Vill borgarstjórn Dags B. Eggertssonar ekki fækka umferðarslysum?

Enn einu sinni varð umferðarslys á gatnamótum Kringlumýr­ar­braut­ar og Miklu­brautar í kvöld. Hvað ætli þau séu orðin mörg, sem komast hefði mátt hjá á þessum mestu slysa­gatna­mót­um landsins? En SKEMMDAR­VERK vilja Dagur & félagar fremja til að koma í veg fyrir mislæg gatna­mót þar, fremur en að gera skyldu sína og láta setja upp slíkt mannvirki sem fyrst til að 1) draga úr slysum, 2) auðvelda liðugri umferð um þessar stofn­brautir Reykja­víkur og 3) minnka mengun í borginni, því að kyrrstæðir bílar í gangi menga miklu meira en bílar á eðlilegum ökuhraða. (Að Dagur, Holu-Hjálmar & Co. séu á móti mengun, er bara mýtha, sem hentar þeim sjálfum, þar til upp um þá kemst.)

Þetta er sett hér fram út frá því, sem undir­rituðum barst til eyrna, að Dagsmenn í borgar­stjórn vilji láta reisa íbúðabyggð á horni Miklu­brautar og Kringlumýr­ar­braut­ar, nálægt Kringlunni! En með því væri brugðið fæti fyrir fyrri áform (ekki Dagsmanna!) um að byggja þar mislæg gatnamót.

Stefna Dagsmanna er ekki aðeins það, sem kalla má naívisma í sam­göngu­málum, heldur beinlínis lífs­hættu­leg og skaðvaldur fyrir borgar­búa sem aðra sem leið eiga um borgina. Þess vegna er í raun brýn nauðsyn að stuðla að því, að gervi­meirihlutinn, sem nú stjórnar borginni og vill sem minnstar lýð­ræð­islegar ákvarðanir í borgarstjórn (öllu skal vísað til lokaðra funda borgar­ráðs!), falli sem fyrst vegna innri ágreinings og umfram allt vegna þrýstings frá borgarbúum sem sætta sig ekki við fáræðisstjórn Dags B. og félaga, sem hafa EKKI umboð frá meirihluta borgarbúa til að bregða fæti fyrir mislæg gatnamót!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband