Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Rógburður ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki

Aðeins fjögur ríki eru með krónu­gjaldmiðil, en sú íslenzka er þeirra sterk­ust: hef­ur frá ár­inu 2013 styrkzt um 15-45% gagn­vart helztu gjald­miðl­um, er þar með "sú sterk­asta í heimi" að sögn grein­ing­ar­deild­ar Ari­on-banka. Þá hafi einnig verið lítið flökt á krón­unni.

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka gerði sam­an­b­urð á gengi krón­unn­ar eft­ir hrun á Íslandi og annarra gjald­miðla eft­ir krepp­una á Norður­lönd­um 1991 til að meta hvort geng­isþró­un­in væri svipuð eft­ir fjár­mála­áföll. Svo er ekki. Raun­gengið hef­ur styrkst mun hraðar á Íslandi en það gerði á Norður­lönd­um. Á tíu ára tíma­bili hélst raun­gengið á Norður­lönd­um um 10% til 20% veik­ara en það var fyr­ir banka­kreppu. Íslenska krón­an er hins veg­ar kom­in 6% yfir sögu­legt meðaltal. (Mbl.is)

Mikill andróður var lengi vel gegn krónunni, að hún væri "svo veik", einmitt þegar sveigjanleiki hennar var lykilatriði til að verjast í eftirköstum banka­krepp­unnar og ná að styrkja á ný útflutnings­atvinnuvegi okkar og leggja grunninn að marg­föld­uðum vexti í ferðaþjónustu. 

En nú er sterk króna orðin staðreynd og mun draga úr uppgangi ferðaþjón­ust­unnar og  hægja á fjölg­un ferðamanna að mati greiningardeildarinnar, en það virðist undirrituðum þó ásættanlegt, við þurfum að gera svo margt til að bæta hér aðstæður, vegakerfið, þjónustu og aðgengi ferðamanna að mörgum helztu stöðum, þ.m.t. þeim sem þeir hafa fæstir upplifað ennþá. Við þurfum að taka okkur tíma í þessa upp­byggingu og vanda hér allar aðstæður, en ekki óttast, að hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, því að betra er að fá auðugri ferða­menn en gífur­legan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á við­kvæmum náttúruperlum.

Svo eigum við ekki að láta ESB-sinnana um það að endurútgefa rógsherferð sína gegn krónunni með nýjum formerkjum. Hún bjargaði okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leið Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri þjónkan við Evrópska seðlabankann!

Evran hefur hins vegar brugðizt heilu stórþjóðunum innan Evrópusambandsins: Spánverjum og Ítölum, að ógleymdum Grikkjum og Portúgölum. Þess vegna er það svo innilega vitlaust hjá hinni ágætu ESB-konu Þorgerði Katrínu Gunnars­dóttur, þegar hún lætur hafa eftir sér á Eyjunni, að "við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenzka krónu." Hún á að passa sig á því að tala ekki svona fyrir hönd annarra, því að stórum hluta Íslendinga er vel ljóst, að íslenzka krónan er engin þjóðar­skömm, heldur partur af okkar sjálf­stæði (t.d. frá vitlausri hagstjórn hins nefnda Evrópubanka) og hefur reynzt betur en ráð úrtölu­mannanna og reyndar framar björtustu vonum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sterkasta og stöðugasta króna heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefsíða eina flokksins sem þorir að undirbúa framtíðina og taka af snerpu á málum! Framboð tilkynnt. Ríkisstjórnin á nástrái ...

Farið á áhugaverða vefsíðu (þá nýrri) hjá Íslensku þjóðfylkingunni sem heldur landsfund sinn næsta sunnudag. Sjá x-e.is. Auk góðra uppl. um stefnuna er þar strax hafinn undirbún­ingur næstu alþingiskosninga, menn geta byrjað að safna meðmælendum á eyðublöð sem þar má prenta út. Hangir ekki núverandi ríkisstjórn á nástrái hvort sem er?!

Auk fundarboðs til landsfundar eru frambjóðendur til leiðandi starfa innan flokksins kynnt þar. Helgi Helgason, fyrsti formaður okkar, hefur tilkynnt, að hann vilji hætta störfum, en berjast áfram með okkur "í fótgöngu­liðinu". Fjórir bjóða sig fram til formennsku og fjórir til varaformanns. Ritari verður sem áður skipaður af flokks­stjórn og einnig gjaldkeri, væntanlega skv. endur­skoðuðum lögum flokksins (hugsanlegar lagabreytingar verða fyrsta verkefni landsfundar). Þá bjóða 15 manns sig fram til flokksstjórnar, þar á meðal núverandi formaður. Allir eru þessir frambjóðendur nafngreindir á vefsíðunni x-e.is.

Við stefnum á öflugan og orku­gefandi landsfund á sunnudaginn og hvikum hvergi frá okkar þjóðhollu stefnumálum sem flestir aðrir flokkar eru ýmist tregir til að taka á í sínum stefnuskrám eða springa jafnan á limminu þegar til kastanna kemur. Það á t.d. við um skattalækkanir, fyrirheiti um hækkun per­sónuafsláttar, afnám okurvaxta á íbúðalán, fjárveitingar til bráð­nauðsynlegra þyrlu­kaupa Land­helgis­gæslunnar og margt fleira. Svo eru það þau mál líka sem við Þjóðfylkingarmenn einir þorum að nefna á nafn, eins og að segja upp Schengen- og EES-samn­ingunum og að afnema eða a.m.k. endurskoða frá grunni nýju útlendingalögin, þar sem ekki er horft til framtíðarhags þess fólks sem byggir þetta land.

Jón Valur Jensson.


ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit

Frétta­vef­ur Guar­di­an seg­ir ráðamenn ESB hafa varað ea­syJet, Ry­ana­ir og Brit­ish Airways við að flug­fé­lög­in þurfi að flytja höfuðstöðvar sín­ar og selja hluta­bréf til rík­is­borg­ara ESB svo ekki verði breyt­ing­ar á flug­leiðum þeirra. (Mbl.is)

Þannig er þá brezk­um flug­fé­lög­um ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sín­ar til ríkja ESB fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, vilji þau halda flug­leiðum sín­um inn­an ESB óbreytt­um eft­ir út­göng­una, skv. sömu frétt. 

Guar­di­an seg­ir stjórn­end­ur stærstu flug­fé­lag­ana hafa verið minnta á lokuðum fund­um með ráðamönn­um ESB, að til þess að halda áfram flug­leiðum inn­an ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Par­ís­ar – þá verði um­fangs­mik­ill hluti starf­semi þeirra að vera inn­an ESB og að meiri­hluti hluta­bréfa verði sömu­leiðis að vera í eigu rík­is­borg­ara ESB. (Mbl.is)

Hér er í raun verið að knýja Breta til að svara í sömu mynt. Í stað þess að vera það rómaða fríverzlunarsamband, sem ESB-menn geipa af, vilja þeir í raun hefja viðskiptastríð við Stóra-Bretland, kannski til að svala hefnigirni, kannski í þeirri von, að þeir geti svínbeygt brezka ljónið.

Aðeins nokkr­ir dag­ar eru nú þar til Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst virkja 50. grein Lissa­bon sátt­mál­ans og hefja þar með form­lega út­göngu Breta úr ESB. Guar­di­an seg­ir þá ákvörðun auka á lík­ur þess að flug­fé­lög­in verði við kröf­um ESB og end­ur­skipu­leggi starf­semi sína, sem að öll­um lík­ind­um hafi efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Bret­land, m.a. með fækk­un starfa. (Mbl.is)

Ja, hér er álit Guar­di­ans á framhaldinu:

Guardian tel­ur að bú­ast megi við að bresk stjórn­völd sína sam­bæri­lega óbil­girni og að lík­legt sé að þau setji sín­ar eig­in regl­ur sem muni gera evr­ópsk­um flug­fé­lög­um erfiðara um vik að stunda starf­semi í Bretlandi.

Friðarspillirinn ESB heldur áfram að vera sjálfgum sér til skammar. Gagnvart Íslendingum hefur þetta bandalag margbrot á okkur lög og rétt, bæði í Icesave-málinu og makrílveiðimálunum. Engin furða, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar með snefil af sjálfsvirðingu hafna "ESB-aðild", en því miður eru þeir allt of fáir, sem sýna þá einurð, þá þjóðhollustu. Einarðasti flokkurinn í ESB-andstöðunni er einmitt Íslenska þjóðfylkingin.

Grein sérfræðings: Independent Iceland teaches a great deal, fær mikinn uppslátt í Sunday Times um síðustu helgi og sýnir svo með óefanlegum hætti, að Ísland hafði allan hag af því að vera utan ESB í bankakreppunni, en Írland allan skaða af því (og hann ekki lítinn) að vera þá í þessu valdfreka ríkja­bandalagi. Leiðtogar landsins hlustuðu illu heilli á þau ráð Trichets, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að írsk stjórnvöld yrðu að koma í veg fyr­ir að bank­ar færu í þrot, en til þess varði írska ríkið 65 millj­örðum evra (rúm­lega 7.700 millj­örðum króna) af skatt­fé almennings! Stór hluti þess fjár­magns hafi endað í vös­um kröfu­hafa bank­anna, segir í Sunday Times-greininni. 

Ekki verður sú grein til þess að draga úr vilja Breta til að varðveita sem bezt sjálfstæði sitt! Sjá nánar hér á Fullveldisvaktinni: Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfalla­leiðina!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi Arnbjörnsson: persona non grata?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson,...

Athygli vekur, að sigur­vegarinn í for­mennsku­kjöri í VR, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, afþakkar sæti í miðstjórn ASÍ, meðan Gylfi Arn­björns­son er þar forseti. Hvöss svör Gylfa í Sjón­varpi skilj­ast vel af hans eigin hag!

Ekki þarf að gera manninn útlægan, þótt eflaust myndi hann una sínum hag vel í Brussel. En lítum á þessi atriði, sem sýna, að það er löngu kominn tími til að hann sleppi sínu tangarhaldi á verkalýðshreyfingunni eða verði sviptur völdum:

  1. Þessi hagfræðingur er á forstjóra-ofurlaunum sem forseti ASÍ - senni­lega með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði. Hvernig getur slíkur maður borið ærlegt skynbragð á kjör fólks, sem jafnvel þarf að fram­fleyta sér á um eða undir 200.000 kr. á mánuði eftir skatta? Ólíkt Gylfa var eitt fyrsta verk Ragnars Þórs að lækka eigin formannslaun í VR um 300.000 kr. á mánuði.
  2. Gylfi er virkur baráttumaður, á sínum vettvangi með margvíslegum hætti, fyrir innlimun Íslands í erlent stórveldi, Evrópusambandið. Í þessu skyni er ýtt undir það innan varkalýðshreyfingarinnar að senda menn í löngum röðum í Brusselferðir, með miklum dagpeningum, glæsi-uppihaldi og fríðindum, eins og m.a. Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, hefur upplýst um í afar fróðlegri Fréttablaðsgrein, en allt slíkt stuðlar að því að veikja viðnámsþrótt þeirra fulltrúa verkalýðsfélaganna, sem fara í slíkar ferðir, og má kenna þetta við mútu­starfsemi á vegum stórveldis, en hér með þegjandi samþykki og samvinnu verkalýðsforingja undir forystu ESB-mannsins Gylfa Arnbjörnssonar.
  3. Í takt við sína undirgefnisafstöðu gagnvart Evrópusambandinu tók hag­fræðingurinn Gylfi Arnbjörnsson afstöðu GEGN ÞJÓÐARHAG og GEGN LAGALEGUM RÉTTI ÍSLENDINGA í Icesave-málinu, sbr. hér á vef Þjóðar­heiðurs, samtaka gegn icesave: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
  4. Ragnar Þór segir að fenginni reynslu, að honum hafi þótt for­seti ASÍ ekki vera í neinu sam­bandi við vilja fólks­ins í land­inu og sá grun­ur hafi reynzt vera rétt­ur. "Ég bauð mig fram á móti hon­um og hef gert það þris­var sinn­um, til þess að sýna al­menn­ingi í land­inu hversu mik­ils stuðnings hann nýt­ur á meðal þessa þrönga hóps sem er val­inn inn á þing sam­bands­ins.“
  5. Gylfi Arnbjörnsson er einn þeirra sem bera höfuðábyrgð á ólýðræðislegu kosningakerfi til stjórna verkalýðsfélaga og til bæði Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóðanna. Afar þunglamalegt kosningakerfi, með miklum kröfum um fulla lista og fjölda meðmælenda, gera sjálfsprottin framboð nær óhugsandi, og tilgangurinn virðist vera að varðveita hags­munastöðu valdaklíku, sem hefur komið sér vel fyrir innan samtakanna, og jafnvel misnotkun þeirra til hálauna og bitlinga.
  6. Þá ber Gylfi einnig ábyrgð á því að hafa ekkert gert til að losa um tök atvinnurekenda á þeirri eign verkafólks, sem geymd er í lífeyrissjóðum landsins. Með setu margra foringja verkalýðsfélaganna í stjórnum líf­eyr­issjóða fá þeir ekki aðeins tækifæri til að smyrja ofan á laun sín, heldur eru einnig komnir í samkrull við atvinnu­rekendur, eru á fundum með þeim og að njóta lífsins með þeim í fríum sínum, þess vegna í utanlands­ferðum og í dýrum laxveiðiám.
  7. Ekki hafa Gylfi og félagar tekið við sér, þegar Ragnar Þór og samherjar hans hafa lagt til, að líf­eyr­is­sjóðirn­ir komi að lausn hús­næðismála al­menn­ings með bein­um hætti, t.a.m. með því að "leggja fjár­magn í upp­bygg­ingu leigu­fé­laga og bygg­ingu íbúða sem seld­ar væru á kostnaðar­verði eða með hóf­legri álagn­ingu," eins og Ragnar gerir tillögu um. "Hann vill enn­frem­ur að lög­um verði breytt þannig að slík sam­fé­lags­verk­efni væru ekki háð arðsem­is­kröfu." (Mbl.is) „Ég er ekki að leggja það til að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hendi pen­ing­um í ein­hver gælu­verk­efni þar sem þeir muni tap­ast að öllu leyti. Ég er ein­göngu að tala um að sjóðirn­ir komi með þol­in­mótt fjár­magn tíma­bundið inn í slík verk­efni sem væru ekki hagnaðar­drif­in og breyta þeim síðan yfir í sam­vinnu­fé­lög með tíð og tíma og sjóðirn­ir fengju þá sitt fjár­magn til baka,“ segir hinn skynsami og sanngjarni Ragnar Þór.
  8. Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson vanrækt einn al-erfiðasta kjaramálaþátt alþýðu: vaxta- og verðtrygg­ing­ar­mál­in -- tekur hvorki undir kröfur um afnám verðtryggngar né um lækkun stýrivaxta og íbúðalánavaxta. (Krafa Þjóðfylkingarinnar er þar um afnám verðtryggingar, en ella um 2% vaxtaþak á íbúðalán. Af 15 millj. kr. láni hjá Íbúðalánasjóði myndi þessi lækkun úr 5% verðtryggðum vöxtum í 2% verðtryggða vexti þýða lækkun vaxtanna úr 48.719 kr. á mán. í 19.488 kr. Sparnaðurinn af því eina láni yrði þannig hátt í 30.000 kr. á mánuði! Fjölskyldur munar um minna! En gegn slíkri lækkun standa hinir eilífu augnakarlar: Már Guðmundsson og Gylfi Arnbjörnsson!) -- Ragnar Þór segir, að ít­rekað hafi verið reynt að fá álykt­an­ir samþykkt­ar á þing­um ASÍ um afnám verðtrygg­ingar, en þær hafi verið útþynnt­ar af ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni inn­an sam­bands­ins.
  • „Stefna þeirra í þess­um mál­um hef­ur verið að leysa lána- og vaxta­mál­in með því að ganga inn í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru,“ segir Ragnar Þór í þessu sambandi. "En launa­fólk og al­menn­ing­ur í land­inu á ekki að þurfa að hafa byssusting­inn í bak­inu. Við eig­um að geta tekið slíka ákvörðun með upp­lýst­um hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launa­fólki því við get­um gert miklu bet­ur."
  • Ragn­ar vís­ar þar til margít­rekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að ekki sé hægt að af­nema verðtrygg­ingu af lán­um nema með inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru. Ragn­ar tek­ur fram að hann hafi ekki tekið af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins sjálf­ur en hann telji rangt að stilla launa­fólki upp við vegg með þess­um hætti. 
  • „Þarna er um að ræða margít­rekaða stefnu bæði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ASÍ og þar á milli eru mik­il tengsl. Þannig að maður hlýt­ur að draga þá álykt­un að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylg­is við þessa risa­stóru póli­tísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru. Það er bara allt önn­ur umræða.“ (Mbl.is)

Af síðustu klausunum hér má ráða, að Gylfi Arnbjörnsson hafi beitt sér fyrir vagn Samfylkingarinnar í þessum ESB-málum, en trúlega á hann einnig sína tengla sjálfur í Brussel.

Það er fagnaðarefni, að sjálfstætt hugsandi verkalýðsforingi, nefndur Ragnar, mikill grasrótarmaður, hefur tekið við formennsku í stærsta verkalýðsfélagi landsins og bætist þar í hóp ágætra hugsjónamanna eins og Vilhjálms Birgissonar á Akranesi og Aðalsteins Baldurssonar á Húsavík.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágeng spurning til Þorgerðar Katrínar: Hve mörgum milljörðum tapar ríkið og samfélagið á sjómannaverkfallinu?

Í Rúv kl.17 segir hún m.a.: 

„Það er líka algjörlega skýrt af minni hálfu að mér finnst algjörlega ófært fyrir hönd stjórnvalda eða ríkisvaldsins að það séu þriðju aðilar úti í bæ sem skuldbinda ríkið, skattgreiðendur þessa lands, upp á mörg hundruð milljónir króna án þess að tala við það. Þess vegna er gott að menn ræði saman núna, þegar menn vonandi eru að  fara að ná saman með samningum. Ríkinu verður ekki stillt upp við vegg í þessari deilu.“

En ríkið skuldbatt sjómenn, með lögum á þá, til að taka þátt í kostnaði útgerða, án þess að neitt hafi komið á móti -- ekki að útgerðin borgi dýra vinnugalla þeirra eða fæði fjarri heimahöfn.

Svo kokhraust er Þorgerður, þegar hún heldur þó á fund deiluaðila nú síðdegis, að hún telur þetta tímabær og nauðsynleg orð í sama Rúv-viðtali, sem eru þó einfaldlega eins og olía á eldinn hjá sjómönnum:

Þorgerður Katrín segir að afnám sjómannaafsláttar 2009 hafi verið rétt skref í átt að einföldun skattkerfisins.

Það er nefnilega það! Var greinilega ekki frambjóðandi sjómanna haustið 2016!

Svo er RÚVið mjög lélegt í því að láta það ekki koma skýrt í ljós, að á móti tilboði sjómanna í gær hefur EKKERT komið frá útgerðarmönnum, og Heiðrún Lind, þessi annars bráðgáfaða unga kona, getur ekki með neinu móti falið þá staðreynd með léttvægum orðum sínum, sem hún er þó látin komast upp með vegna "óágengni" fréttamanna gagnvart henni. Gaman var samt að heyra þessa frjálshyggjukonu fara hopandi undan vegna sjómannafsláttarins (sem Íslenska þjóðfylkingin berst fyrir, einn flokka), en svo gat hún heldur ekki gert það af neinni styrkri sannfæringu eða með vilja til að fylgja því eftir. En bara það, að hún hafði orð á þessu, æsti upp útgerðarmanna-vinkonuna Þorgerði Katrínu til hennar herskáau ummæla í dag!

Já, Þorgerður, HVE MÖRGUM HUNDRUÐUM EÐA ÞÚSUNDUM MILLJÓNA höfum við tapað nú þegar, í formi gjaldeyris- og skattataps, vegna þessa verkfalls og vegna ótrúlegrar þrjózku Bjarna Ben. og þinnar í málinu?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráðherra fundar með deiluaðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á leið úr bankanum

 

  • Bankinn segir það borgi sig 
  • að bíða eftir því
  • sem virkilega vantar mig:
  • ég verð að komast í frí !
  • En vexti sína hefur hann
  • himinháa´---upp í ský!
  • Á vaxtamuni þá vinna kann ...
  • En verð ég að lúta því?

 

Í grein sinni Kæri Lars ritar Agnar Tómas Möller 8. þ.m. í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál (leturbr. hér):

Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.

Vel mælt. En þekktasti úrtölumaðurinn er vitaskuld Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, mesti baráttujaxl fyrir háum vöxtum á Íslandi og þótt víða væri leitað, til stórfellds tjóns fyrir íbúðakaupendur og fjölda manns og fyrirtækja. Væri Íslenska þjóðfylkingin í ríkisstjórn, væri eitt forgangsmála ugglaust það að breyta lögum um Seðlabankann, svo að hægt verði að ráða nýjan seðlabankastjóra.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afkoman í takt við væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðræða um sjómannaverk­fallið sem er hvorki við hæfi né ábyrg

Það er rangt hjá Þorgerði Katrínu, ráðfrú sjáv­ar­útvegs­mála, að laga­setn­ing til að stoppa verk­fallið sé "óheppileg" og "ein­fald­lega að pissa í skó­inn okk­ar." Þvert á móti er það aug­ljós skylda ríkis­valdsins að grípa inn í, í 1. lagi þúsunda verklausra manna vegna, þegar ekki hefur náðst nein sátt í viðræðum deilu­aðila, og í 2. lagi vegna ugg­laust betri mál­staðar sjómanna, sem útgerðar­menn þvinga til að borga fyrir allan sinn dýra vinnu­fatnað, þótt endingar­tíminn sé skammur, einnig vegna dagpeninga sjómanna, sem þeir borga skatt af, ólíkt dagpeningum alþingismanna! - og ennfremur vegna þess að Alþingi og ríkis­stjórn tók sjómanna­afsláttinn af þessari stétt manna sem við lengstu fjarvistir býr frá fjölskyldum sínum, leggur manna mest til samfélagsins í formi skatta, án þess að geta notað samgöngur og aðra samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir skattgreiðendur, og býr ennfremur við skemmri starfsævi að meðaltali en aðrar stéttir vegna vinnuálags og slysahættu.

Ríkisstjórn SA-manna, SI-manna, FA-manna og útgerðar­manna er bersýnilega ekki "kjörin" til þess að standa með málstað sjómanna, þótt margir hafi þeir eflaust glapizt á að styðja einhverja þeirra þriggja flokka sem að henni standa.

Þor­gerður biðlaði þá til deiluaðila að fara inn í vik­una með það í huga að semja og binda enda á verk­fallið. „Ég hvet menn til að hverfa frá þeim hugs­un­ar­hætti að ríkið komi að deil­unni með sér­tæk­um aðgerðum.“ (Mbl.is)

Þetta ábyrgðarlausa blaður hennar gefur sjómönnum ENGA VON, bara puttann!

Þvert á móti stefnu Sjálfstæðisflokks, "Viðreisnar" og viðhengis þeirra stendur Íslenska þjóðfylkingin með sjómönnum í þesari deilu og hefur margítrekað sett fram kröfuna um 5-6% sjómannaafslátt. Ásamt kröfu okkar um að útgerðin borgi vinnugalla sjómanna, myndi þetta nægja til að höggva á þennan verk­fallshnút, sem veldur sjómönnum og fiskvinnslu­fólki milljarða skaða í töpuðum launum, sviptir sjávar­útveginn og landið gífurlegum gjaldeyris­tekjum og ríkis­sjóð ómældum skatttekjum. Ríkið á allan hag af því, að hjól og skrúfur þessarar atvinnugreinar fari að snúast sem fyrst og skipin að stefna úr höfn á miðin.

Að Þorgerður Katrín, sem stökk aftur inn í pólitík úr hálauna-starfi fyrir atvinnurekendur, sýnir þessu engan skilning, er ekki gæfulegt fyrir traust á henni meðal kjósenda, sem geta spurt sig, til hvers hún hafi aftur farið inn á vettvang stjórnmála. Henni nægir ekki til að vinna upp tiltrú á sér að flytja skrifstofu ráðuneytis síns nokkra daga til Ísafjarðar! Menn láta ekki blekkjast af slíkri yfir­borðs­mennsku.

Vilhjálmur Vilhjálmsson í HB-Granda var í löngu opnuviðtali í Viðskipta-Mogganum nú í vikunni og er þar sérstaklega að verja það, að útgerðin fái um 30% í sinn hlut utan skiptaprósentu, af því að þetta þurfi til að dekka kostnað útgerðarinnar. En þá ættu útgerðarmenn að sýna sóma sinn í því að borga fyrir vinnufata- og hnífakostnað sjómanna. Ríkið getur svo komið til móts við deilu­aðila með því að afnema skattheimtu af dagpeningum og endurvekja sjómanna­afsláttinn, sem þeir eiga svo sannarlega skilinn. Það er auðvelt að réttlæta það með því að benda t.d. á, að norska ríkið greiðir miklar fúlgur í styrki til útgerðarfyrirtækja þar í landi.

En ætla þessir hægriflokkar sér að verða frægir að endemum: að spilla fyrir trausti á Íslandi og langtíma-markaðsuppbyggingu erlendis með því að rýna bara í naflann á sér og fara með sínar frjálshyggju-þulur?!

Leysið verkfallið strax, það er auðvelt, ef og þegar viljinn er til staðar!

Séu stjórnvöld stöð og þver í málinu eins og Þorgerður Katrín, verður að auka þrýsting á þau og opinskáa gagnrýni sem flestra. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í því efni, félagar í Íslensku þjóðfylkingunni. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Eins og að pissa í skóinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur vill deila og drottna

Það hyggst hann gera í Reykjavík með því að hindra að aðrir en Fjór­flokk­urinn og Píratar komi mönnum að í borgar­stjórn; við það gengur honum bet­ur með því að þvert gegn lög­um verði borg­ar­full­trú­um ekki fjölg­að úr 15 við næstu kosn­ingar.

Sjálf­stæðis­flokkurinn, öllu heldur ráðandi öfl þar á bæ, hugsa jafnan fyrst um flokks­hag fremur en um lýðræðislegan valkost manna. Þetta átti sér ekki aðeins stað í aflandsskýrslumálinu í sept.-okt. sl., heldur einnig í þessu máli. Eftir að bæði borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks hafa kvabbað yfir þessari eðlilegu, með lögum ákveðnu fjölgun borgarfulltrúa, stígur nú fram Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem ætlar að "leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að skylda Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verði afnumin." En af hverju á að undanþiggja eitt sveitarfélag öðrum fremur lagaskyldu, hr. ráðherra? Valhallar vegna, svo að hún fái meira tækifæri til að deila og drottna? En þetta er eini flokkurinn sem á færi á því að ná meirihluta borgarfulltrúa í krafti minnihluta atkvæða, með því kerfi sem viðgengizt hefur.

En með fjölgun fulltrúanna í 23 býðst smærri flokkum, jafnvel nýjum og fjárvana, tækifæri til að ná kjöri síns fyrsta borgarfulltrúa í krafti 4 til 4,3% atkvæða. Og það er sannarlega kominn tími til að fleiri raddir og sjónarmið heyrist í borgarstjórn heldur en hingað til. Vinstri menn hafa stjórnað þar afleitlega, fara illa með fé borgarbúa, gatnakerfið, leikskólana, grunnskólana, Reykjavíkurflugvöll og mörg önnur mál, en héldu einmitt kosningafylgi sínu í krafti þess hve lítið var traustið á Sjálfstæðisflokknum eftir Hrunið og er enn.

Og þetta er ekki spurning um að auka útgjöld borgarinnar. Eitt fyrsta verk nýrrar borgarstjórnar þarf að verða að lækka verulega laun borgarfulltrúa.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin óvinsæl

Hún mælist nú með 35% fylgi. Sjálfstæðisflokkur hefur enn misst fylgi, er nú 1,5% lægri en í MMR-könnun 10. jan. Aðrir þingflokkar auka svolítið fylgi sitt, nema Viðreisn sem mælist nú með 6,8%.

35% fylgið er mun minni stuðning­ur en aðrar rík­is­stjórn­ir hafa mælst með við upp­haf stjórn­ar­setu.

Þetta er jafn­framt í eina skiptið sem ný rík­is­stjórn hef­ur ekki mælst með stuðning meiri­hluta kjós­enda, sam­kvæmt MMR.

Við upp­haf stjórn­ar­setu síðustu tveggja rík­is­stjórna mæld­ist stuðning­ur við þær 56% (Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn­ir) og 60% (Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn).

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur flokka í könn­un­inni með 24,6% fylgi. (Mbl.is)

Fylgistap flokks Bjarna Ben. kemur ekki á óvart eftir lélega frammistöðu hans gagnvart kjósendum í aflandseyjamálinu. Hann væri reyndar varla við stjórn­völinn nú, hefðu kjósendur verið upplýstir um feluleikinn strax í október, svo naumlega náði hann þingfylgi sínu.

46,7% kusu núverandi stjórnarflokka, og enn hrapa þeir í trausti.

JVJ.


mbl.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfandi fram hjá öllu yfirborðsskvaldri BB & Co.: Afleit ríkisstjórn!

Ekki ríkisstjórn vinnandi stétta, heldur atvinnurekenda, ekki þjóð­rík­isins, heldur ESB-sinna* og ótryggs BB, ekki landsbyggðarfólks, heldur auðkýf­inga, ekki sjómanna, heldur útgerð­ar­manna, ekki miðflokka, heldur mestu einka­væð­ingar- og hægri­flokka frá upphafi, með "Bjarta framtíð" í bandi með aumlegt umhverf­is­ráðuneyti sem dúsu sína eða hundabein, auk hins erfiða heil­brigðisráðuneyt­is.

Hér verður ekki unnið að gagnsæi og heiðarleika við að upplýsa um vafasama og skattsvika-fjármála­gerninga, heldur verður byggt á því sem hornsteini að kyngja því, að Bjarni Bene­diktsson stakk aflandsmála­skýrsl­unni undan meira en mánuði fyrir kosning­arnar í haust. Hann hefði ekki unnið sinn mikla kosninga­sigur á þessum grundvelli.

Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sannur fullveldissinni, ritar í dag, í grein sinni Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í hendur Evrópustofu:

Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið hefur verið í raun útvörður stjórnsýslunnar gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB.Utanríkisráðuneytið var löngu fallið í hendur ESB-sinna.

Evrópustofa með ráðherrastólana

Flestir þingmenn Viðreisnar eru fyrrerandi forstöðumenn eða starfsmenn Evrópustofu og samtaka ESB hér á landa. Evrópustofa hafði það að markmiði að stýra Íslandi inn í ESB, kortleggja hvaða stofnanir, einstaklinga og félagasamtök þyrfti að ná á sitt band. Að því hefur skipulega verið unnið  með glæstum árangri því miður:  Kannski verður formaður Já Ísland-samtakanna fyrir inngöngu í ESB nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ég held að mörg þau sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast myndu hafa hugsað sig tvisvar um ef þau vissu að þar með væri verið að kjósa yfir sig hreina ESB-ríkisstjórn.

* Jafnvel Óttarr Proppé gumar af því í 19-fréttum Rúv, að inni í stjórnar­sátt­málanum sé þjóðar­atkvæða­greiðsla um Evrópu­sambandið! Vitað er fyrir, að "Björt framtíð" er ESB-flokkur, ekki aðeins í bandi "Viðreisnar", sem einhverra hluta vegna er ríkasti flokkurinn, heldur er flokkurinn eindreginn Evrópu­sambands­flokkur skv. vitnisburði Páls Vals Björns­sonar, stjórnar­manns og fv. þingmanns Bjartr­ar framtíðar, í viðtali hans við Mbl.is í dag: "þess­ir tveir flokk­ar, Viðreisn og Björt framtíð, eru Evr­ópu­flokk­ar," segir hann þar án tvímæla!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefur áhyggjur af landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband