Marine Le Pen - flottur upprennandi þjóðarleiðtogi?

Marine Le Pen er farin að sýna á sér þjóðhöfðingjasnið, með heimsókn sinni í Kremlarhöll til Valdimírs Pútín, þótt rangt sé að taka það sem beinan stuðn­ing hans við hana; hann undir­strikar að þar sé oft tekið á móti stjórn­ar­and­stöðu­mönnum frá ýmsum löndum. En eftir fundinn með Pútín hvatti frú Marine til þess að bundinn yrði endi á efnahagslegar refsi­aðgerðir Evrópu­sambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Fyrri umferð forseta­kosn­ing­anna í Frakklandi fer fram 7. apríl nk. Og það er nánast hnífjafnt milli Le Pen og helzta keppinautar hennar, Macrons. Meira af því seinna.

Einhver gæti haldið Íslensku þjóðfylkinguna augljós systursamtök hinnar frönsku Þjóðfylkingar (Front national) frú Le Pen, en það er ekki rétt, og enskt nafn okkar er The National Icelandic Alliance, ekki National Front. Með því er líka vísvitandi sneitt hjá öllum hernaðar- eða vígalegum hugrenninga­tengslum orðsins "front"! Við viljum fylkja fólki saman um sjálfstæði lands og þjóðar.

En við í ÍÞ erum mjög ánægð með það, að frú Marine gerði alla rasista og fasista brottræka úr flokknum,* rétt eins og Svíþjóðardemókratar gerðu það sama við of róttæk ungmennasamtök sín árið 2015.** Við söfnum ekki ruslara­lýð í Íslensku þjóðfylkinguna, heldur sönnum þjóðarvinum og baráttufólki fyrir réttlátum kjörum alþýðu.

* Hún losaði sig jafnvel við sinn eigin föður úr flokknum vegna ofurróttækni hans! En rammhlutdrægur "fréttamaður" RÚV, Kári Gylfason, var rétt í þessu að lýsa Marine Le Pen sem "þjóðernis­popúlista [sem] þykir hafa öfgafull viðhorf" og eitt af þeim kaus hann svo greinilega að nefna í næsta orði: að hún vilji úrsögn Frakklands úr Evrópusambandinu! En eru það öfgar?!

** Í framhjáhlaupi má geta þess, að skv. nýjustu skoðanakönnun Dagens Ny­heter og sænska sjónvarpsins eru Svíþjóðar­demókratar orðnir næststærsti flokkur landsins, komnir yfir Hægri flokkinn (18%) með heil 19,2%. Svíþjóðar­demókratar stofnuðu sinn flokk 1988, en náðu ekki inn á þing (yfir 4% múrinn) fyrr en 2010. --Já, þjóðlegum flokkum í Evrópu vex hratt fiskur um hrygg á síðustu árum vegna óábyrgrar innflytjendastefnu þýzkra, norrænna og niður­lenzkra krataflokka og annarra meðvirkra flokka sem hanga gjarnan í pilsfaldi Evrópusambandsins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pútín fundar með Le Pen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Víð vona það besta fyrir Marine Le Pen. Bara hun getur redda Frakklandi.

Merry, 24.3.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband