Föstudagur, 25.5.2018
Dæmigerð leyndarhyggja vinstri flokka sem þóttust gagnsæir: fela að þeim leyfðist ekki að ljúga í bréfum, m.a. til útlendinga, að hér sé "skylda að kjósa"
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kvartar réttilega, að bókanir hans við vafasamar gerðir Dagsmanna verða ekki opinberaðar fyrr en eftir kosningar. Í útsendum bréfum til nýrra kjósenda er ranglega fullyrt, að það sé Skylda að kjósa í þessum kosningum!
Ástæðan fyrir því að bókun hans var talin innihalda gögn sem ekki mátti birta opinberlega er, að sögn Kjartans, sú að í bókun hans gerir hann athugasemd við orðalag í bréfum, sem senda átti nýjum kjósendum Reykjavíkurborgar og vísar til orðalags í bréfunum.
Í bókuninni vísar Kjartan nánar til tekið til þeirrar fullyrðingar að það sé "skylda að kjósa." Kjartan gerði athugasemdir við þetta orðalag í bréfum sem senda átti nýjum kjósendum, ungu fólki og innflytjendum og taldi það villandi (Mbl.is).
Vitaskuld er það villandi, því að það er engin borgaraleg skylda hér að kjósa, hvorki til sveitarstjórna né til Alþingis. En svo örvæntingarfullur virðist nú vinstri meirihlutinn (sem enn hangir í dag sem slíkur) að þau reyna nú allt hvað þeir geta til að fiska upp atkvæði útlendinga hér, ekki af því að þeir flokkar séu betri kostur fyrir útlendingana heldur en aðrir, heldur trúlega af þessum ástæðum:
- að fólk nýlega komið hingað þekkir ekki til hörmulegs valdaferils vinstri flokkanna og ömurlegrar frammistöðu þeirra við stjórn fjármála og annarra mála borgarinnar, en gæti því öðrum fremur látið gabbazt af áróðri Dagsmanna & Co.,
- að þeim mun fremur sem Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum er illa við óskert sjálfstæði og fullveldi Íslands, ímynda þeir sér, að Evrópumönnum sé vel við þá; en þroskaðir og sjálfstætt hugsandi útlendingar láta ekki, er þeir kynna sér málin, telja sér trú um, að það sé neinu landi til góðs að svínbeygja sig fyrir ofurvaldi stórveldis sem æ ofan í æ og helzt hvarvettna reynir að fjarstýra þar hlutum með íhlutunarsemi og reglugerðarskógi og meiri lagaátroðningi en nokkurn tímann hafa fundizt dæmi um í gervallri veraldarsögunni og er þar að auki sjálft, þetta Evrópusamband, stórhættulegt eigin þjóðum með árveknisleysi sínu og linkindarstefnu gagnvart ofurflæði múslima inn í Evrópu, ofurfjölgun þeirra þar og þegar til orðnum margvíslegum vandræðum og jafnvel mannskæðum hryðjuverkum vegna öfgahreyfinga sem þrífast í meiri hluta landanna meðal harðlínu-múslima öðrum fremur.
Jón Valur Jensson.
Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.