Miðvikudagur, 29.5.2019
Sundurlyndi vinstri manna birtist víða, meðal annars ...
í gagnrýni Oddnýjar G. Harðard. á Katrínu Jakobsd. á eldhúsdegi Alþingis (sjá tengil).
Guðm. Andri Thorsson segir: "af jarðarinnar hálfu byrja allir dagar fallega," en svo fari mennirnir að böðlast. Skot á Dag B. Eggertsson og félaga hans í borgarstjórn, sem eru á veldi mikillar efnishyggju, ofurskattheimtu og hömlulausra ofurframkvæmda? Allt verður að víkja fyrir sókn þeirra í að leyfa byggingaraðilum að troða sér alls staðar niður með hótelbyggingar, jafnvel á grafreitum gamalla Reykvíkinga, og íbúðablokkir spretta upp á gorkúluhraða án þess að vandað sé til verka og án traustra iðnaðarmanna, enda er margt slíkt húsnæði þegar farið að gefa sig.
Svo eru vinstri menn og "umhverfissinnar" almennt farnir að snúa á haus sinni stefnu gagnvart náttúrunni með auðsveipri hlýðni við ESB-miðstýringar-orkumálastefnu sem miðar að meiri gernýtingu vatnsfalla og orkulinda en áður hefur þekkzt, ekki í þágu íslenzks iðnaðar og heimilanna, heldur til að selja slíka orku úr landi, öðrum til gróða og uppbyggingar iðnaðar í öðrum löndum -- áþekkt því að hætta að verka fisk í vandaðar neytendaumbúðir, heldur senda hann í sínu hráasta formi úr landi. En þriðji orkupakkinn er aðeins ein af fleiri birtingarmyndum hins vanhelga sambands "vinstri grænna" og hægri gróðaafla í landstjórninni.
Ögmundur Jónasson, fyrrv. ráðherra Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, talar nú um þann flokk sem Hreyfinguna, framboð!
Jón Valur Jensson.
Oddný skaut fast á Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.