Nú fer að líða að kosningum aftur og ekki ár liðið frá síðustu alþingiskosningum. Nú sem aldrei fyrr er þörf á stjórnmálaflokki sem tekur á baráttumálum sínum af festu og er ekki eins og margir hinna flokkanna sem fara í kringum mikilvæg málefni eins og köttur í kringum heitan graut.
Nú er rétti tíminn til að gera upp hug sinn og velja þann stjórnmálaflokk sem þér finnst líklegastur til þess að standa vörð um hag og velferð þjóðarinnar. Einn er sá flokkur sem bauð fyrst fram í síðustu kosningum en það er Íslenska þjóðfylkingin. Hefur þú, hinn almenni kjósandi, velt fyrir þér að allt það sem Íslenska þjóðfylkingin varaði við, fyrir síðustu kosningar, er varðaði útlendingalöggjöfina, hefur komið fram, þrátt fyrir að kjörtímabilið yrði ekki nema eitt ár? Þetta má segja að hafi fengið staðfestingu í orðum Bjarna forsætisráðherra á hádegisfundi hans með SES í Valhöll hinn 13. þessa mánaðar.
Hverjum er betur treystandi en frambjóðendum Íslensku þjóðfylkingarinnar til að standa vörð um velferð þjóðarinnar, menningu og siðferði? Hér fyrir neðan gefur að líta stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar eins og hún kemur fyrir á heimasíðu flokksins.
Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um velferðakerfið, sjálfstæði Íslands og íslenska menningu.
Grunnstefna flokksins er: Einstaklingsfrelsi, að auka beint lýðræði, takmörkun ríkisafskipta, gegnsær ríkisrekstur, náttúruvernd og haftalaus milliríkjaviðskipti.
Íslenska þjóðfylkingin beitir sér fyrir auknu jafnvægi í byggðum landsins, málefnum fjölskyldna og heimila. Að efla smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru hornsteinar samfélagsins. Málefni öryrkja og aldraðra verði í öndvegi og að vinna gegn fátækt á Íslandi.
Öryggismál
Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti.
Skattleysismörk
Íslenska þjóðfylkingin vill hækkun persónuafsláttar þannig að skattleysismörk verði 300 þúsund. Tekjutengingar aldraðra, öryrkja og námsmanna verði afnumdar.
Fjármálafyrirtæki
Reglur um fjármálafyrirtæki verði stórhertar. Tekið verði af hörku á spillingu og fjármálamisferli. Bankar fái ekki að búa til peninga (þjóðpeningakerfi). Aðskilja skal fjárfestinga- og viðskiptabanka.
Landsvirkjun
Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og að ekki verði lagður rafstrengur úr landi.
Sjávarútvegsmál
Þjóðfylkingin vill endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum
Aukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.
Íslenska þjóðfylkingin vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslendinga í öryggis- og varnarmálum.
Lífeyrissjóðakerfið
Lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað í heild sinni.
Skuldaleiðrétting
Íslenska þjóðfylkingin vill almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána og afnema verðtryggingu.
Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisþjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi.
Ríkiseignir
Íslenska þjóðfylkingin vill opið og gagnsætt ferli ef kemur að sölu ríkiseigna.
Innflytjendamál
Íslenska þjóðfylkingin vill herta innflytjendalöggjöf og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Íslenska þjóðfylkingin hafnar sjaría-lögum og vill að búrkur, starfsemi moska og kóranskóla verði bönnuð á Íslandi.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar skólahaldi íslamista á Íslandi. Þjóðfylkingin vill styðja þá innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi.
Evrópusambandið
Íslenska þjóðfylkingin hafnar alfarið aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Schengen og EES
Íslenska þjóðfylkingin vill Ísland úr Schengen án tafar
Íslenska þjóðfylkingin vill úrsögn úr Evrópska efnahagssvæðinu og styður tvíhliða viðskiptasamning við Evrópusambandið.
Stjórnarskrá
Íslenska þjóðfylkingin vill þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál sem varða þjóðarheill og stjórnlagadómstól í núverandi stjórnarskrá sem ÍÞ styður.
Trúmál og siðræn viðhorf
Íslenska þjóðfylkingin styður kristin gildi og viðhorf.
Íslenska þjóðfylkingin virðir trúfrelsi en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá.
Landbúnaður
Íslenska þjóðfylkingin styður íslenskan landbúnað. Íslenskir bústofnar verði varðveittir.
Alþjóðasamstarf
Íslenska þjóðfylkingin styður aðild Íslands að NATO, EFTA og alþjóðlegu samstarfi.
Steindór Sigursteinsson tók saman.
Það er nýnæmi í því að Rauði krossinn sé kominn á kaf í pólitík og flokkpólitískan áróður í miðri kosningabaráttu. Hélt að þeirra styrkur hafi hingað til falist í hlutleysi. Það sé jafnvel grundvöllur samtakanna.