Víst tengjast hryðjuverk múslimatrú ...

þótt einhverjir í Rabat í Mar­okkó lýsi þessu yfir: "hryðju­verk tengj­ast ekki trú eða þjóð­erni."

Saman­burður við kristni gerir þetta aug­ljóst. Skóla­árás­ir í Banda­ríkj­unum eða öfga­manns­ins Timo­thys McVeigh (Oklahoma-fjölda­morð­ingjans) eða naz­istans Breiviks komu ekki til af kristn­um hvöt­um eða tilgangi né voru sprottin úr kristnum trúar­samtökum.

Einu hryðju­verk krist­inna manna virðast bundin við varnar­aðgerðir gegn skæðum hryðju­verka­árásum múslima­samtaka (al-Shabab og Boko Haram), einkum í Súdan og Nígeríu. Helzta undan­tekning frá þessu er Júgóslavía á 10. áratug liðinnar aldar, þar áður Norður-Írland. En í fyrra tilfell­inu var einkum um valda­bar­áttu ólíkra og þó áður tengdra þjóð­erna í upp­lausnar­ástandi Júgóslavíu að ræða, með tilheyrandi þjóðernis­ofstæki og þjóð­ernis­hreins­unum (ethnic cleansing), í því síðar­nefnda hagsmuna­árekstra og ríg milli ráð­ríkra, olnboga­frekra mótmælenda annars vegar og hins vegar sjálf­stæðis­sinnaðra, verr settra kaþólikka.  

Að ódæðisverkum Breiviks frátöldum eru hryðjuverk í Evrópu á þessari öld að lang­mestu leyti verk múslimskra öfgamanna. Mann­skæðust hafa þau verið í Rússlandi, Frakk­landi, Bretlandi og á Spáni, ef talað er um okkar álfu, en margfalt algengari hafa þau þó verið í Mið-Austurlöndum og allt austur til Indlands og SA-Asíu, sem og Afríku allvíða (Kenýa, Nígeríu, Súdan, Túnis, Egyptalands, Sómalíu o.fl. landa). Iðulega tengjast þau beinum áhrifum frá heit­trúar­starfi í moskum og trúarskólum og snúast mjög oft um ofstæki súnní-múslima og sjíta-múslima hvorra í annarra garð, en í Afganistan, Írak og Sýrlandi koma fleiri við sögu og kristnir menn, Kúrdar og jasídar ein helztu fórnar­lömb­in, í þúsunda tali. Gleymum svo ekki hryðju­verka­samtökum Palest­ínu-araba, sem iðkuðu flugrán, fjölda­morð og árásir á óbreytta borgara lengi vel, voru þar nánast braut­ryðjendur á þessu sviði, unz Ísrael fór að draga úr þessu með sínum varnar- og mótaðgerðum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Minnast kvennanna sem voru myrtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Elsku Jón Valur.

Svona í tilefni jólanna, þá máttu ekki láta svona.

Þú veist að öfgar lýsa engu nema þeim sem boða þá.

Hver sem réttlætingin er.

Og ef við viljum betri heim, þá finnum við til samstöðu og finnum samnefnara mennsku og mannúðar.

Og siðar.

Jesú er það stór að hann þarf hvorki upphafningu, eða lítillækkun annarra.  Hans orð standa, hans trú stendur.

Og hann bað menn að boða, ekki að brjóta.

Þess vegna á hann erindi í dag, og í speki hans er fólgin Von lífsins.

Gleðileg jól.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2018 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband