Dagur B. rústaður! :D

Sverrir Stormsker átti alveg frábærlega fyndna innkomu í borgar-pólitíkina fyrir þremur árum (og tengt sniðgöngu Ísraels), eins og þið sjáið hér:

Er hetjuskapur að viðurkenna aulaskap sinn?

Dagur BMargir eru búnir hæla Degi B. Eggertssyni í hástert fyrir það fáheyrða drenglyndi og gáfnamerki að hafa dregið idjótasamþykkt sína og meirihlutans til baka og viðurkenna stórfelld mistök sín og biðjast afsökunar á dómgreindarleysi sínu, fúski og rugli.

(Ég hef reyndar hvergi séð hann biðjast afsökunar). Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálamenn sýna þann hetjuskap að viðurkenna aulaskap sinn.

 

Sumir vinstrimenn húðskamma hann reyndar fyrir að hafa dregið rugl sitt til baka og vilja að hann klúðri hlutunum ennþá meira en orðið er með þeim rökum að bágur efnahagur landsins eigi að víkja fyrir mannréttindum, einsog það sé í verkahring smáborgarstjóra að bjarga heiminum, en svo eru aðrir vinstrimenn niðrá jörðinni sem segja að hann sé „maður af meiru“ og „maður að meyru“ og „maður með meiru“ fyrir að hafa séð að sér. Þeir virðast aldrei ætla að geta lært að koma þessum einfalda frasa skammlaust frá sér.

 

Sú góða dama, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gengur svo langt að segja að Dagur hafi hvorki meira né minna en„brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á mistök...“ og bætir við: „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“

 

Já. Akkúrat. Svona viljum við hafa stjórnmálamennina. Þeir eiga að brjóta blöð og helst lög líka. Þeir eiga að klúðra hlutunum big time, reyna svo að klóra sig útúr vandanum og kenna öðrum um, hlaupa úr einu lygahorninu í annað og neyðast svo til að viðurkenna glópsku sína og stjarnfræðilegt dómgreindarleysi og muldra svo afsökunarbeiðni oní hálsmálið og málið dautt.

 

Hvernig er hægt að kalla eitthvað "mistök" sem hefur verið í undirbúningi mánuðum saman með lögfræðingum og innkaupastjórum og öllu tilheyrandi? Það eru ekki "mistök." Það er ásetningur. Einbeittur brotavilji.

Katrín Júl hefði því frekar átt að segja að Dagur hefði "brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á ásetningsbrot."

En það hefði kannski ekki komið eins vel út fyrir samfólin.

 

Eftir því sem Björk Vilhelms segir þá var búið að undirbúa þessa sniðgöngutillögu í heilt ár, en samt var hún vanhugsuð. Menn geta þá rétt ímyndað sér hvað þetta lið er lengi að hugsa. Ekki nema von að meirihlutinn hafi ekki getað séð fyrir viðbrögð Gyðinga í Bandaríkjunum. Hefði þurft lágmark 20 ár til að kveikja á perunni.

Alveg glæpsamlega vitlaust gengi.

En svona eiga pólitíkusar að vera. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“ Lútum höfði í auðmýkt og undirgefni og færum Degi gull, reykelsi og myrru. Krjúpum í lotningu við fótskör meistarans. Vér skulum biðja.

 

Jón GnarrÉg efast samt um að Dagur hafi „brotið blað í íslenskri pólitík“ með því að viðurkenna axarsköft sín og handabakavinnubrögð. Ég man nú ekki betur en að fyrirrennari hans og fyrirmynd, Jón Gnarr, hafi gert fátt annað en að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á þeim, á milli þess sem hann var að gera þau. Þetta var full time job. Ef eitthvað var gert þá voru það mistök og þau voru viðurkennd og beðist afsökunar á þeim. Svona gekk þetta árið um kring. Mistök - þau viðurkennd - beðist afsökunar. Þetta var Dags-skipunin.

 

Gnarrinn var alltaf fyrstur manna til að viðurkenna að hann vissi minna en ekkert um málefni borgarinnar og að hann hefði ekki hugmynd um hvort hann væri að koma eða fara. Er hægt að hugsa sér betri eiginleika sem geta prýtt borgarstjóra?

Vanhæfni er vanmetinn kostur.

 

Hann sagði að það væri ekki til sá hlutur innan borgarkerfisins sem hann hefði minnsta skilning á. Hann má þó eiga að hann viðurkenndi það.

Stjórnmálin voru svo djúpt sokkin á þessum tíma að einu kröfurnar sem fólkið gerði til stjórnmálamanna voru að þeir viðurkenndu að þeir væru froskar sem vissu ekkert í sinn haus.

 

HofsvallagataJón Gnarr var ekkert að reyna að fela það og uppskar miklar vinsældir fyrir vikið. Fólk var ekkert að ætlast til þess að hann gerði eitthvað af viti og breytti gangi himintunglanna heldur bara að hann væri að hirðfíflast í Gleðigöngunni og þrengja götur borgarinnar og búa til hjólreiðarstíga og fuglahús og gefa lóðir til trúarsafnaða og viðurkenna að hann vissi ekki neitt.

 

GnarrMaður sá hann ekki í sjónvarpinu öðruvísi en að hann væri að biðjast afsökunar á einhverju klúðri og játa að hann hefði ekkert vit á þessu eða hinu og hefði ekki sett sig inní málin því hann væri með athyglisbrest og gæti ekki haldið sér vakandi á fundum sökum leiðinda og vissi í raun ekkert hvað hann væri að gera þarna.

 

Svona eiga borgarstjórar að vera. Og þessvegna var hann svona vinsæll og mikils metinn. Hann viðurkenndi nefnilega að hann væri alveg úti að aka í öllum málum og vissi nákvæmlega ekkert í sinn haus. Og þessvegna urðu þeir svona góðir vinir, hann og Dagur. Þeir áttu svo margt sameiginlegt. Enda borgin að stefna í gjaldþrot. 

Sverrir Stormsker Framhald hér á vefsíðu Sverris!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband