Mánudagur, 3.4.2017
Ályktun um varnar- og öryggismál Íslands
Íslenska þjóðfylkingin ályktar að öryggismál þjóðarinnar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðjuverkaógnin sem vofir yfir Evrópuríkjum um þessar mundir og um ófyrirséða framtíð og er Ísland þar ekki undanskilið. Bregðast þarf við á tvennan hátt. Annars vegar að efla löggæslu með því að fullmanna lögregluna og Landhelgisgæsluna. Hins vegar með stofnun heimavarnarliðs eða öryggissveita.
Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildarríki heitið að leggja meira fram til sameiginlegra varna. Núverandi ríkisstjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikilvæga þjôðaröryggismál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.4.2017
Tvær af ályktunum landsfundar flokksins í dag, um framboð til borgarstjórnar og um lífsverndarmál
Báðar voru samþykktar samhljóða.
I: Tillaga Guðmundar Þorleifssonar, sem á fundinum var kosinn formaður flokksins:
"Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgarstjórnarkosningu. Það verður lögð áhersla á að afturkalla lóð undir moskubyggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðunandi horf; stuðlað verði að uppbyggingu á félagslegu húsnæði með því að lóðakostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði."
Og hér síðast er vitaskuld verið að tala um gatnagerðargjöldin og önnur gjöld vegna lóðaúthlutana.
II: Tillaga Guðmundar Pálssonar læknis (um stytta útgáfu af lengri tillögu frá Jóni Val Jenssyni, Guðlaugi Ævari Hilmarssyni, Guðmundi Pálssyni og Maríu Magnúsdóttur):
"Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýframkomnum hugmyndum um róttækar breytingar á fóstureyðingalöggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum."
Hér var í báðum tilvikum um ánægjulegar ákvarðanir að ræða í stefnumálum flokksins og full sátt um þær.
Þriðja ályktunin, sem samþykkt var á fundinum, frá Birgi Loftssyni sagnfræðingi, um löggæzlu-, varnar- og öryggismál, verður kynnt hér á morgun.
jvj
Innanflokksmál | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 2.4.2017
Íslenska þjóðfylkingin endurnýjar krafta sína á landsfundi
Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar, sá annar frá stofnun hennar, var haldinn í dag, endurskoðuð lög hennar samþykkt og ný stjórn kjörin - flokksstjórn að verulegu leyti óbreytt, en nýr formaður er Guðmundur Karl Þorleifsson og nýr varaformaður Reynir Heiðarsson. Ennfremur var kosinn nýr ritari: Sverrir Sverrisson. Þessir þrír skipa framkvæmdastjórn flokksins. Allir sitja þeir í 15 manna flokksstjórninni, og voru hinir tólf sjálfkjörnir, en kosið um þrjá varamenn, og eru þeir Guðlaugur Ævar Hilmarsson, Geir Harðarson og Garðar Ottesen.
Þessir sitja nú í flokksstjórn ÍÞ:
- Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
- Reynir Heiðarsson varaformaður.
- Sverrir Sverrisson ritari.
- Birgir Loftsson.
- Helgi Helgason.
- Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir.
- Hjördís Diljá Bech.
- Jens G. Jensson.
- Jón Valur Jensson.
- Kjartan Örn Kjartansson.
- María Magnúsdóttir.
- Sigurður Bjarnason.
- Sigurlaug Oddný Björnsdóttir.
- Sveinbjörn Guðmundsson.
- Þorsteinn Einarsson.
Gjaldkeri flokksins verður kosinn af framkvæmdastjórn flokksins og skal heyra beint undir hana, skv. 15. grein félagslaganna.
Nánar verður sagt hér frá landsfundinum og ályktunum hans síðar í kvöld.
JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.4.2017
Nær 70% Breta fylgjandi Brexit - en Evrópusambandið reynir að leggja stein í götu Breta
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar, víðtækrar skoðanakönnunar YouGov telja 69% brezk stjórnvöld gera rétt með því að ganga úr Evrópusambandinu, aðeins 21% er andvígt því og telur að koma þurfi í veg fyrir þau áform.
Þetta eru skýrar áherzlur og ættu að sýna þjóðarstuðning við stefnu Theresu May sem verður þó að glíma við harla ágenga og ófyrirleitna mótleiki Evrópuveldisins (sjá hér neðar: Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta).
Í fréttinni kemur fram, að
af þeim sem telja rétt að ganga úr Evrópusambandinu hafi 44% kosið með þeim hætti í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í Bretlandi síðasta sumar þar sem 52% kusu með því að yfirgefa sambandið. Fjórðungur þeirra kusu gegn því að ganga úr Evrópusambandinu en telja engu að síður stjórnvöld gera rétt í ljósi niðurstöðunnar. (Mbl.is)
Takmarkaður er áhugi á því að halda annað þjóðaratkvæði um niðurstöður viðræðna Evrópusambandsins og Bretlands um úrsögn landsins samkvæmt könnuninni. 45% telja að breska ríkisstjórnin eigi að klára málið án frekari aðkomu þings og þjóðar, 27% vilja annað þjóðaratkvæði og 15% vilja að þingið greiði atkvæði um væntanlegan samning.
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sagt að hún sé reiðubúin að ganga frá samningaborðinu ef ekki verði í boði nægjanlega góður samningur. Enginn samningur sé betri en slæmur samningur. Meirihluti Breta er sammála þessu samkvæmt skoðanakönnuninni eða 55%. Tæpur fjórðungur telur rétt að fallast á þann samning sem verði í boði. (Mbl.is)
Leið Breta á að verða tvíhliða viðskiptasamningar
Ennfremur er góður stuðningur við það með hvaða hætti May hyggst ganga úr Evrópusambandinu. Það er að sækjast eftir tvíhliða, víðtækum fríverslunarsamningi. Þannig telja 61% að leið forsætisráðherrans virði niðurstöðu þjóðaratkvæðisins en 11% telja svo ekki vera. Tæpur helmingur, eða 49%, segjast ánægð með þá leið en fjórðungur óánægður.
Þá hafa fleiri trú á að May geti skilað góðri niðurstöðu fyrir Bretland í viðræðunum við Evrópusambandið en þeir sem hafa það ekki eða 48% gegn 39%. (Mbl.is, nánar þar.)
Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta
Viðbrögð ESB ættu að geta kennt Íslendingum einhverja lexíu - eða þeim sem ekkert höfðu lært af því, hvernig Brussel-valdaklíkan ætlaði að fara með okkur í makríldeilunni (að "úthluta" okkur 3,2% hlut í veiðunum á NA-Atlantshafi! - og um sama leyti setti ESB löndunarbann á Færeyinga!) og einnig í Icesave-málinu (að dæma á okkur, saklaus, fulla greiðsluskyldu vegna þeirra reikninga í einkabanka!!!). Bretar hefðu líka mátt búast við svipuðum trakteringum af þessum fyrrum samlagsmönnum sínum.
Stórveldasambandið hefur þegar krafið Breta um greiðslu 50-60 milljarða evra vegna úrsagnarinnar, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna! (sbr. erlend skrif hér).
Þá berast fregnir af því, að Evrópusambandið krefst þess nú, að Bretlandi verði nægjanlega ágengt í skilnaði sínum við sambandið, áður en viðræður um viðskiptasamning þeirra á milli geti hafizt! - en þessi krafa kemur fram í viðræðuáætlunum ESB sem birtar voru í morgun (Mbl.is segir frá þessu í annarri frétt að morgni 31. marz: ESB verður ekki við ákalli May). Sbr. einnig hér: ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit.
Hvort minnir þessir erfiðleikar Breta ekki á fleygan kviðling Jóns prófessors Helgasonar í Árnasafni í Kaupmannahöfn:
Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark
en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,
mun hljóta notuð herra sinna spark
og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.
Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,
og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,
skal fyrr en varir hremmd í harða kló.
Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!
Undirstrikun hér!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Telja rétt að ganga úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30.3.2017
Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum - o.fl. af sama toga, jafnvel skammt undan ...
"Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto-brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenningarnir eru frá..."
Þannig hefst frétt á aðalsíðu RÚV, og þegar smellt er áfram inn í fréttina alla, kemur væntanlega engum á óvart, að framhaldið er með þessum hætti:
Rialto-brúin er sú elsta af fjórum sem liggja yfir aðalsíki Feneyja, Canal Grande. Um hana fer jafnan fjöldi ferðafólks frá morgni til kvölds." Tilvitnun lýkur. (Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum)
Frá Skandinavíu berast svo aðrar fregnir: af ungri, danskri konu sem "situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Tveir félagar hennar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi," segir þar, en fréttin (ný) endar svo, á Mbl.is:
Um það bil þriðjungur þeirra Dana sem hefur farið til Sýrlands eða Íraks til þess að berjast með Ríki íslams eru konur. Frá árinu 2012 hefur danska öryggislögreglan, PET, fengið upplýsingar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýrlands til þess að berjast með Ríki íslams.
Þessir atburðir halda áfram og eru flestir í tengslum við öfgaislamista. Það er ein ástæðan fyrir því, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa á síðustu misserum verið að endurskoða róttækt afstöðuna til mikils innflutnings múslima og yfirhöfuð til viðamikils starfs islamskra trúfélaga, en þar hefur sitthvað gruggugt og beinlínis ískyggilegt komið í ljós, þegar farið var inn í moskurnar með falda myndavél (bæði í Danmörku og Englandi).
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29.3.2017
Rógburður ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki
Aðeins fjögur ríki eru með krónugjaldmiðil, en sú íslenzka er þeirra sterkust: hefur frá árinu 2013 styrkzt um 15-45% gagnvart helztu gjaldmiðlum, er þar með "sú sterkasta í heimi" að sögn greiningardeildar Arion-banka. Þá hafi einnig verið lítið flökt á krónunni.
Greiningardeild Arion banka gerði samanburð á gengi krónunnar eftir hrun á Íslandi og annarra gjaldmiðla eftir kreppuna á Norðurlöndum 1991 til að meta hvort gengisþróunin væri svipuð eftir fjármálaáföll. Svo er ekki. Raungengið hefur styrkst mun hraðar á Íslandi en það gerði á Norðurlöndum. Á tíu ára tímabili hélst raungengið á Norðurlöndum um 10% til 20% veikara en það var fyrir bankakreppu. Íslenska krónan er hins vegar komin 6% yfir sögulegt meðaltal. (Mbl.is)
Mikill andróður var lengi vel gegn krónunni, að hún væri "svo veik", einmitt þegar sveigjanleiki hennar var lykilatriði til að verjast í eftirköstum bankakreppunnar og ná að styrkja á ný útflutningsatvinnuvegi okkar og leggja grunninn að margfölduðum vexti í ferðaþjónustu.
En nú er sterk króna orðin staðreynd og mun draga úr uppgangi ferðaþjónustunnar og hægja á fjölgun ferðamanna að mati greiningardeildarinnar, en það virðist undirrituðum þó ásættanlegt, við þurfum að gera svo margt til að bæta hér aðstæður, vegakerfið, þjónustu og aðgengi ferðamanna að mörgum helztu stöðum, þ.m.t. þeim sem þeir hafa fæstir upplifað ennþá. Við þurfum að taka okkur tíma í þessa uppbyggingu og vanda hér allar aðstæður, en ekki óttast, að hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, því að betra er að fá auðugri ferðamenn en gífurlegan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á viðkvæmum náttúruperlum.
Svo eigum við ekki að láta ESB-sinnana um það að endurútgefa rógsherferð sína gegn krónunni með nýjum formerkjum. Hún bjargaði okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leið Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri þjónkan við Evrópska seðlabankann!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Sterkasta og stöðugasta króna heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2017 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28.3.2017
Svikastjórnina frá!
Ríkisstjórn með minnihl.fylgi hangir inni á einu atkvæði eftir feluleiks-svik BB við kjósendur í haust,* vill þó einkavæða á fullu! Viðreisn vill 20% gengisfellingu, flokkur með 3,1% fylgi!
Hvað halda þessir menn að þeir séu? Hverjum eiga þeir að þjóna? SA og SI eða þjóðinni? Og af hverju lækka þeir ekki vextina strax? Er það af því að þeir vilja koma óorði á okkar vel hæfu krónu, í þeirri ljótu von sinni að geta narrað þjóðina inn í það stórríki sem þeir hafa svarið hollustu sína, Evrópusambandið?
Út af með þessa menn af vellinum! Nýjar kosningar strax í vor, áður en þessar boðflennur hafa gert af sér meiri óskunda!
* Sbr. Þorvald Gylfason prófessor í Fréttablaðinu 23. febr. sl.: "þeir hafa eins atkvæðis meirihluta á Alþingi og það í krafti stolinna kosninga."
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27.3.2017
Vefsíða eina flokksins sem þorir að undirbúa framtíðina og taka af snerpu á málum! Framboð tilkynnt. Ríkisstjórnin á nástrái ...
Farið á áhugaverða vefsíðu (þá nýrri) hjá Íslensku þjóðfylkingunni sem heldur landsfund sinn næsta sunnudag. Sjá x-e.is. Auk góðra uppl. um stefnuna er þar strax hafinn undirbúningur næstu alþingiskosninga, menn geta byrjað að safna meðmælendum á eyðublöð sem þar má prenta út. Hangir ekki núverandi ríkisstjórn á nástrái hvort sem er?!
Auk fundarboðs til landsfundar eru frambjóðendur til leiðandi starfa innan flokksins kynnt þar. Helgi Helgason, fyrsti formaður okkar, hefur tilkynnt, að hann vilji hætta störfum, en berjast áfram með okkur "í fótgönguliðinu". Fjórir bjóða sig fram til formennsku og fjórir til varaformanns. Ritari verður sem áður skipaður af flokksstjórn og einnig gjaldkeri, væntanlega skv. endurskoðuðum lögum flokksins (hugsanlegar lagabreytingar verða fyrsta verkefni landsfundar). Þá bjóða 15 manns sig fram til flokksstjórnar, þar á meðal núverandi formaður. Allir eru þessir frambjóðendur nafngreindir á vefsíðunni x-e.is.
Við stefnum á öflugan og orkugefandi landsfund á sunnudaginn og hvikum hvergi frá okkar þjóðhollu stefnumálum sem flestir aðrir flokkar eru ýmist tregir til að taka á í sínum stefnuskrám eða springa jafnan á limminu þegar til kastanna kemur. Það á t.d. við um skattalækkanir, fyrirheiti um hækkun persónuafsláttar, afnám okurvaxta á íbúðalán, fjárveitingar til bráðnauðsynlegra þyrlukaupa Landhelgisgæslunnar og margt fleira. Svo eru það þau mál líka sem við Þjóðfylkingarmenn einir þorum að nefna á nafn, eins og að segja upp Schengen- og EES-samningunum og að afnema eða a.m.k. endurskoða frá grunni nýju útlendingalögin, þar sem ekki er horft til framtíðarhags þess fólks sem byggir þetta land.
Jón Valur Jensson.
Innanflokksmál | Breytt 30.3.2017 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24.3.2017
Marine Le Pen - flottur upprennandi þjóðarleiðtogi?
Marine Le Pen er farin að sýna á sér þjóðhöfðingjasnið, með heimsókn sinni í Kremlarhöll til Valdimírs Pútín, þótt rangt sé að taka það sem beinan stuðning hans við hana; hann undirstrikar að þar sé oft tekið á móti stjórnarandstöðumönnum frá ýmsum löndum. En eftir fundinn með Pútín hvatti frú Marine til þess að bundinn yrði endi á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fer fram 7. apríl nk. Og það er nánast hnífjafnt milli Le Pen og helzta keppinautar hennar, Macrons. Meira af því seinna.
Einhver gæti haldið Íslensku þjóðfylkinguna augljós systursamtök hinnar frönsku Þjóðfylkingar (Front national) frú Le Pen, en það er ekki rétt, og enskt nafn okkar er The National Icelandic Alliance, ekki National Front. Með því er líka vísvitandi sneitt hjá öllum hernaðar- eða vígalegum hugrenningatengslum orðsins "front"! Við viljum fylkja fólki saman um sjálfstæði lands og þjóðar.
En við í ÍÞ erum mjög ánægð með það, að frú Marine gerði alla rasista og fasista brottræka úr flokknum,* rétt eins og Svíþjóðardemókratar gerðu það sama við of róttæk ungmennasamtök sín árið 2015.** Við söfnum ekki ruslaralýð í Íslensku þjóðfylkinguna, heldur sönnum þjóðarvinum og baráttufólki fyrir réttlátum kjörum alþýðu.
* Hún losaði sig jafnvel við sinn eigin föður úr flokknum vegna ofurróttækni hans! En rammhlutdrægur "fréttamaður" RÚV, Kári Gylfason, var rétt í þessu að lýsa Marine Le Pen sem "þjóðernispopúlista [sem] þykir hafa öfgafull viðhorf" og eitt af þeim kaus hann svo greinilega að nefna í næsta orði: að hún vilji úrsögn Frakklands úr Evrópusambandinu! En eru það öfgar?!
** Í framhjáhlaupi má geta þess, að skv. nýjustu skoðanakönnun Dagens Nyheter og sænska sjónvarpsins eru Svíþjóðardemókratar orðnir næststærsti flokkur landsins, komnir yfir Hægri flokkinn (18%) með heil 19,2%. Svíþjóðardemókratar stofnuðu sinn flokk 1988, en náðu ekki inn á þing (yfir 4% múrinn) fyrr en 2010. --Já, þjóðlegum flokkum í Evrópu vex hratt fiskur um hrygg á síðustu árum vegna óábyrgrar innflytjendastefnu þýzkra, norrænna og niðurlenzkra krataflokka og annarra meðvirkra flokka sem hanga gjarnan í pilsfaldi Evrópusambandsins.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Pútín fundar með Le Pen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23.3.2017
Donald Trump yngri gagnrýnir Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna, vegna ummæla hans um hryðjuverkaárásir sem nánast normal þátt í borgarlífi
Hér um vísast til pistils sem birtur var á þessu bloggi í dag. Umræðan þar var áhugaverð um sumt, eins og hrikaleg hryðjuverk öfgaislamista í Bretlandi. Þeim mun hneykslanlegri eru ummæli þessa borgarstjóra, en eitt er víst, að ekki veldur hann islamistum vonbrigðum með þessum þægðarlegu orðum sínum; menn geta svo velt því fyrir sér, hvort hann er meðvirkur með hatursöflum meðal róttækustu fylgismanna Múhameðs.
En skoðið þetta, þið sem misstuð af þeirri umræðu: Múslimskur borgarstjóri Lundúna talar um hryðjuverkaárásir sem nánast eðlilegan þátt í borgarlífi!
Jón Valur Jensson.
Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)