Sunnudagur, 9.9.2018
Glæsilegur árangur Svíþjóðardemókrata
Vitaskuld er það stórsigur Svíþjóðardemókrata í kosningunum, ef þeir fá 19,2% atkvæða, í stað 12,9% fyrir fjórum árum. Á sama tíma hefur fylgi Sósíaldemókrata hrapað úr 31,0% í 26,2% og Móderata úr 23,3% 2014 (en 30,1% árið 2010) í 17,8% nú (sem Bogi Ágústsson vill þó kalla "átján prósent"). Svíþjóðardemókratar eru þar með orðnir stærstir meðal borgaralegu flokkanna, en hafa þó aðeins setið 8 ár á þingi! Þetta er því einstaklega mikill árangur.
Þessar tölur byggja þó á útgönguspám, en kjörstöðum var lokað kl. 18.00 og búizt við að talningu ætti að geta lokið í kvöld.
Falli umhverfisflokkurinn Miljöpartiet út af þingi (hann er rétt ofan við 4% lágmarkið nú), er ríkisstjórn kratans Löfvens augljóslega fallin.
Jón Valur Jensson.
Sósíaldemókratar stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Evrópumál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Athugasemdir
Sæll! Ég sé eina mest áberandi breytingu heimsmyndarinnar birtast í auknum áhuga okkar Íslendinga á gengi annara landa pólitík,einkum Evrópu og Bandaríkjanna. Úrslitin skipta okkur miklu máli þótt við ráðum engu þar um.
Þar sem Evrópa skiptist í tvær andstæðar fylkingar,með eða gegn ESB, gleðst ég innilega yfir árangri Svíþjóðardemókrata.
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2018 kl. 22:41
Þakka þér gott innlegg, Helga. --JVJ.
Íslenska þjóðfylkingin, 11.9.2018 kl. 03:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.