Bandarísk trúfélög vilja hjálpa til við að rétta af vinstri slagsíðuna í evrópskum stjórnmálum

Allir vita hvernig efnis­hyggja og eig­in­hagsmunir stórfyrirtækja tröllríða stjórn­mála­flokkum, hér á landi sem annars staðar. Verða mörg mjúku málin undan að láta, jafnvel líf hinna ófæddu, og heiðar­legir, rétt­lætis­sinn­aðir flokkar eiga erfitt uppdráttar gegn þeim pólitísku veldis­kjörnum sem þrífast á mútu­greiðslum og öðrum framlögum auðkýfinga og fyrirtækja, sem leita áhrifa í löggjafarsamkundum og sveitarstjórnum, sjálfum sér í hag.

Þess vegna er það einmitt svo ágætt, sem Guðrún Hálfdánar­dóttir segir frá í grein sinni á Mbl.is, að a.m.k. 50 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, 6,3 millj­arðar króna, hafa komið frá mörgum banda­rískum trú­ar­hópum til stuðnings við evrópska flokka sem beita sér gegn dæmigerðum vinstri og öfgafrjáls­hyggju-áherzlum eins og fóstur­vígum, harðri LG­BTQ-stefnu og þeirri fásinnu að leyfa svo til hömlulausan innflutning fólks til Evrópu frá næstu heimsálfum.

Meðal þeirra samtaka, sem hafa tekið til hendi í þessu efni, eru Billy Graham-trúboðssamtökin, sem af rausnarskap hafa gefið 20 millj­ón­ir Bandaríkjadala til evrópskra stjórnmála­hreyfinga árin 2008-2014.

Því ber að fagna, að það eru ekki lengur efnishyggju­rekandi stórfyrirtæki sem ein eða öðrum fremur sitja (með útsendurum sínum og áhrifum) að kjötkötlum stjórnmála­flokka, heldur sýna kristin samtök og kirkjufélög í Ameríku nú ábyrgð í verki með því að rétta hjálparhönd hinum fjársveltu kristnu flokkum í Evrópu og þeim sem standa gegn glórulausum glóbalisma í anda Georgs Soros og Angelu Merkel.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband