Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Sunnudagur, 11.6.2017
Sjómannadagurinn
Í dag er sjómannadagurinn, sem hefur breyst í tímanna rás. Man ég þann tíma þar sem allir landsmenn fögnuðu með sjómönnum á þessum degi, enda sjávarútvegur og sjómennska aðal-driffjöðrin í þessu landi. Útgerðarfyrirtækin voru staðsett dreift um allt land, sköpuðu vinnu og fjölbreytt menningarlíf.
Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stórfyrirtæki hafa sópað að sér kvóta landsmanna í boði stjórnvalda, með þeim afleiðingum að einungis örfá stór sveitarfélög hafa einhvern sjávarútveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi.
Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strandveiðar sem stefnumál sitt fyrir síðustu kosningar og meinti það, enda fullmótuð aðferðafræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggðakvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu.
Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávarútveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein.
Íslenska þjóðfylkingin vill óska landsmönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf hetjur hafsins og bjargvættir landsins, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.
F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.6.2017
Einkavæðingar- og frjálshyggjustjórnin herðir enn að ríkisfjármálum, almenningi til bölvunar
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára felur í sér brot gegn fyrri lögum, 3% samdrátt í samneyzlu, 2% samdrátt til menntakerfisins, sem hafði í kosningum verið lofað rýmri framlögum eftir langtíma samdrátt. Annað eftir þessu!
Engin loforð ráðandi flokka um aukin framlög til heilbrigðismála næsta árið er að finna í þessari áætlun sem var samþykkt sem ályktun Alþingis í nótt. Þar inni í var framlag til að kaupa þriðju þyrlu fyrir Landhelgisgæzluna, en ekki til að standa undir útgjöldum til að manna þá þyrlu!
Samgöngumál eru áberandi vanrækt, og mætti halda, að stefnt sé að því að fjölga slysum á þjóðvegum!
Almennt er einkavæðingar- og frjálshyggjustefnan á fullu í þessari fimm ára áætlun, og ræður Sjálfstæðisflokkurinn för, einnig um það að standa ekki við loforð um að rétta kjör öryrkja. Vinstrimennska Bjartrar framtíðar heyrir nú til sögubóka.
Undirritaður fylgdist vel með umræðunum á þingfundi sem stóð til kl. 2.10 í nótt og skrifaði um málið þessa grein: Flokksræðið á fullu á Alþingi, í bæði stjórnarflokkum (sem ana áfram í óverjanlegri 5 ára áætlun) og stjórnarandstöðu. Margt mjög athyglisvert kom fram í þeirri umræðu allri, m.a. að þrjú bandalög virðast nú við lýði á Alþingi og óvæntir "bedfellows" þar í einu þeirra.
Jón Valur Jensson.
PS. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samtals 22 þingmenn ef kosið væri í dag, sem er 10 þingmönnum minna en þeir fengu í alþingiskosningunum síðasta haust, en stuðningur við ríkisstjórnina hefur dregist jafnt og þétt saman frá kosningum.Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dregist saman um 3% frá síðustu mælingu en 36% styðja nú ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Rúv greindi fyrst frá.
Heimild:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/01/enn_faerri_stydja_rikisstjornina/
Fjármálaáætlun samþykkt með ágreiningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.6.2017 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20.5.2017
Lilja Dögg gerir rétt í því að hlífa ekki brauðfótastjórn hagsmunaaflanna
Verkefnið er að koma þessari ríkistjórn frá og sameinast í því svo þjóðin geti einbeitt sér að alvörustjórnmálum og þurfi ekki að horfa upp á hvert klúðrið á fætur öðru, sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir réttilega á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins.
Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni flokksins, blandast heldur ekki hugur um, að "svo virðist sem einn flokkur, umfram aðra, stjórni landinu upp á sitt eindæmi," því að "viðhengin tvö", Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki afl til að standa í lappirnar. "Viðreisn er útibú frá Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð virðist svo vera orðin útibú frá Viðreisn," segir Sigurður.
Benti hann á að í ellefu manna ríkisstjórn sitji sex Sjálfstæðismenn og að ekki fyrir svo löngu síðan voru 9 af þeim, sem eru ráðherrar nú, í Sjálfstæðisflokknum. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur því væna hægri slagsíðu, sagði Sigurður skv. frétt Mbl.is.
Þetta Framsóknarþing lofar góðu. Flokkurinn verður ekki lengur misnotaður til að styðja afleitar ríkisstjórnir á brauðfótum -- og heldur ekki þær, sem reyna að vinna sér upp atkvæðaleysið og óvinsældirnar með því að reyna að gera sig voldugar í krafti fjárráða með því að sópa til sín almannaeignum með einkavæðingu í stíl við fyrri feril núlifandi Engeyinga, ekki sízt í fjölskyldu forsætisráðherrans sjálfs.
Og það mun heldur ekki halda þessari ríkisstjórn á floti, að hún er að gerast mesta skattpíningarstjórn sögunnar, svíkst um að efna loforð um skattalækkanir, en bætir bara í með nýja skatta. Kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum, nema við teljum þar með hinn staðfasta ásetning vinstri-meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill leggja þungbærar klyfjar á alla fasteignaeigendur -- og raunar með ófyrirleitinni, sennilega ólögmætri skattheimtu: "innviðagjaldi" -- í þágu óhagkvæmasta samgönguverkefnis á norðurhveli jarðar: "Borgarlínunnar"!
Það vantar sannarlega nýtt afl inn í stjórnmálin, bæði á borgar- og landsmálavettvangi. Íslenska þjóðfylkingin er reiðubúin til þess eftir næstu kosningar, hvort sem þær verða á sviði sveitarstjórna eða jafnvel í landsmálunum strax á þessu ári -- og að taka þátt í stjórnarmyndun með flokkum, sem hægt er að vinna með, en ekki ríkisstjórn sem fylgir leiðarstjörnu sérhagsmuna fámennrar auðstéttar.
Jón Valur Jensson.
Mun aldrei styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 15.5.2017
Er fiskveiðistjórnunarkerfið komið að fótum fram?
Eftir formann Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Nú er sú staða komin upp, að sumir stjórnmálamenn vilja slá sig til riddara með því að þykjast hafa áhyggjur af afkomu fiskvinnslufólks og að fiskveiðistjórnunarkerfið sem unnið er eftir sé barn síns tíma. Það þurfi breytinga við ef H.B. Grandi fari ekki að vilja eins sveitarfélags. Ekki kemur fram að viðkomandi fyrirtæki er að skapa vinnu annarsstaðar, ekki einungis í Reykjavík, heldur einnig á Vopnafirði. Hér er bara um fagurgala og upphrópanir stjórnmálamanna og ráðherra þessa málaflokks að ræða. Þau munu ekki ætla sér að breyta neinu.
Íslenska þjóðfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið frá grunni með það að markmiði að auka frelsi til veiða. Fyrsta skref í þessa átt er að stórauka strandveiðar sem yrðu frjálsar að því marki að menn þyrftu að hafa tilskilin réttindi til slíkra starfa. Haldi einhver að Íslenska þjóðfylkingin vilji rústa núverandi fyrirtækjum í fiskiðnaði er það reginfirra. Ef rétt er gefið geti allir unað vel við sinn hag. Bætt skilyrði sveitarfélaga til að fá aflaheimildir heim í hérað er nauðsyn svo fyrirtæki í fiskvinnslu geti sett sig niður á þeim stöðum þar sem hagkvæmast er að gera út. Þetta myndi styrkja sjávarpláss víða um landið.
Það ætti að stefna að því að allur afli fari á markað. Svo að fyrirtæki geti aðlagast því fyrirkomulagi þarf að setja lög um það nú þegar, þannig að fyrirtæki geti ekki selt sjálfum sér afla á undirverði. Það kæmi sjómönnum og litlum og meðalstórum fiskvinnslum best. Þetta má gera með prósentum af aflaheimildum.
Til að aflaheimildir bolfisks gangi eðlilega í endurnýjun lífdaga er raunhæft að þær afskrifist um 5% á hverju ári og komi til úthlutunar að nýju þar sem allir geti boðið í þær á frjálsum markaði. Hér þarf að setja lög um dreifingu miðað við útgerðarform fiskiskipa og stærð þeirra. Banna skuli togveiðar innan 50 mílna landhelgi, til verndar fiskistofnunum. Netaveiðar yrðu háðar þeim skilyrðum að menn gætu ekki lagt fleiri net en þeir gætu komið með að landi eftir hverja veiðiferð. Þar með væru bönnuð netalögn í sjó á milli veiðiferða. Þetta ákvæði myndi fækka drauganetum og stuðla að því að aflinn yrði verðmætari og betur farinn við löndun.
Íslenska þjóðfylkingin skilur vel vonbrigði, sárindi og áhyggjur þeirra starfsmanna sem missa vinnuna. Ekki einungis þess fiskvinnslufólks sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtæki, heldur einnig þjónustuaðila sem hafa sitt lifibrauð af þessari starfsemi. Það þarf að gera átak í að styrkja þau byggðarlög sem fara, og hafa farið, illa út úr slíkum ráðstöfunum. Oft koma önnur störf í staðinn, en oft verða viðkomandi sveitarfélög ekki svipur hjá sjón eftir slíkar hamfarir. Því er það skylda viðkomandi stjórnvalda á hverjum tíma að gera sitt besta í að setja lagaramma um grunnstoðir samfélagsins og auðlindir þess, þannig að fólk geti sest að á þeim stöðum sem hafa upp á eitthvað að bjóða og þurfi ekki að óttast það að hentistefna fyrirtækja geti lagt líf þess í rúst með geðþóttaákvörðunum. Hér er ekki verið að dæma einstaka fyrirtæki heldur eru þetta allt of mörg tilfelli til að við það verði unað.
Íslenska þjóðfylkingin er eini flokkurinn sem er tilbúinn að fara í málið af fullri einurð og með fastmótaða stefnu sem getur náðst sátt um. Því er það undir landsmönnum komið hvort þeir vilja í raun einhverjar breytingar eða ekki.
Guðmundur Þorleifsson.
Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.5.2017
Þjóðin mun ekki fylgja nefbeinslausum pólitíkusum eftir í blindni; þrátt fyrir ofríki gamalla flokka getur Þjóðfylkingin því slegið í gegn
Ríkisstjórnina skortir einurð í hælisleitendamálum. Ætli leiðtogar Sjálfstæðisflokksins geri sér grein fyrir því, að vesaldómur þeirra í málinu er vatn á myllu Íslensku þjóðfylkingarinnar?
Þrátt fyrir margfaldlega ranglátt kosninga- og kjördæmakerfi* mun Þjóðfylkingunni því vaxa ásmegin, einnig í kosningum, eftir því sem æ fleiri landsmenn átta sig á aumingjaskap hinna flokkanna í þessu mikilvæga máli.
Og hafa lesendur tekið eftir því, að betl á vegum útlendra barna er nú hafið í Reykjavík? (ekki síðar en frá og með síðustu viku). Það er hægt að hafa samúð með blessuðum börnunum, en líklegast er hitt, að hinir fullorðnu sendi þau út til slíkrar tekjuöflunar.
Stríðsástand ríkir ekki í flestum upprunalöndum hælisleitenda sem hingað koma. Það er skýr stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar, að senda eigi hælisleitendur til heimalandsins innan 48 stunda. Þessu gæti Útlendingastofnun vel annað, ef hún fengi til þess nægilegt rekstrarfé, og vitaskuld er það, á heildina litið, margfalt ódýrara en að hafa þetta fólk hér mánuðum saman bíðandi eftir heimsendingu, en sitjandi á meðan jafnvel í hótelherbergjum eða í gamla Hjálpræðishernum eða íbúðum sem sveitarfélög taka á leigu og skapa með því verðbólguhvetjandi þrýsting á leigumarkaðinn. Á sama tíma þrengir þetta fólk að getu velferðarkerfisins til að uppfylla þarfir fátækra og veikra Íslendinga til brýnnar og stjórnarskrárvarinnar hjálpar þeirra. Það ákvæði stjórnarskrárinnar (76. gr.) tekur ekki til erlendra ríkisborgara.
* Sbr. hér: Full nauðsyn á komu 10 manna ÖSE-eftirlitsnefndarinnar hingað (25.4. 2009)
Bjarni Ben. sér ekki ástæðu til að breyta, hvað þá afnema 5%-lágmarkið! (29.4. 2013)
Af ofríki stóru flokkanna og milljarða fjáraustri þeirra úr vösum skattborgara (13.4. 2015)
og: Íslenzk stjórnvöld verðskulda gagnrýni ÖSE rétt eins og tyrknesk (18.4. 2017).
Jón Valur Jensson.
196 umsækjendur fluttir úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.5.2017
Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar í tilefni 1. maí
Ástæða er til að taka undir þessi vel völdu orð og kröftugan boðskap Guðmundar Þorleifssonar:
Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.
1. maí er og á að vera hugleikinn öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr., þau verði skattlaus og skerðingar krónu á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.
Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhræddir við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.
Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.
Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausra úrbóta á lóðaskorti sveitarfélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kostnaðarverði. Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.
Guðmundur Karl Þorleifsson.
Misskipting leiðir til harðnandi átaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.5.2017 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30.4.2017
Dagur verkalýðsins, 1. maí. Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.
1. maí er og á að vera hugleikinn öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr., þau verði skattlaus og skerðingar krónu á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.
Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhræddir við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.
Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.
Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausra úrbóta á lóðaskorti sveitarfélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kostnaðarverði. Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.
Guðmundur Karl Þorleifsson.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17.4.2017
Lífeyrissjóðirnir bregðast ýmsum sjóðfélögum sínum
Helgi Helgason, fyrrv. formaður Ísl. þjóðfylkingarinnar, fékk þessa frásögn senda í pósti (stytt af honum).
Ég á íbúð sem ég keypti 2005. Þegar hrunið kom hækkaði afborgunin úr um 100 þús. á mánuði í tæplega 180 þús. á mánuði. Með aukavinnu og sparsemi hef ég getað staðið við greiðslur í öll þessi ár, meðal annars með því að hafa núðlur í hvert mál fyrir fjölskylduna, í mörg ár.
Svo sá ég að lífeyrissjóðurinn minn býður 3,6% vexti á lánum en lánin mín eru á 4,15% til 5,2% vöxtum. Á lánareiknivél lífeyrissjóðsins reiknaði ég út að ef ég skuldbreytti lánunum á kjörum lífeyrissjóðsins þá myndi greiðslubyrði lækka um 45 þús. á mánuði. Svo ég sótti um lán hjá þeim en fékk þau svör að ég gæti ekki borgað af þessu!
Lánið hjá lífeyrissjóðnum hefði verið um 130 þús. á mánuði, en síðastliðin 8 ár hef ég borgað 180 þús. af bankaláninu. Þegar ég benti á þetta var svar lífeyrissjóðsins: Computer says NO! Þegar ég spurði frekar þá var bent á neytendalög sem sett voru af Árna Páli (Samfylkingu og VG) og hafa verið hert af öðrum ráðherrum.
Er nema von að fólk sé að taka smálán sem bera himinháa vexti til að geta keypt sér í matinn? Sem betur fer er ég með svarta vinnu en ég er að gefast upp.
Svona er því miður ástandið hjá mörgum í dag. En það er merkilegt að það skuli vera stjórnvöld sem standa í vegi fyrir því að fólk geti hjálpað sér sjálft. Ætli Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráherra viti af þessu?
Athyglisverð umræða um þennan pistil er hér á opinni Facebók Íslensku þjóðfylkingarinnar, og meðal annarra tekur þátt í henni hinn nýkjörni formaður Guðmundur Þorleifsson. (Aths. JVJ)
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.4.2017 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4.4.2017
Er Dagur B. Eggertsson svona óskaplega lélegur í reikningi?
Hvernig stendur á því að hann lætur Ólaf Ólafsson (Samskipum/Kvíabryggju) komast upp með að greiða innan við eina milljón kr. fyrir hverja íbúð sem borgin leyfir honum að reisa? Birtist í þessu ástæða þess, að allt gengur á afturfótunum í rekstri Dags á borginni - hann geti bara ekki betur?
Og margt á hann óútskýrt um viðskiptabandalag sitt við Ólaf þennan.
Trúlega er Dagur örvilnun næst vegna aumlegrar frammistöðu sinnar í íbúðamálunum, sbr. þessa frábærlega fyndnu Bakþanka Sirrýjar Hallgrímsdóttur í Fréttablaðinu í dag.
Jón Valur Jensson.
6.250 íbúðir byggðar á næstu 5 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 30.8.2017 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.4.2017
Nær 70% Breta fylgjandi Brexit - en Evrópusambandið reynir að leggja stein í götu Breta
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar, víðtækrar skoðanakönnunar YouGov telja 69% brezk stjórnvöld gera rétt með því að ganga úr Evrópusambandinu, aðeins 21% er andvígt því og telur að koma þurfi í veg fyrir þau áform.
Þetta eru skýrar áherzlur og ættu að sýna þjóðarstuðning við stefnu Theresu May sem verður þó að glíma við harla ágenga og ófyrirleitna mótleiki Evrópuveldisins (sjá hér neðar: Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta).
Í fréttinni kemur fram, að
af þeim sem telja rétt að ganga úr Evrópusambandinu hafi 44% kosið með þeim hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í Bretlandi síðasta sumar þar sem 52% kusu með því að yfirgefa sambandið. Fjórðungur þeirra kusu gegn því að ganga úr Evrópusambandinu en telja engu að síður stjórnvöld gera rétt í ljósi niðurstöðunnar. (Mbl.is)
Takmarkaður er áhugi á því að halda annað þjóðaratkvæði um niðurstöður viðræðna Evrópusambandsins og Bretlands um úrsögn landsins samkvæmt könnuninni. 45% telja að breska ríkisstjórnin eigi að klára málið án frekari aðkomu þings og þjóðar, 27% vilja annað þjóðaratkvæði og 15% vilja að þingið greiði atkvæði um væntanlegan samning.
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sagt að hún sé reiðubúin að ganga frá samningaborðinu ef ekki verði í boði nægjanlega góður samningur. Enginn samningur sé betri en slæmur samningur. Meirihluti Breta er sammála þessu samkvæmt skoðanakönnuninni eða 55%. Tæpur fjórðungur telur rétt að fallast á þann samning sem verði í boði. (Mbl.is)
Leið Breta á að verða tvíhliða viðskiptasamningar
Ennfremur er góður stuðningur við það með hvaða hætti May hyggst ganga úr Evrópusambandinu. Það er að sækjast eftir tvíhliða, víðtækum fríverslunarsamningi. Þannig telja 61% að leið forsætisráðherrans virði niðurstöðu þjóðaratkvæðisins en 11% telja svo ekki vera. Tæpur helmingur, eða 49%, segjast ánægð með þá leið en fjórðungur óánægður.
Þá hafa fleiri trú á að May geti skilað góðri niðurstöðu fyrir Bretland í viðræðunum við Evrópusambandið en þeir sem hafa það ekki eða 48% gegn 39%. (Mbl.is, nánar þar.)
Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta
Viðbrögð ESB ættu að geta kennt Íslendingum einhverja lexíu - eða þeim sem ekkert höfðu lært af því, hvernig Brussel-valdaklíkan ætlaði að fara með okkur í makríldeilunni (að "úthluta" okkur 3,2% hlut í veiðunum á NA-Atlantshafi! - og um sama leyti setti ESB löndunarbann á Færeyinga!) og einnig í Icesave-málinu (að dæma á okkur, saklaus, fulla greiðsluskyldu vegna þeirra reikninga í einkabanka!!!). Bretar hefðu líka mátt búast við svipuðum trakteringum af þessum fyrrum samlagsmönnum sínum.
Stórveldasambandið hefur þegar krafið Breta um greiðslu 50-60 milljarða evra vegna úrsagnarinnar, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna! (sbr. erlend skrif hér).
Þá berast fregnir af því, að Evrópusambandið krefst þess nú, að Bretlandi verði nægjanlega ágengt í skilnaði sínum við sambandið, áður en viðræður um viðskiptasamning þeirra á milli geti hafizt! - en þessi krafa kemur fram í viðræðuáætlunum ESB sem birtar voru í morgun (Mbl.is segir frá þessu í annarri frétt að morgni 31. marz: ESB verður ekki við ákalli May). Sbr. einnig hér: ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit.
Hvort minnir þessir erfiðleikar Breta ekki á fleygan kviðling Jóns prófessors Helgasonar í Árnasafni í Kaupmannahöfn:
Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark
en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,
mun hljóta notuð herra sinna spark
og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.
Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,
og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,
skal fyrr en varir hremmd í harða kló.
Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!
Undirstrikun hér!
Jón Valur Jensson.
Telja rétt að ganga úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)