Málpípa Samfylkingar staðfestir grímulaust að þau ætla að þvinga fólk til að gera það, sem hent­ar því ekki, eða taka valið af því. Hún hafnar mislægum gatnamótum og greiðfærum lausnum sem antibílisti!

Hlálega afhjúpaði Helga Vala, málsvari Samfylkingarinnar, æpandi van­þekkingu sína og fordóma í pistli í Mbl. í gær, en Özur Lárusson, frkvstj. Bíl­greina­sam­bands­ins, malar hann mélinu smærra í grein þar í dag,* ritar m.a.:

Helga Vala tal­ar líka um í sín­um pistli að ekki eigi að byggja mis­læg gatna­mót, göngu­brýr eða græn um­ferðarljós svo bíla­flot­inn kom­ist hraðar á milli, held­ur verði að fækka einka­bíl­um. Þetta er at­hygl­is­vert í tvenn­um skiln­ingi. Fyrst hef­ur verið sýnt fram á það að um­ferð sem er stopp eða geng­ur mjög hægt meng­ar marg­falt meira en greiðfær um­ferð. Hitt, að fækka verði einka­bíl­um á göt­um borg­ar­inn­ar, er að sjálf­sögðu grímu­laus staðfest­ing á því að þvinga á fólk til að gera það, sem hent­ar því ekki, eða taka valið af borg­ur­un­um.

Af afstöðu Helgu Völu, eins leiðandi Samfylkingarmanna, er augljóst, að hún vill ekki stuðla að greiðfæru umferðarkerfi í Reykjavík. Grænar bylgjur (samræmd græn um­ferðarljós með vissu millibili svo að bíla­flot­inn kom­ist hraðar á milli) eru ekki að skapi Samfylkingarmanna, sbr. að nú hafa þau komið fyrir pýramída-hraðahindrun á Miklubraut hjá Klambratúni og göngubrautarljósum þar líka, til að stöðva umferðina -- og það um hraðbraut! -- í stað göngubrúar.

Og mislæg gatnamót, sem ríkið mundi borga 80 eða 85% í á stofnbrautum í höfuðborginni, vilja þau alls ekki, hafa ekki komið neinum slíkum í framkvæmd og ætla ekki að gera, jafnvel þótt slík gatnamót greiði mikið fyrir þjálli og hraðri umferð (sbr. gatnamótin miklu við Elliðaár, á mótum Ártúnsbrekku, Miklubrautar og Elliðavogs/Reykjanesbrautar, sem og Vesturlandsvegar við Höfðabakka). Sú greiða umferð, laus við sífelld stopp og tafir, mengar langtum minna en hægt­gangandi bílar á ljósum, eins og Özur bendir á.

En Helga Vala veit greinilega ekkert í sinn haus í megin-umferðar- og mengunar­málum, eins og enn ljósar kemur fram í grein Öszurar (sjá einnig hér í samantekt undirritaðs**). 

Hún hélt þessu blákalt fram:

"Það er óhrekj­an­leg staðreynd að einka­bíll­inn er stærsti söku­dólg­ur­inn hvað varðar los­un kol­efn­is og við höf­um ekk­ert val um það að við verðum að minnka stór­lega notk­un okk­ar á hon­um." (Sic!)

En staðreyndin er sú, eins og Özur bendir á, að ...

"Los­un fólks­bíla af gróður­húsaloft­teg­und­um [er] 4% af heild­inni. Hvernig er þá hægt að fá það út eins og Helga Vala held­ur fram að einka­bíll­inn sé stærsti söku­dólg­ur­inn?"

Þar að auki hefur hlutur einkabílsins farið stórlega minnkandi í mengandi útblástursefnum (kolefni er raunar ekki eitt þeirra, það er þvert á móti ein aðalfæða jurtalífsins), og rekur Özur það einnig í grein sinni.

En málsvari Samfylkingar í þessu máli stendur uppi eins og tossi á prófi í lofts­lagsmálum og hefur jafnframt viðrað nógsamlega skýrt, hve mjög Samfylkingar-forystunni er í nöp við einkabílinn eða öllu heldur fjölskyldubílinn. Það virðist enn eiga að keyra áfram á þá stefnu að fækka þeim ökutækjum verulega, eins og líka nýjasta Birkimels-ævintýri þessa liðs er til vitnis um, með uppsettum, alls óþörfum einrásar-umferðarstíflum nálægt hvorum enda þess áður greiðfæra vegar, og hefur þegar valdið löngum umferðartöfum á álagstímum (m.a. þegar margir, HÍ-nemar eða bíógestir, koma á sama tíma úr Háskólabíói). Þessu þarf nýr borgar­stjórnar­meirihluti að ryðja burt sem fyrst eftir kosningarnar!

Fólk vill fá að eiga sína bíla í friði. Það þarf að komast í stórmarkaði og alls konar erinda sinna, skutla börnum í skólann og í tómstundir, en umfram allt að hafa gott ferðafrelsi um okkar frábæra land.

Með þakklæti til Özurar Lárussonar, málsvara bíleigenda, sem hér er:

Özur Lárusson

Er betra að veifa röngu tré en öngu? Eftir Özur Lárusson (Mbl. 12. maí 2018).

** Þvílíkur klaufi er Helga Vala í hástemmdu bulli sínu.

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband