Af nokkrum könnunum á fylgi ÍÞ

Fylgi Þjóð­fylk­ing­ar­innar hefur skiljanlega, eftir tvö meiri háttar áföll fyrir flokkinn, við þing­kosn­ing­arnar 2016 og 2017, hrunið í könnunum og kosn­ingum. En það má alveg rifja hér upp nokkrar kannanir, óháð niður­stöðum kosninga:
 
Í skoðanakönnun MMR 15. nóv. 2016 var Íslenska þjóð­fylkingin með aðeins 0,6% fylgi. https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2185145/
 
Í ágúst 2017 var Íslenska þjóðfylkingin komin upp í 1,6% í nýrri MMR-könn­un https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2201082/
 
Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu í byrjun okt. 2017 fekk Íslenska þjóðfylkingin 4,96%.  https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2203725/
 
Og í skoðana­könnun á vef Útvarps Sögu birtri 12.4.2018 sögðust 6,42% myndu kjósa Íslensku þjóðfylk­inguna í borgar­stjórnar­kosn­ingunum. https://thjodfylking.blog.is/blog/thjodfylking/entry/2214640/
 
Þessar kannanir bera því vitni, að ÍÞ hefur oft átt nokkurn hljóm­grunn meðal kjósenda, og þar á geta vel orðið breyt­ingar til batn­aðar við nýjar og breyttar aðstæður, sem ekki verða séðar fyrir. Fleiri kannanir en þessar hafa verið gerðar, þar sem flokkurinn kemur við sögu, en þetta er látið nægja í bili. Ýtarlegri samantekt verður birt seinna, þegar meira hefur tínzt saman af þessu tagi.
 
Nú er líklegt, að Sigríður Andersen sé að gera hvað hún getur til að fæla ekki fleiri frá eigin flokki til íhalds­samari flokka í innflytj­enda­málum.
 
Þar að auki er ÍÞ eignalaus flokkur og sjóðs-laus og stendur því vitaskuld á meðan veikum fótum í athyglisbaráttu við flokka sem árlega "ræna" hundruðum milljóna króna úr ríkissjóði í eigin flokksskrifstofur í stað þess að láta félagsmennina standa undir útgjöldum þeirra, úr eigin vösum, eins og við í ÍÞ höfum árum saman þurft að gera!
 
Jón Valur Jensson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband