Grátbrosleg hugmyndafræði býr að baki antibílisma Samfylkingarinnar og forherðingar gegn mislægum gatnamótum

Helga Vala Helgadóttir kom upp um botn­lausa fá­fræði þeirra í Mbl.pistli, þar sem hún hélt þessu blákalt fram:

"Það er óhrekj­an­leg stað­reynd að einka­bíll­inn er stærsti söku­dólg­ur­inn hvað varðar los­un kol­efn­is og við höf­um ekk­ert val um það að við verðum að minnka stór­lega notk­un okk­ar á hon­um." (Sic!)
 
En stað­reyndin er sú, eins og Özur Lárusson, frkvstj. Bíl­greina­sam­bands­ins, bendir á í svargrein í Mbl., að ... "los­un fólks­bíla af gróður­húsaloft­teg­und­um [er] 4% af heild­inni. Hvernig er þá hægt að fá það út eins og Helga Vala held­ur fram að einka­bíll­inn sé stærsti söku­dólg­ur­inn?" ---Hún stendur þarna uppi eins berstrípuð og keisar­inn í ævintýrinu í grát­bros­legri fáfræði sinni.
 
Þar að auki hefur, með markvissum aðgerðum bílaframleiðenda, hlutur einkabílsins farið stórlega minnkandi í mengandi útblástursefnum (kolefni er raunar ekki eitt þeirra, það er þvert á móti ein aðalfæða jurtalífsins), og rekur Özur það í grein sinni, sem ég vitna til hér: thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2216450/
 
Özur malar líka mélinu smærra fordóma Helgu Völu sem tal­aði um það í sín­um pistli AÐ EKKI ÆTTI AÐ BYGGJA MISLÆG GATNAMÓT, göngu­brýr eða hafa græn um­ferðarljós (þ.e. græna bylgju þeirra) þannig að bíla­flot­inn kom­ist hraðar á milli, held­ur verði að FÆKKA EINKABÍLUM!! Um það segir Özur: "Þetta er at­hygl­is­vert í tvenn­um skiln­ingi. Fyrst hef­ur verið sýnt fram á það að um­ferð sem er stopp eða geng­ur mjög hægt meng­ar marg­falt meira en greiðfær um­ferð. Hitt, að fækka verði einka­bíl­um á göt­um borg­ar­inn­ar, er að sjálf­sögðu grímu­laus staðfest­ing á því að þvinga á fólk til að gera það, sem hent­ar því ekki, eða taka valið af borg­ur­un­um."
 
En hér er fram kominn staðfastur þverhausaháttur Samfylkingarinnar í sínum illa grundaða antibílisma og að vísvitandi VILL HÚN EKKI, á grunni sinnar vanþekkingar, að hér verði byggð mislæg gatnamót, þótt þau hefðu nú þegar sparað borgarbúum þúsundir klukkutíma á dag vegna umferðartafa* af völdum Dags B. & Co., sem hafa vegna þessara arfa­vitlausu og óvísindalegu forsendna sinna staðið vísvitandi gegn því, að við fengjum mislæg gatnamót á a.m.k. þremur stöðum á Miklubraut !!! Og með þessu voru þau meira að segja að SNUÐA borgarbúa um það, að ríkið hefði borgað 80-85% í kostnaðinum við gerð þessara nauðsyn­legu mislægu gatnamóta, eins og það gerir við allar stofnbrautir landsins.
 
P1010995Þetta lið á allt saman að hverfa úr borgarstjórn, ekki einn þeirra verða skilinn eftir! SKEMMDARVERKALIÐ er þetta á götum borgarinnar, eins og hér sést í pistli og á nýjum myndum sem sýna Birkimel þrengd­an nærri tveimur endum götunnar niður í EINA akrein, þannig að umferð komist ekki í báðar áttir í einu!!! Það hefur þegar valdið löngum umferðar­töfum, þegar margir eiga leið um götuna, sjáið bara þessa forheimskunar-breytingu með ykkar eigin augum: jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2216504/
 

* "Umferðartafirnar kosta þjóðina mikið fé. Samtök iðnaðarins segja aðgerða­leysi í vegamálum vera dýrkeypt. Samtök iðnaðarins (SI) áætla að 15 þús. klst. sé dag hvern sóað í umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu. Það samsvari 25 klst. á íbúa á ári. Þetta kemur fram í greiningu SI á vegamálum."

Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sætið á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum.

mbl.is Sjö flokkar næðu inn manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég vildi sjá sjálfreyrandi rafmagnsbí taka hægri beiju í brekku t.d Nóatún með snjóföl aá malbikinu, en þetta vita nú allir, en það er bara verið að djöflast í fólki núna útaf kosningum og æsifréttamensku.Við eigum 20 ár í einhverjar breytingar þar, t.d. eru ekki ein einustun raftengi við hús sama hvar er í bænum. Umræðan er svo vitlaus mikið vegna vankunnáttu ráðamanna og smápólitíkusa að sparka sig áfram.

50 cal.CTRES

Eyjólfur Jónsson, 22.5.2018 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband