Ekkert framsal lands- og orkunýtingar-réttinda til Evrópusambandsins!

Íslenska ţjóđfylkingin er 100% andvíg lagningu sćstrengs frá Íslandi til Skotlands og hinu nýja orku­miđlunar­batteríi Evrópu­sambands­ins, sem kennt er viđ ACER. 

Ţórdís Kolbrún ferđamála-, iđnađar- og nýsköp­unar­ráđherra, Sjálfstćđisflokki, virđist tvístígandi gagnvart ACER-málefninu og hampar hlut­drćgri skýrslu meints sérfrćđings sem gerir lítiđ úr allri hćttu af upptöku ţeirrar stefnu. 

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfrćđingur hefur hins vegar jarđađ allar röksemdir sem komiđ hefur veriđ á framfćri í ţágu ACER-stefnunnar. Hann er hér í svipađri stöđu og kollega hans, Loftur heitinn Altice Ţorsteinsson, sem manna fagmann­legast barđist fyrir réttindum Íslands í Icesave-málinu.

Ţađ er mikilvćgt ađ allur almenningur verđi sér međvitađur um ţetta háska­samlega ACER-mál og veiti stjórnvöldum, ekki sízt í Sjálfstćđis­flokknum, fullt og stöđugt ađhald í málinu, annars er viđbúiđ ađ illa geti fariđ, ţví ekki er ţrýstingurinn lítill sem fulltrúar lands okkar eru beittir til ađ koma orkudreifingu okkar á hendur undirstofnun Evrópusambandsins, međ hrikalegum afleiđingum fyrir orkuverđ hér og allt framhald okkar virkjunarmála (vatns-, jarđvarma- og vindorku).

Einna bezt geta menn fylgzt međ ţessu ACER-máli á áđur tilvísađri vefsíđu Bjarna Jónssonar og á Moggabloggi samtakanna Frjálst land, sem og á Moggabloggi Heimssýnar

  • Íslenska ţjóđfylkingin vill ađ Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verđi ćtíđ ađ fullu í eigu ţjóđarinnar og ekki verđi lagđur rafstrengur úr landi. (Úr stefnuskrá flokksins.)

Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sćti á frambođslista Íslensku ţjóđfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.


mbl.is Vinni orkustefnu fyrir Ísland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband