Mánudagur, 8.7.2019
Orð eru til alls fyrst, en vitlausri og varasamri hugmyndafræði þarf að hafna
"Flóttabörn" var fullyrt á 17 manna stuðnings- og mótmælafundi þennan sunnudag. En hér er EKKI um flóttafólk að ræða frá stríðssvæðum, heldur hælisleitendur frá löndum sem teljast örugg.
Það er fráleitt að fara að ráðum einnar af skipuleggjendum mótmælanna (líkl. Heiðu Hafdísardóttur) sem fullyrðir út í bláinn, að "Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin." Með því að búa til slíka allsherjarreglu væri verið að opna landamærin algerlega fyrir öllum hælisleitendafjölskyldum, og það væri fljótt að spyrjast út, með ásókn margra þúsunda slíkra hingað árlega.
Þótt landið sé bærilega stórt, er þetta mest spurning um fjárhagslega getu okkar til að bæta öllu slíku fólki (sem á fimm árum gætu orðið tugþúsundir) við okkar lista um fólk í þörf fyrir félagslega aðstoð, læknishjálp, framfærslustyrki, túlkahjálp, húsnæðisaðstoð, Rauðakrosshjálp með þeirra rándýru lögfræðingum o.s.frv. En ríkisstjórnin er einmitt á sama tíma að skera niður framlög til öryrkja og heilbrigðiskerfisins!
Ábyrgðarlaust er því þetta No Borders-lið, sem er kjarninn á bak við þessi illa til fundnu mótmæli, sem ætluð eru til að þrýsta enn meira á okkar veikgeðja stjórnvöld.
Þar að auki hefur þjóðin aldrei verið spurð, hvort hún vilji á fárra ára fresti halda áfram að margfalda íbúatölu Múhameðstrúarmanna á Íslandi.
Jón Valur Jensson.
Sýna flóttabörnum samstöðu með barnabrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.