Sjálfstæðisflokkur vill deila og drottna

Það hyggst hann gera í Reykjavík með því að hindra að aðrir en Fjór­flokk­urinn og Píratar komi mönnum að í borgar­stjórn; við það gengur honum bet­ur með því að þvert gegn lög­um verði borg­ar­full­trú­um ekki fjölg­að úr 15 við næstu kosn­ingar.

Sjálf­stæðis­flokkurinn, öllu heldur ráðandi öfl þar á bæ, hugsa jafnan fyrst um flokks­hag fremur en um lýðræðislegan valkost manna. Þetta átti sér ekki aðeins stað í aflandsskýrslumálinu í sept.-okt. sl., heldur einnig í þessu máli. Eftir að bæði borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks hafa kvabbað yfir þessari eðlilegu, með lögum ákveðnu fjölgun borgarfulltrúa, stígur nú fram Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem ætlar að "leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að skylda Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verði afnumin." En af hverju á að undanþiggja eitt sveitarfélag öðrum fremur lagaskyldu, hr. ráðherra? Valhallar vegna, svo að hún fái meira tækifæri til að deila og drottna? En þetta er eini flokkurinn sem á færi á því að ná meirihluta borgarfulltrúa í krafti minnihluta atkvæða, með því kerfi sem viðgengizt hefur.

En með fjölgun fulltrúanna í 23 býðst smærri flokkum, jafnvel nýjum og fjárvana, tækifæri til að ná kjöri síns fyrsta borgarfulltrúa í krafti 4 til 4,3% atkvæða. Og það er sannarlega kominn tími til að fleiri raddir og sjónarmið heyrist í borgarstjórn heldur en hingað til. Vinstri menn hafa stjórnað þar afleitlega, fara illa með fé borgarbúa, gatnakerfið, leikskólana, grunnskólana, Reykjavíkurflugvöll og mörg önnur mál, en héldu einmitt kosningafylgi sínu í krafti þess hve lítið var traustið á Sjálfstæðisflokknum eftir Hrunið og er enn.

Og þetta er ekki spurning um að auka útgjöld borgarinnar. Eitt fyrsta verk nýrrar borgarstjórnar þarf að verða að lækka verulega laun borgarfulltrúa.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Reykjavíkurborg er gjaldþrota, hvar á að fá peninga fyrir 23 borgarfulltrúa sem eru á 1 1/2 miljon mánaðar launum?

Og svo þarf þetta lið aðstoðarfólk sem verður á 1 milljón mánaðarlaunum.

Þeir verða aðeins að nota þessar littlu kvarnir í littlu heilunum, þeir sem vilja fjölga borgarfulltrúum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.1.2017 kl. 22:08

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, alls ekki, Jóhann. Borgarfulltrúar vinstri flokkanna ákváðu fyrir nokkrum árum allt of mikla hækkun á launum til sín og höfðu laun þingmanna að viðmiði, og því mótmæltum við t.d. á Krist.blog.is, og ævinlega hef ég talað fyrir því að lækka þau aftur verulega, enda er þetta langt frá því að vera full (jafnvel ekki hálf) vinna. Vinstri flokkarnir hugsa þetta bara sem gróðaveg fyrir sig og aðferð til að eiga mikið í einkasjóðum til að standa betur að vígi en aðrir fyrir næstu kosningabaráttu, og sami þanki virðist herja á sjálfstæðis- og framsóknarmenn, sem mótmæla þessari ósvinnu ekki.

Til að bíta höfuðið af skömminni vilja þeir svo líka fá 44% hækkunina svívirðilegu, sem ákveðin var til þingmanna í Kjararáði í haust!!!

Það er enginn vandi að SPARA heildarútgjöldin, þótt borgarfulltrúum verði fjölgað í 23, og þeir þurfa enga aðstoðarmenn, það er bara aðferð til að útvega áhangendum bitlinga.

Þetta fólk á einfaldlega að vinna vinnuna sína og hætta að herja á hagsmuni borgarbúa, punktur og basta!

Jón Valur Jensson, 28.1.2017 kl. 22:47

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt og rétt Jón Valur, aukin heldur athugasemdar Jóhanns.

Annað er þó nauðsynlegra og það er að ekki séu ágætir einstaklingar á borð við ykku nöldrandi og það með réttu, hver í sínu horni.

Í s.l. kosningum kom það berlega í ljós að ekki munaði nema hársbreidd á að Flokkur fólksins kæmist í þingsal til að krefjast þess sama réttar sem reyndar Íslenska þjóðfylkinginn, Dögun auk tveggja annara örframboða sóttust eftir, þannig að nú verðið þið hreinlega að horfast í augu við staðreyndir og í stað hefðbundinar þröngsýni og þrákelni, þá að ganga til liðs við raunhæfasta möguleikan á að láta rödd ykkar heyrast og ganga umyrða- og tafarlaust til liðs við hina hvassyrtu og beinskeyttu Ingu Sæland og flokk hennar.

Jónatan Karlsson, 29.1.2017 kl. 14:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ber of mikið á milli okkar í ÍÞ og Ingu Sæland. Við eigum heldur ekki samleið með Dögun, og fylgið kvarnast nú af þeim flokki. Við eigum eftir að vaxa eins og skyldir flokkar norrænir, líttu t.d. á þetta, Jónatan:

Svíþjóðardemó­krötum er sannarlega treyst fyrir mikilvægum málaflokkum

Jón Valur Jensson, 30.1.2017 kl. 02:08

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Los Angeles er borg með 8 milljónir íbúa. Fulltrúar í borgarstjórn eru 15 talsins, einn frá hverju kjördæmi eða hverfi borgarinnar. Mér finnst það aldeilis fráleit hugmynd að fjölga bæjarfulltrúunum í Reykjavík upp í 23. Mér finndist eðlilegra og nær lagi, að fækka þeim niður í sjö, eða í mesta lagi níu fulltrúa. Ef Reykvíkingar eru ekki ánægðir með stjórnina, - og þá jafnframt, ef þeir hafa ekki döngun í sér til þess að kjósa sér aðra og betri fulltrúa í stjórnina, - þá sitja þeir bara uppi með það sem þeir kjósa yfir sig.

Tryggvi Helgason, 31.1.2017 kl. 02:46

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú, hvenær gerðist það að Reykjavíkurborg er ekki lengur á barmi gjaldþrots?

Það eru ekki til peningur til að gera við götur borgarinnar og sjá um aldraða og öryrkja á sómasamlegan hátt tala nú ekki um fæða börn á leikskólum sómasamlega.

Hvaða rugl er það að eyða þessum fáeinu krónum sem ekki fara í vexti á skuldum borgarinar í einhverja borgarfulltrúa og fylgdarliðshyski sem koma með þeim á ofurlaunum? 

Ég skil ekki svona hugsunargang.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband