Mánudagur, 25.6.2018
Gyðingahatur meðal múslima í Svíþjóð olli glæp og nú refsidómum
Um þetta má lesa á Mbl.is. Gerendur voru tveir ungir Palestínumenn og Sýrlendingur, og dómarnir fyrir að kasta benzínsprengju inn í sýnagógu Gyðinga í Gautaborg í desember sl. hljóðuðu upp á 15 mánuði til tveggja ára. Slíkt Gyðingahatur er einnig þekkt í Frakklandi og víðar og fórnarlömbin þónokkur á seinustu árum, fólk sem beinlínis var myrt, í París og í Suður-Frakklandi, vegna þess að það var Gyðingar. Eru franskir Gyðingar jafnvel farnir að flytjast til Ísraels vegna erfiðra samskipta við 5-6 milljónir múslima í Frakklandi.
Ekki er boðið upp á það, að úr þessum árásum og ýmsum öðrum glæpum, svo sem kynferðislegri áníðslu kvenna, dragi með því að fjölga enn flökku- og farandfólki frá Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Yfirvöldum ber að fara mjög varlega í þeim efnum og láta ógert að lofa jafnvel meintu flóttafólki varanlegri búsetu og ríkisborgararétti, því að fyrst þarf a.m.k. að komast reynsla á, að um nýta samborgara verði að ræða, en ekki ótíndan glæpalýð eða þátttakendur í illu athæfi öfgahreyfinga meðal múslima eða í hatursáróðri gegn Vesturlöndum, samfara því, að reynt er að mjólka þar félagslega kerfið alveg í botn. Beinast liggur við að veita hjálp við flóttamenn til þeirra eigin landa eða nágrannalanda þeirra, með aðstoð við að koma þar upp heimilum, bæta hreinlætisaðstöðu, grafa brunna, stuðla að atvinnuverkefnum o.m.fl. þar sem fjármunir nýtast margfalt betur en hér í norðlægum hálaunalöndum.
Dómarnir yfir Gautarborgar-piltunum, sem réðust á bænahús Gyðinga, eru í raun of vægir, en saksóknari hafði farið fram á 8 ára fangelsi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Dæmdir fyrir íkveikju í bænahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk, Innflytjendamál | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.