Hvað kostar áætlun Katrínar Jakobsdóttur og VG um móttöku flóttamanna marga milljarða króna?

Inn­an­rík­is­ráðherra Ítal­íu, Matteo Sal­vini, segir að mót­taka 170.000 „meintra flótta­manna“ hafi kostað Ítali meira en 5 millj­arða evra, um 3,8 milljónir á hvern einstakling.

Vinstri græn stefna á að fá hingað minnst 2.000 kvótaflóttamenn árin 2017-2021 og að gefa hælis­leit­endum hærri réttar­stöðu en þeir hafa haft. Yrði kostn­aður við nýju flótta­menn­ina 2.000 hlut­falls­lega jafn á við það, sem þekkt er frá Ítalíu, yrði hann um sjö og hálfur milljarður króna, en viðbúið er, í hærra verðlagi hér en á Ítalíu, að kostn­aðurinn yrði í raun a.m.k. 10-12 millj­arðar króna; og þetta er viðbót við allt það, sem lagt hefur verið í þessi mál hingað til og enn er verið að borga vegna þeirra sem komnir eru!

Hvar ætlaði Katrín forsætis­ráðherra að hirða upp þessar háu fjárhæðir? Með nýrri skattheimtu? Með skerðingum í heilbrigðis­þjónustu eða á sviði mennta- eða félagsmála? Með því að lækka hin ofteknu laun alþingismanna? laughing Þetta síðastnefnda er náttúr­lega brandari, en fyrri spurning­arnar eru það ekki! surprised

„Ef hinum hroka­fulla for­seta Macron þykir þetta ekki vera vanda­mál, þá bjóðum við hon­um að hætta móðgun­um sín­um og sýna smá-ör­læti með því að opna hinar mörgu hafn­ir Frakk­lands [fyr­ir flótta­mönn­um] og hleypa börn­um, körl­um og kon­um í gegn í Ventimiglia,“ sagði Sal­vini, en Ventimiglia er bær á landa­mær­um Frakk­lands og Ítal­íu. (mbl.is)

Ítölsk stjórnvöld vilja ekki einn einasta flóttamann í viðbót, fremur fækka þeim sem þangað eru komnir með því að senda þá burt.

Kólfurinn í klukkunni slóst alltaf til baka; þetta er pendúls­lögmálið, og nú er sá tími kominn, að "góða fólkið" (sem stóð ekki einu sinni við orð sín um að hýsa flótta­fólk) getur horft upp á hvert Evrópu­landið á fætur öðru snúa við stefnu sinni í flótta­manna­málum. Þetta hefur verið að gerast í Danmörku, einnig í Austurríki og nú á Ítalíu og á næstu vikum í Suður-Þýzkalandi! Jafnvel Angela Merkel er orðin völt á sínum sessi, einmitt vegna ófarsællar ofrausnarstefnu sinnar í þessum málum!

Dettur þá ekki andlitið af "góða fólkinu"?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sakar Macron um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband