Yfirlýsing Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna fólksflutningasáttmála SÞ

Íslenska þjóðfylkingin hafnar þeim SÞ-fólks­flutn­inga­sátt­mála sem ýmis ríki stað­festa 10. des. í Mar­okkó. Stjórn­völd van­ræktu að láta þýða og kynna sátt­málann, þótt legið hafi hann fyrir í tvö ár!

Sátt­málinn hefur það mark­mið að tryggja stöðuga fólks­flutn­inga landa á milli og miðar að því að fjölga íbúum Evrópu um a.m.k. tugi milljóna á hverjum áratug. Samþykkt sáttmálans er ekki sögð lagalega bindandi, yrði þó pólitískt bindandi eins og Mann­rétt­inda­sáttmáli SÞ 1948. En þessi sáttmáli skerðir fullveldi landa sem samþykkja hann, m.a. um landa­mæra­vörslu, og yrði stór­skað­legur þjóðríkinu, þjóð­tungunni þegar aðfluttum fjölgar, menningu og velferðarkerfi sem mundi sligast undan álagi. ÍÞ skorar á ríkis­stjórn­ina að skrifa ekki undir og tekur undir kröfur margra um þjóðaratkvæðagreiðslu um hann.

Mörg ákvæði hans íþyngja þjóðríkinu og þrengja ótrúlega að tjáningar­frelsi einstaklinga og fjölmiðla, en gefa aðkomu­fólki forréttindi, m.a. til ólöglegs innflutn­ings án þess að upplýsa um þjóðerni, og fullan rétt til "fjöl­skyldu­samein­ingar", þar með margföldun innflytjenda. Þá er kveðið á um að í allri kosninga­baráttu beri að styðja við innflutning fólks. Ennfremur er staða islamssiðar og sjaríareglna tryggð!

Þetta er ekki sáttmáli sem miðast við velferð og öryggi Íslendinga eða réttmæta þjóðarhagsmuni, einungis hag og meintan rétt aðfluttra. Aðförin að tjáningar­frelsinu er hverjum valdamanni til ófrægðar sem samþykkir þennan kröfuharða sáttmála. 

Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband