar að auki á sér nánast engan sinn líka í mælsku og rökfestu í sambandi við innflytjendamál (sbr. hér).
En við látum engan bilbug á okkur finna, hugsjónir okkar eru ekki bundnar við nokkra einstaklinga eða öfluga menn sem móti framvindu sögunnar, heldur samvinnuafl samhuga liðsmanna, sem í trúmennsku við hugsjónir sínar og af þjónustulund við heill og hag landsins halda ótrauðir áfram baráttunni.
Þessi hugsjónamál eru fjarri því að vera bundin við innflytjendamál, því að snöggtum þungvægara málefni er fullveldi þjóðarinnar, sjálfstæði okkar gagnvart erlendum ríkjablokkum, velferð alþýðu til sjávar, sveita og þéttbýlis, réttlæti fyrir fólk sem hefur skilað sínu lífsverki á vinnumarkaðnum, sem og fyrir stétt sjálfstæðra sjómanna, lýðræðisvæðing bæði lífeyrissjóða og sjávarútvegsins, sem felur í sér endurreist frelsi hins vinnandi manns til athafna sinna og framlags í þágu síns samfélags og átthaga.
Síðustu forvöð til að skila meðmælenda- og frambjóðendalistum ÍÞ til skrifstofu flokksins, Dalshrauni 5, Hafnarfirði, eru í dag, föstudag 14., kl. 11.30, en þeim ber að skila fyrir kl. 12 á hádegi í Ráðhús Reykjavíkur vegna kjördæmanna þar og í öðrum kjördæmum til yfirkjörstjórna á Akureyri og víðar samkvæmt auglýsingum þeirra. Hafi einhverjir slíka lista enn undir höndum, með hve mörgum eða fáum nöfnum sem er, er skorað á þá að hafa strax samband við skrifstofu flokksins í síma 789-6223.
Jón Valur Jensson.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)