Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 29.3.2017
Rógburður ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki
Aðeins fjögur ríki eru með krónugjaldmiðil, en sú íslenzka er þeirra sterkust: hefur frá árinu 2013 styrkzt um 15-45% gagnvart helztu gjaldmiðlum, er þar með "sú sterkasta í heimi" að sögn greiningardeildar Arion-banka. Þá hafi einnig verið lítið flökt á krónunni.
Greiningardeild Arion banka gerði samanburð á gengi krónunnar eftir hrun á Íslandi og annarra gjaldmiðla eftir kreppuna á Norðurlöndum 1991 til að meta hvort gengisþróunin væri svipuð eftir fjármálaáföll. Svo er ekki. Raungengið hefur styrkst mun hraðar á Íslandi en það gerði á Norðurlöndum. Á tíu ára tímabili hélst raungengið á Norðurlöndum um 10% til 20% veikara en það var fyrir bankakreppu. Íslenska krónan er hins vegar komin 6% yfir sögulegt meðaltal. (Mbl.is)
Mikill andróður var lengi vel gegn krónunni, að hún væri "svo veik", einmitt þegar sveigjanleiki hennar var lykilatriði til að verjast í eftirköstum bankakreppunnar og ná að styrkja á ný útflutningsatvinnuvegi okkar og leggja grunninn að margfölduðum vexti í ferðaþjónustu.
En nú er sterk króna orðin staðreynd og mun draga úr uppgangi ferðaþjónustunnar og hægja á fjölgun ferðamanna að mati greiningardeildarinnar, en það virðist undirrituðum þó ásættanlegt, við þurfum að gera svo margt til að bæta hér aðstæður, vegakerfið, þjónustu og aðgengi ferðamanna að mörgum helztu stöðum, þ.m.t. þeim sem þeir hafa fæstir upplifað ennþá. Við þurfum að taka okkur tíma í þessa uppbyggingu og vanda hér allar aðstæður, en ekki óttast, að hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, því að betra er að fá auðugri ferðamenn en gífurlegan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á viðkvæmum náttúruperlum.
Svo eigum við ekki að láta ESB-sinnana um það að endurútgefa rógsherferð sína gegn krónunni með nýjum formerkjum. Hún bjargaði okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leið Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri þjónkan við Evrópska seðlabankann!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sterkasta og stöðugasta króna heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2017 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28.3.2017
Svikastjórnina frá!
Ríkisstjórn með minnihl.fylgi hangir inni á einu atkvæði eftir feluleiks-svik BB við kjósendur í haust,* vill þó einkavæða á fullu! Viðreisn vill 20% gengisfellingu, flokkur með 3,1% fylgi!
Hvað halda þessir menn að þeir séu? Hverjum eiga þeir að þjóna? SA og SI eða þjóðinni? Og af hverju lækka þeir ekki vextina strax? Er það af því að þeir vilja koma óorði á okkar vel hæfu krónu, í þeirri ljótu von sinni að geta narrað þjóðina inn í það stórríki sem þeir hafa svarið hollustu sína, Evrópusambandið?
Út af með þessa menn af vellinum! Nýjar kosningar strax í vor, áður en þessar boðflennur hafa gert af sér meiri óskunda!
* Sbr. Þorvald Gylfason prófessor í Fréttablaðinu 23. febr. sl.: "þeir hafa eins atkvæðis meirihluta á Alþingi og það í krafti stolinna kosninga."
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27.3.2017
Vefsíða eina flokksins sem þorir að undirbúa framtíðina og taka af snerpu á málum! Framboð tilkynnt. Ríkisstjórnin á nástrái ...
Farið á áhugaverða vefsíðu (þá nýrri) hjá Íslensku þjóðfylkingunni sem heldur landsfund sinn næsta sunnudag. Sjá x-e.is. Auk góðra uppl. um stefnuna er þar strax hafinn undirbúningur næstu alþingiskosninga, menn geta byrjað að safna meðmælendum á eyðublöð sem þar má prenta út. Hangir ekki núverandi ríkisstjórn á nástrái hvort sem er?!
Auk fundarboðs til landsfundar eru frambjóðendur til leiðandi starfa innan flokksins kynnt þar. Helgi Helgason, fyrsti formaður okkar, hefur tilkynnt, að hann vilji hætta störfum, en berjast áfram með okkur "í fótgönguliðinu". Fjórir bjóða sig fram til formennsku og fjórir til varaformanns. Ritari verður sem áður skipaður af flokksstjórn og einnig gjaldkeri, væntanlega skv. endurskoðuðum lögum flokksins (hugsanlegar lagabreytingar verða fyrsta verkefni landsfundar). Þá bjóða 15 manns sig fram til flokksstjórnar, þar á meðal núverandi formaður. Allir eru þessir frambjóðendur nafngreindir á vefsíðunni x-e.is.
Við stefnum á öflugan og orkugefandi landsfund á sunnudaginn og hvikum hvergi frá okkar þjóðhollu stefnumálum sem flestir aðrir flokkar eru ýmist tregir til að taka á í sínum stefnuskrám eða springa jafnan á limminu þegar til kastanna kemur. Það á t.d. við um skattalækkanir, fyrirheiti um hækkun persónuafsláttar, afnám okurvaxta á íbúðalán, fjárveitingar til bráðnauðsynlegra þyrlukaupa Landhelgisgæslunnar og margt fleira. Svo eru það þau mál líka sem við Þjóðfylkingarmenn einir þorum að nefna á nafn, eins og að segja upp Schengen- og EES-samningunum og að afnema eða a.m.k. endurskoða frá grunni nýju útlendingalögin, þar sem ekki er horft til framtíðarhags þess fólks sem byggir þetta land.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2017 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24.3.2017
Marine Le Pen - flottur upprennandi þjóðarleiðtogi?
Marine Le Pen er farin að sýna á sér þjóðhöfðingjasnið, með heimsókn sinni í Kremlarhöll til Valdimírs Pútín, þótt rangt sé að taka það sem beinan stuðning hans við hana; hann undirstrikar að þar sé oft tekið á móti stjórnarandstöðumönnum frá ýmsum löndum. En eftir fundinn með Pútín hvatti frú Marine til þess að bundinn yrði endi á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram 7. apríl nk. Og það er nánast hnífjafnt milli Le Pen og helzta keppinautar hennar, Macrons. Meira af því seinna.
Einhver gæti haldið Íslensku þjóðfylkinguna augljós systursamtök hinnar frönsku Þjóðfylkingar (Front national) frú Le Pen, en það er ekki rétt, og enskt nafn okkar er The National Icelandic Alliance, ekki National Front. Með því er líka vísvitandi sneitt hjá öllum hernaðar- eða vígalegum hugrenningatengslum orðsins "front"! Við viljum fylkja fólki saman um sjálfstæði lands og þjóðar.
En við í ÍÞ erum mjög ánægð með það, að frú Marine gerði alla rasista og fasista brottræka úr flokknum,* rétt eins og Svíþjóðardemókratar gerðu það sama við of róttæk ungmennasamtök sín árið 2015.** Við söfnum ekki ruslaralýð í Íslensku þjóðfylkinguna, heldur sönnum þjóðarvinum og baráttufólki fyrir réttlátum kjörum alþýðu.
* Hún losaði sig jafnvel við sinn eigin föður úr flokknum vegna ofurróttækni hans! En rammhlutdrægur "fréttamaður" RÚV, Kári Gylfason, var rétt í þessu að lýsa Marine Le Pen sem "þjóðernispopúlista [sem] þykir hafa öfgafull viðhorf" og eitt af þeim kaus hann svo greinilega að nefna í næsta orði: að hún vilji úrsögn Frakklands úr Evrópusambandinu! En eru það öfgar?!
** Í framhjáhlaupi má geta þess, að skv. nýjustu skoðanakönnun Dagens Nyheter og sænska sjónvarpsins eru Svíþjóðardemókratar orðnir næststærsti flokkur landsins, komnir yfir Hægri flokkinn (18%) með heil 19,2%. Svíþjóðardemókratar stofnuðu sinn flokk 1988, en náðu ekki inn á þing (yfir 4% múrinn) fyrr en 2010. --Já, þjóðlegum flokkum í Evrópu vex hratt fiskur um hrygg á síðustu árum vegna óábyrgrar innflytjendastefnu þýzkra, norrænna og niðurlenzkra krataflokka og annarra meðvirkra flokka sem hanga gjarnan í pilsfaldi Evrópusambandsins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Pútín fundar með Le Pen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Donald Trump yngri gagnrýnir Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, vegna ummæla hans um hryðjuverkaárásir sem nánast normal þátt í borgarlífi
Hér um vísast til pistils sem birtur var á þessu bloggi í dag. Umræðan þar var áhugaverð um sumt, eins og hrikaleg hryðjuverk öfgaislamista í Bretlandi. Þeim mun hneykslanlegri eru ummæli þessa borgarstjóra, en eitt er víst, að ekki veldur hann islamistum vonbrigðum með þessum þægðarlegu orðum sínum; menn geta svo velt því fyrir sér, hvort hann er meðvirkur með hatursöflum meðal róttækustu fylgismanna Múhameðs.
En skoðið þetta, þið sem misstuð af þeirri umræðu: Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari ÍÞ, skrifar á Facebók:
Sonur Donalds Trump á ekki orð yfir múslima-borgarstjórann í London sem sagði að hryðjuverk væru eðlilegur hluti þess að búa í stórborg.* Gaman að hafa svona borgarstjóra jú jú, þið verðið bara að taka dauða ykkar með stórmennsku, hryðjuverkamennirnir þurfa sitt rými. Vá hvað maðurinn er sannur múslimi. Sonur Trumps sagði: "Are you kidding me?" Er nema von að hann spyrji ... Sjá nánar: Donald Trump Jnr attacks Sadiq Khan over mayor´s ´terror attacks part of city life quote´.
* Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagði að "terror attacks" væru "part and parcel of living in a city." Hugtakaparið "part and parcel" er notað um eitthvað sem er nánast órjúfanlegur þáttur í eða partur af einhverju. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs, s. 745a, þýðir þetta svona: "aðalatriði, kjarni (e-s)".
![]() |
Fimm látnir og 40 særðir í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 22.3.2017
ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit
Fréttavefur Guardian segir ráðamenn ESB hafa varað easyJet, Ryanair og British Airways við að flugfélögin þurfi að flytja höfuðstöðvar sínar og selja hlutabréf til ríkisborgara ESB svo ekki verði breytingar á flugleiðum þeirra. (Mbl.is)
Þannig er þá brezkum flugfélögum ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sínar til ríkja ESB fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, vilji þau halda flugleiðum sínum innan ESB óbreyttum eftir útgönguna, skv. sömu frétt.
Guardian segir stjórnendur stærstu flugfélagana hafa verið minnta á lokuðum fundum með ráðamönnum ESB, að til þess að halda áfram flugleiðum innan ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Parísar þá verði umfangsmikill hluti starfsemi þeirra að vera innan ESB og að meirihluti hlutabréfa verði sömuleiðis að vera í eigu ríkisborgara ESB. (Mbl.is)
Hér er í raun verið að knýja Breta til að svara í sömu mynt. Í stað þess að vera það rómaða fríverzlunarsamband, sem ESB-menn geipa af, vilja þeir í raun hefja viðskiptastríð við Stóra-Bretland, kannski til að svala hefnigirni, kannski í þeirri von, að þeir geti svínbeygt brezka ljónið.
Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst virkja 50. grein Lissabon sáttmálans og hefja þar með formlega útgöngu Breta úr ESB. Guardian segir þá ákvörðun auka á líkur þess að flugfélögin verði við kröfum ESB og endurskipuleggi starfsemi sína, sem að öllum líkindum hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir Bretland, m.a. með fækkun starfa. (Mbl.is)
Ja, hér er álit Guardians á framhaldinu:
Guardian telur að búast megi við að bresk stjórnvöld sína sambærilega óbilgirni og að líklegt sé að þau setji sínar eigin reglur sem muni gera evrópskum flugfélögum erfiðara um vik að stunda starfsemi í Bretlandi.
Friðarspillirinn ESB heldur áfram að vera sjálfgum sér til skammar. Gagnvart Íslendingum hefur þetta bandalag margbrot á okkur lög og rétt, bæði í Icesave-málinu og makrílveiðimálunum. Engin furða, að allir íslenzkir stjórnmálaflokkar með snefil af sjálfsvirðingu hafna "ESB-aðild", en því miður eru þeir allt of fáir, sem sýna þá einurð, þá þjóðhollustu. Einarðasti flokkurinn í ESB-andstöðunni er einmitt Íslenska þjóðfylkingin.
Grein sérfræðings: Independent Iceland teaches a great deal, fær mikinn uppslátt í Sunday Times um síðustu helgi og sýnir svo með óefanlegum hætti, að Ísland hafði allan hag af því að vera utan ESB í bankakreppunni, en Írland allan skaða af því (og hann ekki lítinn) að vera þá í þessu valdfreka ríkjabandalagi. Leiðtogar landsins hlustuðu illu heilli á þau ráð Trichets, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að írsk stjórnvöld yrðu að koma í veg fyrir að bankar færu í þrot, en til þess varði írska ríkið 65 milljörðum evra (rúmlega 7.700 milljörðum króna) af skattfé almennings! Stór hluti þess fjármagns hafi endað í vösum kröfuhafa bankanna, segir í Sunday Times-greininni.
Ekki verður sú grein til þess að draga úr vilja Breta til að varðveita sem bezt sjálfstæði sitt! Sjá nánar hér á Fullveldisvaktinni: Írland og Ísland: Fengum að heyra það: Við fórum leiðina réttu, einmitt ekki írsku hrakfallaleiðina!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20.3.2017
Allt við það sama í gervifréttaburði Rúv og þöggunarstarfsemi fréttastofunnar
Fréttastofa Rúv virðist ekki hafa haft trausta heimild fyrir því að Trump hafi neitað að taka í hönd Angelu Merkel.* Samt var hamazt í því máli á Rúv nokkra daga! Hitt þegir Rúv um endalaust, að sænskir þingmenn sósíaldemókrata sýna Svíþjóðardemókrötum ískalt viðmót og hafa frá fyrsta degi þeirra á þingi árið 2010 neitað að heilsa þeim, jafnvel þótt þeir síðarnefndu bjóði fram höndina! Þetta er ekki bara nokkurra andartaka ástand í Ríkisdeginum, eins og í Hvíta húsinu, heldur gengur það þannig áfram ár eftir ár eftir ár!
En kannski eru sósíaldemókratar, sérstaklega sænskir, undanþegnir þeim kurteisisreglum sem Rúv hefur búið sér til þegar horft er í vesturátt úr Efstaleiti.
Fréttastofa Rúv er vel að merkja jafnan valkvæm í ÞÖGGUN sinni ekkert síður en í GERVIFRÉTTUM sínum - tíðindalaust sem sé af þeim vettvangi!
* Sbr. fréttartengil Mbl.is hér neðar.
Jón Valur Jensson.
PS. Íslenska þjóðfylkingin hefur, vel að merkja, engin formleg tengsl við Svíþjóðardemókrata, en saga þeirra er áhugaverð. Flokkurinn var stofnaður árið 1988, en tókst ekki að rjúfa 4% múrinn til að komast inn á þjóðþingið (Riksdagen) fyrr en í kosningunum 2010, eftir 22 ára utanþingslíf flokksins. En árangur hans síðan þá er óumdeilanlegur: Svíþjóðardemókratar hafa nú 49 af hinum 349 þingmönnum á Ríkisdeginum.
Einn mikilvægur áfangi Svíþjóðardemókrata var sá að reka ungliðadeildina úr flokknum árið 2015 vegna ásakana um rasisma og tengsla við öfgahópa.
(Aths. JVJ.)
![]() |
Neitaði ekki að taka í hönd Merkel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19.3.2017
Vegna landsfundar Íslensku þjóðfylkingarinnar 2. apríl nk.
Síðasti dagur til að skrá sig í Íslensku þjóðfylkinguna fyrir landsfundinn er í dag, sunnudaginn 19. mars 2017. Hægt er að skrá sig í flokkinn á heimasíðu hans: http://www.x-e.is
Greiðið í gegnum heimabankann ykkar í dag eða til miðnættis.
Árgjaldið er 3000 kr. og er hægt að greiða inn á reikning flokksins: 1161-26-4202, kt. 420216-0330.
http://thjodhollpolitik.blogspot.se/
Baldur Bjarnason, Gautaborg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16.3.2017
Gylfi Arnbjörnsson: persona non grata?
Athygli vekur, að sigurvegarinn í formennskukjöri í VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afþakkar sæti í miðstjórn ASÍ, meðan Gylfi Arnbjörnsson er þar forseti. Hvöss svör Gylfa í Sjónvarpi skiljast vel af hans eigin hag!
Ekki þarf að gera manninn útlægan, þótt eflaust myndi hann una sínum hag vel í Brussel. En lítum á þessi atriði, sem sýna, að það er löngu kominn tími til að hann sleppi sínu tangarhaldi á verkalýðshreyfingunni eða verði sviptur völdum:
- Þessi hagfræðingur er á forstjóra-ofurlaunum sem forseti ASÍ - sennilega með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði. Hvernig getur slíkur maður borið ærlegt skynbragð á kjör fólks, sem jafnvel þarf að framfleyta sér á um eða undir 200.000 kr. á mánuði eftir skatta? Ólíkt Gylfa var eitt fyrsta verk Ragnars Þórs að lækka eigin formannslaun í VR um 300.000 kr. á mánuði.
- Gylfi er virkur baráttumaður, á sínum vettvangi með margvíslegum hætti, fyrir innlimun Íslands í erlent stórveldi, Evrópusambandið. Í þessu skyni er ýtt undir það innan varkalýðshreyfingarinnar að senda menn í löngum röðum í Brusselferðir, með miklum dagpeningum, glæsi-uppihaldi og fríðindum, eins og m.a. Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, hefur upplýst um í afar fróðlegri Fréttablaðsgrein, en allt slíkt stuðlar að því að veikja viðnámsþrótt þeirra fulltrúa verkalýðsfélaganna, sem fara í slíkar ferðir, og má kenna þetta við mútustarfsemi á vegum stórveldis, en hér með þegjandi samþykki og samvinnu verkalýðsforingja undir forystu ESB-mannsins Gylfa Arnbjörnssonar.
- Í takt við sína undirgefnisafstöðu gagnvart Evrópusambandinu tók hagfræðingurinn Gylfi Arnbjörnsson afstöðu GEGN ÞJÓÐARHAG og GEGN LAGALEGUM RÉTTI ÍSLENDINGA í Icesave-málinu, sbr. hér á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn icesave: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
- Ragnar Þór segir að fenginni reynslu, að honum hafi þótt forseti ASÍ ekki vera í neinu sambandi við vilja fólksins í landinu og sá grunur hafi reynzt vera réttur. "Ég bauð mig fram á móti honum og hef gert það þrisvar sinnum, til þess að sýna almenningi í landinu hversu mikils stuðnings hann nýtur á meðal þessa þrönga hóps sem er valinn inn á þing sambandsins.
- Gylfi Arnbjörnsson er einn þeirra sem bera höfuðábyrgð á ólýðræðislegu kosningakerfi til stjórna verkalýðsfélaga og til bæði Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóðanna. Afar þunglamalegt kosningakerfi, með miklum kröfum um fulla lista og fjölda meðmælenda, gera sjálfsprottin framboð nær óhugsandi, og tilgangurinn virðist vera að varðveita hagsmunastöðu valdaklíku, sem hefur komið sér vel fyrir innan samtakanna, og jafnvel misnotkun þeirra til hálauna og bitlinga.
- Þá ber Gylfi einnig ábyrgð á því að hafa ekkert gert til að losa um tök atvinnurekenda á þeirri eign verkafólks, sem geymd er í lífeyrissjóðum landsins. Með setu margra foringja verkalýðsfélaganna í stjórnum lífeyrissjóða fá þeir ekki aðeins tækifæri til að smyrja ofan á laun sín, heldur eru einnig komnir í samkrull við atvinnurekendur, eru á fundum með þeim og að njóta lífsins með þeim í fríum sínum, þess vegna í utanlandsferðum og í dýrum laxveiðiám.
- Ekki hafa Gylfi og félagar tekið við sér, þegar Ragnar Þór og samherjar hans hafa lagt til, að lífeyrissjóðirnir komi að lausn húsnæðismála almennings með beinum hætti, t.a.m. með því að "leggja fjármagn í uppbyggingu leigufélaga og byggingu íbúða sem seldar væru á kostnaðarverði eða með hóflegri álagningu," eins og Ragnar gerir tillögu um. "Hann vill ennfremur að lögum verði breytt þannig að slík samfélagsverkefni væru ekki háð arðsemiskröfu." (Mbl.is) Ég er ekki að leggja það til að lífeyrissjóðirnir hendi peningum í einhver gæluverkefni þar sem þeir muni tapast að öllu leyti. Ég er eingöngu að tala um að sjóðirnir komi með þolinmótt fjármagn tímabundið inn í slík verkefni sem væru ekki hagnaðardrifin og breyta þeim síðan yfir í samvinnufélög með tíð og tíma og sjóðirnir fengju þá sitt fjármagn til baka, segir hinn skynsami og sanngjarni Ragnar Þór.
- Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson vanrækt einn al-erfiðasta kjaramálaþátt alþýðu: vaxta- og verðtryggingarmálin -- tekur hvorki undir kröfur um afnám verðtryggngar né um lækkun stýrivaxta og íbúðalánavaxta. (Krafa Þjóðfylkingarinnar er þar um afnám verðtryggingar, en ella um 2% vaxtaþak á íbúðalán. Af 15 millj. kr. láni hjá Íbúðalánasjóði myndi þessi lækkun úr 5% verðtryggðum vöxtum í 2% verðtryggða vexti þýða lækkun vaxtanna úr 48.719 kr. á mán. í 19.488 kr. Sparnaðurinn af því eina láni yrði þannig hátt í 30.000 kr. á mánuði! Fjölskyldur munar um minna! En gegn slíkri lækkun standa hinir eilífu augnakarlar: Már Guðmundsson og Gylfi Arnbjörnsson!) -- Ragnar Þór segir, að ítrekað hafi verið reynt að fá ályktanir samþykktar á þingum ASÍ um afnám verðtryggingar, en þær hafi verið útþynntar af ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni innan sambandsins.
- Stefna þeirra í þessum málum hefur verið að leysa lána- og vaxtamálin með því að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru, segir Ragnar Þór í þessu sambandi. "En launafólk og almenningur í landinu á ekki að þurfa að hafa byssustinginn í bakinu. Við eigum að geta tekið slíka ákvörðun með upplýstum hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launafólki því við getum gert miklu betur."
- Ragnar vísar þar til margítrekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Samfylkingarinnar að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu af lánum nema með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Ragnar tekur fram að hann hafi ekki tekið afstöðu til Evrópusambandsins sjálfur en hann telji rangt að stilla launafólki upp við vegg með þessum hætti.
- Þarna er um að ræða margítrekaða stefnu bæði Samfylkingarinnar og ASÍ og þar á milli eru mikil tengsl. Þannig að maður hlýtur að draga þá ályktun að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylgis við þessa risastóru pólitísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er bara allt önnur umræða. (Mbl.is)
Af síðustu klausunum hér má ráða, að Gylfi Arnbjörnsson hafi beitt sér fyrir vagn Samfylkingarinnar í þessum ESB-málum, en trúlega á hann einnig sína tengla sjálfur í Brussel.
Það er fagnaðarefni, að sjálfstætt hugsandi verkalýðsforingi, nefndur Ragnar, mikill grasrótarmaður, hefur tekið við formennsku í stærsta verkalýðsfélagi landsins og bætist þar í hóp ágætra hugsjónamanna eins og Vilhjálms Birgissonar á Akranesi og Aðalsteins Baldurssonar á Húsavík.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2017 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)