Notum lygamæla þegar menn leita hér alþjóðlegrar verndar

Dav­id Wood, fv. forstjóri inn­flytj­enda­mála, vill að þeir sem fá dval­ar­leyfi í Bretlandi þurfi að gang­ast und­ir próf með lyga­mæli, enda sé hæl­is­leit­enda­kerfið mis­notað í mikl­um mæli.

  • Stutt er síðan Sajid Javid, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, dró í efa að all­ir þeir hæl­is­leit­end­ur sem kæmu til Bret­lands væru raun­veru­leg­ir flótta­menn, en þeim sem hafa óskað hæl­is í Bretlandi hef­ur fjölgað und­an­farna mánuði. Sam­kvæmt svör­um frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu stend­ur hins veg­ar ekki til að nýta lyga­mæla á hæl­is­leit­end­ur.
  • Wood var vara­for­stjóri bresku landa­mæra­stofn­un­ar­inn­ar og þar á eft­ir for­stjóri inn­flytj­enda­mála áður en hann fór á eft­ir­laun 2015.
  • Skýrsl­una, sem birt var í dag, vann hann fyr­ir sjálf­stætt starf­andi hug­veitu Ci­vitas: Institu­te for the Stu­dy of Civil Society.
  • Þar seg­ir Wood m.a. nú­ver­andi kerfi vera notað til að auðvelda efna­hags­lega fólks­flutn­inga og að allt að 15.000 hæl­is­leit­end­ur komi til lands­ins ár­lega án þess að hafa gilda ástæðu til að koma þangað sem slík­ir. Legg­ur hann til að ein leið til að greina raun­veru­lega flótta­menn frá öðrum sé að nota sjálf­virka tækni til að skanna um­sókn­ir.
  • Tækn­in sé 90% ná­kvæm og taki um 20 mín­út­ur. Skann­inn veki at­hygli á tor­tryggi­leg­um svör­um þannig að þeir sem taki viðtöl­in við hæl­is­leit­end­urna geti lagt áherslu á þau atriði. (Mbl.is)

Er þetta ekki tilvalið kerfi til að taka upp hér? -- fljótlegt í notkun og myndi spara okkur háar fjárhæðir við að grisja í þessum hópi í stað þess að láta þessi mál veltast hér í kerfinu mánuðum og misserum saman og enda svo jafnvel með brottvísun viðkomandi fólks. Skjót afgreiðsla og skilvirkni felur hér í sér mikinn sparnað fyrir samfélagið. Allir, sem hingað leita með hreinan skjöld og ekkert óhreint í pokahorninu, hljóta að verða fegnir að fá að standa sig vel í lygamælisprófi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Noti lygamæli á hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei.  Ég er með betri hugmynd.  Og ekki einn um hana, því ég veit að Ástralir og Bandaríkjamenn nota þá sömu:

Sendum þá beint til baka á kostnað flugfélagsins, að annars óathuguðu máli.  

Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2019 kl. 17:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein Jón Valur......

Jóhann Elíasson, 12.1.2019 kl. 21:19

3 identicon

Sæll Jón Valur

Þetta er nog nákvæm til að gera það ágætt kerfi til að nota hér.

það er auðvelt að ljúga og komast í gegnum viðtal svoleiðis án neinn hátt til að athuga söguna.

Merry (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 22:16

4 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Allir athugasemdamenn eru beðnir afsökunar á seinni birtingu athugasemdanna!

Og þakkir fyrir innleggin!

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 13.1.2019 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband