EINN stjórnmálaflokkur sýnir ábyrgð gagnvart þjóðinni vegna þjóðflutningasamnings SÞ!

Íslenska þjóðfylkingin lýsir því yfir, að hún hafnar algerlega þeim SÞ-fólks­flutninga­sáttmála, sem mörgum ríkjum heims er ætlað að stað­festa nk. mánudag 10. des. í Mar­okkó. Ríkis­stjórn­in hef­ur al­ger­lega van­rækt að láta þýða og birta sátt­málann, þótt legið hafi fyrir í tvö ár, og ekkert gert til að kynna hann, fremur beitt þar þöggun!

Sáttmáli þessi hefur það meginmarkmið að koma á fót og tryggja stöðuga og samfellda fólksflutninga (regular migration) landa á milli og miðar öðru fremur að því að fjölga stórlega íbúum Evrópu, að því er virðist í margra tugmilljóna tali á hverjum áratug. Samþykkt sáttmálans er ekki sögð lagalega bind­andi, en yrði þó pólitískt bind­andi, rétt eins og Mannréttindasáttmáli SÞ 1948 reyndist verða. En hér er um gerólíkan sáttmála að ræða, full­veld­is­skerðandi fyrir þau lönd sem skrifa upp á hann, m.a. um landa­mæravörslu, og í reynd stórhættu­legan þjóð­ríkinu sem slíku, þjóð­tungunni, eftir því sem aðflutt­um fjölgar, menningu og velferðar­kerfi, sem mundi sligast undan álaginu. ÍÞ skorar á ríkis­stjórnina að skrifa ekki undir og heitir á forseta Íslands að hafna því að staðfesta samninginn.

Mörg mikilvæg ríki afneita því með öllu að staðfesta sáttmál­ann, þ.á m. Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Danmörk, Eistland, Ítalía, Pólland, Sviss og Tékkland. Mörg ákvæði hans eru afar íþyngjandi fyrir viðkom­andi þjóðríki, en auka stórlega réttindi aðkomufólks. Þar á meðal má nefna "Markmið 4, aðgerð f" sem felur í sér, að þótt ekki sé vitað, af hvaða þjóðerni farand­fólkið (migrants) sé, þá eigi það ekki að koma í veg fyrir, að það fái landvist, og í Markm. 11 (f) er gert skylt að meðtaka ólöglega innflytjendur; staðhæf­ingu um "mismunun" megi nota til að mæla með hverjum þeim sem flytjast vill inn í land. Markm.16 (c) tryggir fjölskyldu­sameiningu viðkomandi og þar með margföldun innflytjenda sem tengjast honum. Markm.17/33 kveður á um að engin gagnrýnis­hugsun leyfist gagnvart framkomu innflytjenda (migrants, far­enda), gagnrýni (criticism) er stranglega fordæmd. Markm.17 (a) beinist gegn frjálsri tjáningu og innflytj­endur sjálfkrafa taldir saklausir og fórnarlömb. Markm.17 (c) felur í sér stjórn fjölmiðla og ritskoðun, fjölmiðlar verði að lýsa innflutningi fólks jákvætt, en þeir, sem geri það ekki, verði sviptir öllum stuðningi og fjár­fram­lögum. Eitt ágeng­asta ákvæðið, Markm.17 (g), kveður á um að í allri kosninga­baráttu (til þings og sveitar­stjórna) beri að styðja við innflutning fólks. Í Markmiðum 7 (a & b), 15 (e) og 20 (i) eru svo sérstök ákvæði til að tryggja stöðu islamssiðar og sjaríareglna!

Þetta er á engan hátt sáttmáli sem miðast við velferð og öryggi Íslendinga eða réttmæta þjóðarhagsmuni okkar, einungis hag og meintan rétt aðfluttra. Aðförin að tjáningar­frelsinu er kapítuli út af fyrir sig og hverjum þingmanni til minnkunar sem samþykkir þennan kröfuharða sáttmála. En verður hann borinn undir atkvæði alþingismanna? Okkur er ekki einu sinni lofað því! Að engu er slíkur sáttmáli hafandi, segjum við í stjórn Íslensku þjóðfylking­arinnar.

Þessi lengri gerð af samþykkt stjórnar Íslensku þjóðfylk­ingar­innar er send öllum alþingis­mönnum o.fl. aðilum, en styttri gerð hefur verið send öllum helztu fjölmiðlum í dag.


mbl.is Ísland tekur þátt í alþjóðasamþykkt um farendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú er byrjuð endurtekning á innleggi mínu í Útv. Sögu í morgun, FM 99,4 í Rvík, einmitt um þetta mál, flutningasáttmálann.

Jón Valur Jensson, 10.12.2018 kl. 21:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í grein á Eyjunni er því m.a. haldið fram, að "efni samþykktarinnar [sé] innan þess lagaramma og framkvæmdar sem nú þegar er í gildi á Íslandi og kallar lokaútgáfa hennar ekki á lagabreytingar."

En í sáttmálanum er víða talað um að lög skuli endurskoðuð í undirskrifta-ríkjunum,* m.a. í markmiði (objective) 6 (k): "Review relevant national labour laws, employment policies and programmes..."
og hér: (5:c): "Review and revise existing options and pathways for regular migration ..."
Ennfremur (4:f): "Review and revise requirements to prove nationality at service delivery centres to ensure that migrants without proof of nationality or legal identity are not precluded from accessing basic services nor denied their human rights ..."
Og hér (7/23:a): "Review relevant policies and practices ..."
Og hér (12/28): "We commit to increase legal certainty and predictability of migration procedures ..."
Og hér (13/29:c): "Review and revise relevant legislation, policies and practices related to immigration detention ..."
Og hér (15/31:a): "Enact laws and take measures to ensure ..."
Og í markmiði 17 er gert ráð fyrir miklum breytingum á lagareglum um leyfilega samfélagsumræðu og um refsikerfi gegn því, sem samingshöfundar virðast telja of mikið tjáningarfrelsi, og í 17/33:a segir: "Enact, implement or maintain legislation that penalizes hate crimes and aggravated hate crimes targeting migrants, and train law enforcement and other public officials to identify, prevent and respond to such crimes ..." (og þetta er afar víðtækt túlkað þar, langt umfram löggjöf hjá okkur).
... o.fl. o.fl. á hinum 34 þéttprentuðu blaðsíðum þessa sáttmála!

Í Eyjugreininni segir og: "Þá er þátttaka í þessari samþykkt í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um stuðning við mannréttindi og núgildandi framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda." ---Þetta er ekki í samræmi við það, sem ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu fyrir kosningarnar 2017, og alveg laust við allt gagnsæi! Hvergi og aldrei hefur ríkisstjórnin fengið umboð til að undirrita svona gríðarlega skuldbindandi alþjóðlegan sáttmála 164 af um 230 ríkjum heims, og ekkert var hirt um að kynna Alþingi málið. Af hverju álöngu árabili gátu þau ekki ÞÝTT þennan 34 blaðsíðna texta?! Er ekki Katrín forsætisráðherra sífellt að gera mikið úr ást sinni á íslenzkri tungu og menningu?!

* Meðal ríkja, sem undirrita EKKI sáttmálann, eru Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Eistland, Ítalía, Króatía, Pólland, Slóvakía, Sviss, Tékkland og Ungverjaland.

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 14:25

3 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Og lesendur hafa væntanlega veitt því eftirtekt, að í markmiði 4(f) er verið að afnema hér í reynd virka landamæravörslu með því m.a. að nú megi allir koma til Evrópu án þess að upplýsa um heimaland sitt! -- og þetta á jafnt við um ISIS-liða, al-Qaída-liða og talibana! Og bannað verður að viðlagðri refsingu að gagnrýna framferði farandfólksins.

Íslenska þjóðfylkingin, 11.12.2018 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband