Þriðjudagur, 26.6.2018
Hvað kostar áætlun Katrínar Jakobsdóttur og VG um móttöku flóttamanna marga milljarða króna?
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að móttaka 170.000 meintra flóttamanna hafi kostað Ítali meira en 5 milljarða evra, um 3,8 milljónir á hvern einstakling.
Vinstri græn stefna á að fá hingað minnst 2.000 kvótaflóttamenn árin 2017-2021 og að gefa hælisleitendum hærri réttarstöðu en þeir hafa haft. Yrði kostnaður við nýju flóttamennina 2.000 hlutfallslega jafn á við það, sem þekkt er frá Ítalíu, yrði hann um sjö og hálfur milljarður króna, en viðbúið er, í hærra verðlagi hér en á Ítalíu, að kostnaðurinn yrði í raun a.m.k. 10-12 milljarðar króna; og þetta er viðbót við allt það, sem lagt hefur verið í þessi mál hingað til og enn er verið að borga vegna þeirra sem komnir eru!
Hvar ætlaði Katrín forsætisráðherra að hirða upp þessar háu fjárhæðir? Með nýrri skattheimtu? Með skerðingum í heilbrigðisþjónustu eða á sviði mennta- eða félagsmála? Með því að lækka hin ofteknu laun alþingismanna? Þetta síðastnefnda er náttúrlega brandari, en fyrri spurningarnar eru það ekki!
Ef hinum hrokafulla forseta Macron þykir þetta ekki vera vandamál, þá bjóðum við honum að hætta móðgunum sínum og sýna smá-örlæti með því að opna hinar mörgu hafnir Frakklands [fyrir flóttamönnum] og hleypa börnum, körlum og konum í gegn í Ventimiglia, sagði Salvini, en Ventimiglia er bær á landamærum Frakklands og Ítalíu. (mbl.is)
Ítölsk stjórnvöld vilja ekki einn einasta flóttamann í viðbót, fremur fækka þeim sem þangað eru komnir með því að senda þá burt.
Kólfurinn í klukkunni slóst alltaf til baka; þetta er pendúlslögmálið, og nú er sá tími kominn, að "góða fólkið" (sem stóð ekki einu sinni við orð sín um að hýsa flóttafólk) getur horft upp á hvert Evrópulandið á fætur öðru snúa við stefnu sinni í flóttamannamálum. Þetta hefur verið að gerast í Danmörku, einnig í Austurríki og nú á Ítalíu og á næstu vikum í Suður-Þýzkalandi! Jafnvel Angela Merkel er orðin völt á sínum sessi, einmitt vegna ófarsællar ofrausnarstefnu sinnar í þessum málum!
Dettur þá ekki andlitið af "góða fólkinu"?
Jón Valur Jensson.
Sakar Macron um hroka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.