Laugardagur, 12.1.2019
Notum lygamæla þegar menn leita hér alþjóðlegrar verndar
David Wood, fv. forstjóri innflytjendamála, vill að þeir sem fá dvalarleyfi í Bretlandi þurfi að gangast undir próf með lygamæli, enda sé hælisleitendakerfið misnotað í miklum mæli.
- Stutt er síðan Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, dró í efa að allir þeir hælisleitendur sem kæmu til Bretlands væru raunverulegir flóttamenn, en þeim sem hafa óskað hælis í Bretlandi hefur fjölgað undanfarna mánuði. Samkvæmt svörum frá innanríkisráðuneytinu stendur hins vegar ekki til að nýta lygamæla á hælisleitendur.
- Wood var varaforstjóri bresku landamærastofnunarinnar og þar á eftir forstjóri innflytjendamála áður en hann fór á eftirlaun 2015.
- Skýrsluna, sem birt var í dag, vann hann fyrir sjálfstætt starfandi hugveitu Civitas: Institute for the Study of Civil Society.
- Þar segir Wood m.a. núverandi kerfi vera notað til að auðvelda efnahagslega fólksflutninga og að allt að 15.000 hælisleitendur komi til landsins árlega án þess að hafa gilda ástæðu til að koma þangað sem slíkir. Leggur hann til að ein leið til að greina raunverulega flóttamenn frá öðrum sé að nota sjálfvirka tækni til að skanna umsóknir.
- Tæknin sé 90% nákvæm og taki um 20 mínútur. Skanninn veki athygli á tortryggilegum svörum þannig að þeir sem taki viðtölin við hælisleitendurna geti lagt áherslu á þau atriði. (Mbl.is)
Er þetta ekki tilvalið kerfi til að taka upp hér? -- fljótlegt í notkun og myndi spara okkur háar fjárhæðir við að grisja í þessum hópi í stað þess að láta þessi mál veltast hér í kerfinu mánuðum og misserum saman og enda svo jafnvel með brottvísun viðkomandi fólks. Skjót afgreiðsla og skilvirkni felur hér í sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Allir, sem hingað leita með hreinan skjöld og ekkert óhreint í pokahorninu, hljóta að verða fegnir að fá að standa sig vel í lygamælisprófi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Noti lygamæli á hælisleitendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Bretland, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Athugasemdir
Nei. Ég er með betri hugmynd. Og ekki einn um hana, því ég veit að Ástralir og Bandaríkjamenn nota þá sömu:
Sendum þá beint til baka á kostnað flugfélagsins, að annars óathuguðu máli.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2019 kl. 17:13
Góð grein Jón Valur......
Jóhann Elíasson, 12.1.2019 kl. 21:19
Sæll Jón Valur
Þetta er nog nákvæm til að gera það ágætt kerfi til að nota hér.
það er auðvelt að ljúga og komast í gegnum viðtal svoleiðis án neinn hátt til að athuga söguna.
Merry (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 22:16
Allir athugasemdamenn eru beðnir afsökunar á seinni birtingu athugasemdanna!
Og þakkir fyrir innleggin!
JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 13.1.2019 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.