Laugardagur, 2.3.2019
Hrollvekjandi niðurstöður norskra dómsmála Þrjú af hverjum fjórum grófum ofbeldisbrotum eru framin af innflytjendum - DV
Niðurstöðurnar eru sláandi en samkvæmt þeim voru 98 hinna dæmdu innflytjendur eða um tveir þriðju hinna sakfelldu. [Raunar hvorki 3/4 né 2/3, heldur 70%, jvj.]
Um er að ræða mál þar sem hnífsstungur, högg og misþyrmingar koma við sögu. Í sumum málanna hlutu fórnarlömbin alvarlega áverka, sem munu jafnvel fylgja þeim allt lífið, og önnur voru í lífshættu. Í þriðjungi málanna voru hnífar, glerbrot eða flöskur notaðar. Meirihluti hinna dæmdu eru karlmenn.
Það er því ljóst að í þessum málaflokki er hlutfall innflytjenda mun hærra en það er í samsetningu Oslóarbúa. Samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni eru 33 prósent íbúa Osló innflytjendur. Undir skilgreininguna innflytjandi falla þeir sem hafa flutt til Noregs eða eru fæddir í Noregi en eiga foreldra sem fæddust erlendis.
Ragnhild Bjørnebekk, sem vinnur að rannsóknum á ofbeldisbrotum, sagðist í samtali við TV2 ekki vera hissa á þessu háa hlutfalli innflytjenda. Hún sagðist telja að ein af ástæðunum sé að margir innflytjendanna koma úr samfélögum þar sem ofbeldi er algengara en í Noregi. Þetta sé einnig oft viðkvæmt fólk sem hafi upplifað miklar hörmungar."
Og nú er það bara spurning hvort góða fólkið fer að viðurkenna staðreyndir! --JVJ.
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.