"Alltaf langað til að drepa kristna manneskju!"

sagði hælisleitandi hér á landi í lög­reglu­bíl eftir hand­töku. Hrylli­legar eru líf­láts­hót­anir hans við íslenzka lög­reglu­menn, hótaði jafnvel að afhöfða annan þeirra og drekka blóðið því til fögnuðar! Sjá frétt DV (Mbl.is virðist enn ekki vaknað í málinu).

Minnt skal á, að þótt múslimar á Íslandi séu enn hlutfallslega fáir, um eða undir 2.000, þá hafa þrír múslimskir karlmenn nú þegar myrt hér tvær konur (á Akranesi og Hagamel) og eitt gamal­menni. Slík hryll­ings­verk eru ekkert til að alhæfa út frá, en hitt jafn-ljóst, að kæruleysis­ummæli eins og þau, að múslimar séu almennt meinlausir, eru billeg alhæfing.

Viðauki. 

Nú hefur Mbl.is birt frétt um málið, en virðist ósýnt um, að blogga megi um fréttina. Þar kemur m.a. fram, að Lands­rétt­ur hafi úr­sk­urðað karl­mann þennan í gæslu­v­arðhald til 9. ág­úst "fyr­ir þjófnað, hót­an­ir, vald­stjórn­ar­brot og lík­ams­árás­ir. Maður­inn er hæl­is­leit­andi og á eng­an saka­fer­il hér á landi."

Undarlega brást héraðsdómur við ósk um gæzluvarðhald þessa glæframennis, en Landsréttur gerði betur:

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafnaði því að maður­inn yrði lát­inn sæta gæslu­v­arðhaldi en Lands­rétt­ur sneri þeirri niður­stöðu við í gær.

Sam­kvæmt rann­sókn­ar­gögn­um hafði lög­regla níu sinn­um af­skipti af mann­in­um á tíma­bil­inu 12. mars til 12. júlí á þessu ári. 

Fram kem­ur að maður­inn hafi hótað lög­regluþjóni líf­láti með því að ætla að taka af hon­um höfuðið þegar lög­regla hafði af­skipti af hon­um vegna þjófnaðar í Smáralind. 

„Á leið á lög­reglu­stöðina sagði kærði að h[ann] hafi alltaf langað til þess að drepa kristna mann­eskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð henn­ar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar og beindi þeim orðum til lög­reglu­manns­ins að hann gæti orðið fyr­ir val­inu hjá hon­um,“ seg­ir í greina­rgerð máls­ins.

Alls er maður­inn sakaður um fjög­ur þjófnaðar­brot, tvær lík­ams­árás­ir, hót­an­ir og vald­stjórn­ar­brot. Auk þess er maður­inn sakaður um að hafa hótað starfs­mönn­um líf­láti sem gómuðu hann við þjófnað. (Mbl.is)

Úrsk­urður Lands­rétt­ar.

 

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hælisleitandi?  Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur...

Kolbrún Hilmars, 17.7.2019 kl. 18:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Líklega hefur ritstjórinn af góðmennsku sinni bannað blogg um fréttina til að reyna að hindra að eitthvert bullutröllið verði kært fyrir hatursáróður.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.7.2019 kl. 19:53

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hélt að það væru bara góðir einstaklingar sem sækja hér um hæli!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2019 kl. 19:57

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

https://gunnlauguri.blog.is/blog/gunnlaugur_i/#entry-2237812

Gunnlaugur I., 18.7.2019 kl. 05:04

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þorsteinn Sigurlaugsson, haturslöggan er hin íslenska STASI og hefur marg reynt að þagga niður í JVJ og tugum annarra.

JVJ og hann hæfur líka verið kærður, en öllum þeim málatilbúnaði verið vísað frá eða endað með sýknu. Hvað ertu að verja? Þöggun og skert tjáningarfrelsi sumra ? Svaraðu því ?

Gunnlaugur I., 18.7.2019 kl. 05:09

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er að benda á mögulega skýringu á því, að ekki er hægt að blogga við fréttina Gunnlaugur. Hvernig í ósköpunum færðu út úr því að ég sé að verja eitthvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2019 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband