Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017
Þriðjudagur, 31.1.2017
Hræsnin er algjör
Birgir Loftsson deildi myndbandi frá NumbersUSA.
Hér er Bill Clinton að bölsótast út í ólöglega innflytjendur. Ekki er þetta gervifrétt (fake news). Obama lokaði sjálfur á hættulega innflytjendur árið 2011 í hálft ár.
Frakkar, með Hollande Frakklandsforseta í broddi fylkingar, hóta sjálfir Evrópusambandinu, að ef það gerir ekki svo vel að passa ytri landamæri bandalagsins betur, þá muni hann/þeir senda herinn til að verja landamæri landsins.
Merkel varð sjálf að loka landamærahliði Þýskalands enda var innflutningurinn á hælisleitendum orðinn gjörsamlega stjórnlaus og ógnaði innra öryggi ríkisins...
Evrópusambandið segist í dag taka á móti flóttafólki opnum örmum en í reykfylltum herbergjum semja þeir við Tyrki með mútum (milljarða framlögum) um að þeir loki landamærunum og það er öll mannúðin hjá þeim.
Guðni forseti kyssti sýrlensk börn í dag en sagði um leið að Íslendingar gætu ekki borið ábyrgð á né tekið við öllum flóttamönnum í heiminum (gáfuleg ályktun).
Mexíkóar, sem grenja yfir að geta ekki yfirfyllt Bandaríkin af eiturlyfum og glæpagengjum, hafa sjálfir skellt bakdyrum sínum í lás við landamæri Guatemala með girðingum sem Trump gæti verið stoltur af og beita Suður-Ameríkubúa, sem reyna að fara þar í gegnum, grófum mannréttindabrotum. Það er greinilegt að það er ekki sama hver gerir hlutina.
Stjórnmálaelítan í Evrópu er að fara á límingum vegna þess að þarna sér hún í fyrsta skipti stjórnmálamann sem framkvæmir kosningaloforð sem hún gerir ekki né starfar í þágu kjósenda. Hún segir að hann sé óútreiknanlegur en það er hann ekki. Hann stendur við hvert einasta kosningaloforð sem hann hefur sagst ætla að efna.
Þetta er því einfalt, Mexíkó borgar fyrir múrinn með sköttum, BNA gerir tvíhliða samninga við ríki heims í stað fjölþjóðasamninga og er hagstæðara fyrir alla aðila enda Dow Jones-vísitalan á rífandi uppleið og atvinnulífið býst við efnahagsuppsveiflu. BNA eiga marga bandamenn, eins og Ástrala og fleiri sem fjölmiðlar passa sig á að minnast ekki á; stuðningsyfirlýsingar margra þjóða við stefnu Trumps. Kastið steininum, þér sem eruð syndlaus... allir að passa upp á eigin hagsmuni.
Hlýðið eða látið ykkur hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bandaríki Ameríku | Breytt s.d. kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 30.1.2017
Mál var að linnti aðförinni að Pétri Gunnlaugssyni
Fagna ber úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá dómi málshöfðun gegn Pétri Gunnlaugssyni, hdl. og útvarpsmanni á Útvarpi Sögu, fyrir [meinta] hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Óska má Pétri til hamingju með niðurstöðuna, einnig Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., verjanda hans.
Fráleitur var allur þessi málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins og þeirra sem að baki þessu stóðu, en það voru annars vegar "lögreglufulltrúi hatursglæpa", Eyrún Eyþórsdóttir, fv. varaþingmaður Vinstri grænna, og stjórn Samtakanna 78 og lögfræðingur þeirra, hin lítt reynda Björg Valgeirsdóttir.
Vel mælt og víslega hugsuð orð á Ragnhildur Kolka um þetta mál í dag á skorinorðri vefsíðu Páls Vilhjálmssonar:
Nákvæmlega. Lögreglan hefur verið fjársvelt, eins og líka Landhelgisgæzlan (sbr. einnig hér), í mörg undanfarin ár, svo að til skammar og stórskaða hefur verið. Mál er að linni, að eytt sé stórfé úr ríkissjóði í pólitísk gæluverkefni, sem virðast ekki hafa annan tilgang en að hefta eðlilegt tjáningarfrelsi.
Jón Valur Jensson.
Máli Péturs á Útvarpi Sögu vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28.1.2017
Sjálfstæðisflokkur vill deila og drottna
Það hyggst hann gera í Reykjavík með því að hindra að aðrir en Fjórflokkurinn og Píratar komi mönnum að í borgarstjórn; við það gengur honum betur með því að þvert gegn lögum verði borgarfulltrúum ekki fjölgað úr 15 við næstu kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn, öllu heldur ráðandi öfl þar á bæ, hugsa jafnan fyrst um flokkshag fremur en um lýðræðislegan valkost manna. Þetta átti sér ekki aðeins stað í aflandsskýrslumálinu í sept.-okt. sl., heldur einnig í þessu máli. Eftir að bæði borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks hafa kvabbað yfir þessari eðlilegu, með lögum ákveðnu fjölgun borgarfulltrúa, stígur nú fram Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem ætlar að "leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að skylda Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verði afnumin." En af hverju á að undanþiggja eitt sveitarfélag öðrum fremur lagaskyldu, hr. ráðherra? Valhallar vegna, svo að hún fái meira tækifæri til að deila og drottna? En þetta er eini flokkurinn sem á færi á því að ná meirihluta borgarfulltrúa í krafti minnihluta atkvæða, með því kerfi sem viðgengizt hefur.
En með fjölgun fulltrúanna í 23 býðst smærri flokkum, jafnvel nýjum og fjárvana, tækifæri til að ná kjöri síns fyrsta borgarfulltrúa í krafti 4 til 4,3% atkvæða. Og það er sannarlega kominn tími til að fleiri raddir og sjónarmið heyrist í borgarstjórn heldur en hingað til. Vinstri menn hafa stjórnað þar afleitlega, fara illa með fé borgarbúa, gatnakerfið, leikskólana, grunnskólana, Reykjavíkurflugvöll og mörg önnur mál, en héldu einmitt kosningafylgi sínu í krafti þess hve lítið var traustið á Sjálfstæðisflokknum eftir Hrunið og er enn.
Og þetta er ekki spurning um að auka útgjöld borgarinnar. Eitt fyrsta verk nýrrar borgarstjórnar þarf að verða að lækka verulega laun borgarfulltrúa.
Jón Valur Jensson.
Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarmál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26.1.2017
Ríkisstjórnin óvinsæl
Hún mælist nú með 35% fylgi. Sjálfstæðisflokkur hefur enn misst fylgi, er nú 1,5% lægri en í MMR-könnun 10. jan. Aðrir þingflokkar auka svolítið fylgi sitt, nema Viðreisn sem mælist nú með 6,8%.
35% fylgið er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórnir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu.
Þetta er jafnframt í eina skiptið sem ný ríkisstjórn hefur ekki mælst með stuðning meirihluta kjósenda, samkvæmt MMR.
Við upphaf stjórnarsetu síðustu tveggja ríkisstjórna mældist stuðningur við þær 56% (Samfylkingin og Vinstri grænir) og 60% (Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn).
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í könnuninni með 24,6% fylgi. (Mbl.is)
Fylgistap flokks Bjarna Ben. kemur ekki á óvart eftir lélega frammistöðu hans gagnvart kjósendum í aflandseyjamálinu. Hann væri reyndar varla við stjórnvölinn nú, hefðu kjósendur verið upplýstir um feluleikinn strax í október, svo naumlega náði hann þingfylgi sínu.
46,7% kusu núverandi stjórnarflokka, og enn hrapa þeir í trausti.
JVJ.
Lítill stuðningur við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26.1.2017
Fráleit andstaða Pírata við Brynjar Níelsson sem formann stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar
Í Mbl.is-frétt lætur Birgitta Jónsdóttir sem það séu "stórfurðuleg vinnubrögð Sjálfstæðisflokks" að hafa fært formennsku í nefndinni í hendur stjórnarliða. En óstjórntækur er flokkur Pírata og viðbúið að neyðarástand gæti skapazt í m.a. stjórnarskrármálum ef Birgitta fengi leiðandi hlutverk í nefndinni, með áherzlu þessa þingmanns á tillögur hins ólögmæta stjórnlagaráðs, sem skipað var þvert gegn lögum um stjórnlagaþing, eins og undirritaður hefur fjallað um víða, m.a. á Fullveldisvaktinni.
Jón Valur Jensson.
Stórfurðuleg vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.1.2017
Það virðist almennt álit, að þöggun ríki um afbrot hælisleitenda
Í viðtengdri frétt sést að Herkastalinn er nú lagður undir 90 hælisleitendur, verða þar "næstu misserin"!
En spurt var á vef Útvarps Sögu 13.-16. jan.: "Telur þú þöggun ríkja um afbrot hælisleitenda?" JÁ sögðu 91,92%, NEI sögðu aðeins 6,34%, en hlutlausir voru 1,74%. Þetta er svo afgerandi munur, að ljóst er, að viðleitni hins volduga RÚV til að þagga niður áreitnimál albönsku karlmannanna við krakka undir lögaldri í Reykjanesbæ hefur gersamlega mistekizt.
Íslenska þjóðfylkingin vill, að mál hælisleitenda verði leyst með brottvísun þeirra innan 48 klukkustunda. Okkur ber ekki skylda til að taka við sjálfvöldu fólki í leit hér að efnahagslegum fríðindum. En þveröfugt miðað við álit almennings hafast yfirvöld hér að, bæði ríkis og borgar!
Tekið skal fram, að með upphafssetningu þessa pistils er ekki á neinn hátt verið að tengja íbúana í fyrrverandi aðsetri Hjálpræðishersins, Herkastalanum, við siðsemisbrot þau sem framin hafa verið í Reykjanesbæ. En fréttnæmt er það sannarlega, að enn eitt gistihúsnæðið hefur verið lagt undir hælisleitendur í stað þess að grisja sem hraðast í fjölda þeirra hér á landi. Ekki er vanþörf á því fé, sem þar sparast, í heilbrigðis- og félagslega kerfinu fyrir landsmenn sjálfa.
Sjá um þetta fleiri greinar um innflytjendamál hér á vefsetrinu.
Jón Valur Jensson.
90 manns í Herkastalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.1.2017
Upplýstir sjálfstæðismenn ofurliði bornir af nefbeinslausum
Björn Bjarnason er einn fárra sjálfstæðismanna sem þora að andmæla hinum vitavonlausa og jafnvel ó-kosningavæna (eða kosninga-óvæna) pólitíska rétttrúnaði Góða fólksins (sjáið hvernig S-listinn með "rasisma!"-hrópandi Semu Erlu innanborðs hrapaði næstum niður í ekki neitt!).
Fólkið í landinu vill ekki taka við á 2. þúsund ólöglegum hælisleitendum frá múslimaríkjum á hverju ári -- heldur ekki hann Björn, upplýstur eins og hann er, Ásmundur Friðriksson alþm. né við í Íslensku þjóðfylkingunni.
En Valhöll er á bandi Óttars Proppé -- eða komin í skrallbandið hans. -JVJ.
Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14.1.2017
Stjórnleysið í Stjórnarráðinu er orsök hælisleitendaflóðsins
Hælisleitendur hingað til lands voru 1132 árið 2016, en 354 árið á undan. Frá Makedóníu komu 467 (sautjánföldun frá 2015) og Albaníu 231 (rúmlega tvöföldun frá 2015). Þessari opinberu tölur (birtar í Rúv. á hádegi) sýna, að það sér vart högg á vatni þótt heildarfjöldi hælisleitenda, sem fluttir verða úr landi í janúar, verði í kringum 100 manns (skv. viðtengdri frétt).
Lítil öfgasamtök, No Borders, geta æst sig yfir því, að flogið var með 41 hælisleitanda frá Íslandi til Makedóníu í gær og síðar með a.m.k. tvo aðra hópa til þessara nefndu landa, en það er ekki nokkur ástæða til þess að gefa þessu farandfólki sjálfdæmi um það að gerast hér þiggjendur opinberrar aðstoðar.
Stjórnleysið í Stjórnarráðinu á þessu sviði sætir nú þegar mikilli gagnrýni einstakra sjálfstæðismanna, s.s. Halldórs Jónssonar verkfræðings og Ívars Pálssonar viðskiptafræðings, en einnig Björns Bjarnasonar, fyrrv. dóms- og menntamálaráðherra.
Útlendingastofnun hefur hvorki mannafla, fjárráð né sérfræðiþekkingu til að kanna hvert tilfelli rækilega, sem hér um ræðir. Það á að nægja henni að beita Dyflinnarreglugerðinni og gera það innan 48 klukkustunda, eins og Norðmenn gera og eins og Íslenska þjóðfylkingin leggur áherzlu á í grunnstefnu sinni.
Að sólunda milljörðum í gistipláss og uppihald í a.m.k. 8 mánuði að meðaltali fyrir á annað þúsund manns, sem eiga í raun engan rétt á landvist hér og fríðindum, er augljóst dæmi um slappa frammistöðu stjórnvalda. Gott og vel, þau bjóða þá upp á, að önnur stefna taki við, þegar nógu margir kjósendur hafa sannfærzt um, að það gengur ekki lengur, að Ísland sé haft eins og stjórnlaust rekald, sem þennan daginn verður að lúta sjálfræðistilburðum aðvífandi útlendingahópa úr löndum múslima og hinn daginn stjórnsemi lítils, en háværs minnihlutahóps sem talar í andstöðu við stjórnarskrá landsins.
Jón Valur Jensson.
Hundrað hælisleitendur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Innflytjendamál | Breytt 15.1.2017 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13.1.2017
Yfirgengileg áreitni Albanahóps á Suðurnesjum: kyssandi og káfandi á börnum í strætisvagni
Strákurinn minn sagði mér frá því á föstudag að 2 bekkjarsystur hans voru áreittar í strætó af útlendingum og þeir eltu þær inn í Nettó. Þar læstu þær sig hágrátandi inn á klósettinu á meðan þeir börðu á dyrnar og kölluðu á þær. Lögreglan var víst kölluð á svæðið,
segir í einni athugasemdinni á samfélagsmiðlum á Suðurnesjum, en þeir hafa logað i dag og í kvöld vegna ósæmilegrar eða kynferðislegrar hegðunar nokkurra manna í strætisvagni þar. Haft er eftir bílstjóra strætisvagnsins að mennirnir séu frá Albaníu og séu hælisleitendur sem búi í Reykjanesbæ. (Víkurfréttir segja frá: Áreittu börn í strætó og gerðu aðsúg að lögreglu.)
Samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í a.m.k. tveimur lokuðum hópum hjá íbúum Reykjanesbæjar hringdu börn úr strætisvagninum í Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar lögreglu eftir að erlendir karlmenn voru að áreita börnin. Eru þeir sagðir hafa bæði kysst og þuklað á börnum í strætisvagninum. (Víkurfréttir.)
Greinilega er hér um þráláta áreitni að ræða sem tekin er alvarlega af lögreglu, sem þó er of fáliðuð til að ráða við ástandið nema með ýtrustu aðgerðum:
Ástandið er sannarlega mjög alvarlegt:
Hvenær ætlar yfirvöldum hér að skiljast, að þeim ber umsvifalaust að stemma stigu við frekari innflutningi hælisleitenda frá Albaníu og Makedóníu í stað þess að vista hér um 700 manns á dýrum hótelum, þar sem meirihlutinn er frá þessum löndum og þar í heilu gengin af yfirtroðslulýð gegn saklausum bæjarbúum í yngstu aldursflokkum?
Aðsúgur gerður að lögreglu
Grípum enn niður í umræðum fólks á samfélagsmiðlunum:
JVJ.
Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 05:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 10.1.2017
Horfandi fram hjá öllu yfirborðsskvaldri BB & Co.: Afleit ríkisstjórn!
Ekki ríkisstjórn vinnandi stétta, heldur atvinnurekenda, ekki þjóðríkisins, heldur ESB-sinna* og ótryggs BB, ekki landsbyggðarfólks, heldur auðkýfinga, ekki sjómanna, heldur útgerðarmanna, ekki miðflokka, heldur mestu einkavæðingar- og hægriflokka frá upphafi, með "Bjarta framtíð" í bandi með aumlegt umhverfisráðuneyti sem dúsu sína eða hundabein, auk hins erfiða heilbrigðisráðuneytis.
Hér verður ekki unnið að gagnsæi og heiðarleika við að upplýsa um vafasama og skattsvika-fjármálagerninga, heldur verður byggt á því sem hornsteini að kyngja því, að Bjarni Benediktsson stakk aflandsmálaskýrslunni undan meira en mánuði fyrir kosningarnar í haust. Hann hefði ekki unnið sinn mikla kosningasigur á þessum grundvelli.
Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sannur fullveldissinni, ritar í dag, í grein sinni Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í hendur Evrópustofu:
Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið hefur verið í raun útvörður stjórnsýslunnar gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB.Utanríkisráðuneytið var löngu fallið í hendur ESB-sinna.
Evrópustofa með ráðherrastólana
Flestir þingmenn Viðreisnar eru fyrrerandi forstöðumenn eða starfsmenn Evrópustofu og samtaka ESB hér á landa. Evrópustofa hafði það að markmiði að stýra Íslandi inn í ESB, kortleggja hvaða stofnanir, einstaklinga og félagasamtök þyrfti að ná á sitt band. Að því hefur skipulega verið unnið með glæstum árangri því miður: Kannski verður formaður Já Ísland-samtakanna fyrir inngöngu í ESB nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ég held að mörg þau sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast myndu hafa hugsað sig tvisvar um ef þau vissu að þar með væri verið að kjósa yfir sig hreina ESB-ríkisstjórn.
* Jafnvel Óttarr Proppé gumar af því í 19-fréttum Rúv, að inni í stjórnarsáttmálanum sé þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið! Vitað er fyrir, að "Björt framtíð" er ESB-flokkur, ekki aðeins í bandi "Viðreisnar", sem einhverra hluta vegna er ríkasti flokkurinn, heldur er flokkurinn eindreginn Evrópusambandsflokkur skv. vitnisburði Páls Vals Björnssonar, stjórnarmanns og fv. þingmanns Bjartrar framtíðar, í viðtali hans við Mbl.is í dag: "þessir tveir flokkar, Viðreisn og Björt framtíð, eru Evrópuflokkar," segir hann þar án tvímæla!
Jón Valur Jensson.
Hefur áhyggjur af landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Það á að leggja niður þessa stöðu haturssnuðrara innan lögreglunnar. Nóg er af málum sem nýtt gætu meiri mannafla.
Enda er staðan pólitísk og ætlað að fylgjast með afar umdeildu pólitísku álitaefni. Orðið á að vera frjálst og aðeins á að hefta það ef um hvatningu til ofbeldis er að ræða."