Flóttamannastefnu vinstri flokka hafnað í skoðanakönnun

Þótt vinstri flokkar* vilji bæta við a.m.k. 2.000 flótta­mönn­um til 2021, segir þjóðin ýmist NÓG KOMIÐ! (44,9%) eða OF MARGIR KOMNIR! (25,7%) skv. nýrri skoðana­könn­un MMR. Aukning er mæl­an­leg í þessari and­stöðu frá fyrri könnun fyrir rúmu ári: Þeim, sem telja of marga flótta­menn fá hæli, fjölg­ar um 2%, og þeim, sem telja of fáa flótta­menn fá hæli, fækk­ar um 2% (mbl.is).

Það er yfirlýst stefna Vinstri grænna að við Ís­lend­ingar "eigum að taka á móti umtals­vert fleiri flótta­mönn­um, að lág­marki 500 á ári. Jafna þarf að­stæð­ur hælis­leit­enda og svo­kall­aðra kvóta­flótta­manna," segja þeir líka í stefnuskrá sinni. Þetta þýðir að lágmarki 2.000 nýja flóttamenn árin 2017-2021, á sama tíma og Danir hafa stöðvað slíkan straum, komnir niður í núll-kvóta um óákveðinn tíma. Og þeim hælisleitendum, sem hingað eru komnir, m.a. múslimunum frá Balkanskaga, vilja VG veita sömu aðstæður og kvótaflóttamönnum. Píratar vilja enn fleiri flóttamenn hingað en VG.

"Samfylkingin vill byggja upp fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Við viljum að Ísland beri meiri ábyrgð og taki á móti fleiri flóttamönnum og vandi betur móttöku á fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi." (Úr stjórnmála­ályktun flokksins, samþykktri á landsfundi 2018.)

Ljóst er af öllu, að vinstri flokkarnir eru ekki í takti við vilja meirihluta landsmanna í þessu efni, heldur vilja allir miklu meiri straum flóttamanna og hælisleitenda hingað heldur en vilji almennings stendur til. Einungis 29,4% lands­manna telja of lít­inn fjölda flótta­manna fá hæl­isveit­ingu hér á landi. Fréttamiðillinn mbl.is slær þessu samt upp í fyrirsögn: "Um þriðjungur telur of fáa fá hæli". Er þó munurinn á 33,3% og 29,4% næstum fjögur prósent! Nákvæmara hefði verið að orða þetta þannig: "Innan við þrír af hverjum tíu telja of fáa fá hæli"!

En skyldu þessir vinstri menn nokkurn tímann læra? Það er góð lexía fyrir þá til næsta dags, að í þessu máli er Íslenska þjóðfylkingin miklu nær þjóðarvilja um flóttamannamál heldur en þeirra eigin úreltu vinstri flokkar!

Jón Valur Jensson tók saman. Hann skipar 4. sæti á framboðslista ÍÞ í Reykjavík í vor.


mbl.is Um þriðjungur telur of fáa fá hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband