Mánudagur, 7.5.2018
Ekkert framsal lands- og orkunýtingar-réttinda til Evrópusambandsins!
Íslenska þjóðfylkingin er 100% andvíg lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands og hinu nýja orkumiðlunarbatteríi Evrópusambandsins, sem kennt er við ACER.
Þórdís Kolbrún ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sjálfstæðisflokki, virðist tvístígandi gagnvart ACER-málefninu og hampar hlutdrægri skýrslu meints sérfræðings sem gerir lítið úr allri hættu af upptöku þeirrar stefnu.
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur hefur hins vegar jarðað allar röksemdir sem komið hefur verið á framfæri í þágu ACER-stefnunnar. Hann er hér í svipaðri stöðu og kollega hans, Loftur heitinn Altice Þorsteinsson, sem manna fagmannlegast barðist fyrir réttindum Íslands í Icesave-málinu.
Það er mikilvægt að allur almenningur verði sér meðvitaður um þetta háskasamlega ACER-mál og veiti stjórnvöldum, ekki sízt í Sjálfstæðisflokknum, fullt og stöðugt aðhald í málinu, annars er viðbúið að illa geti farið, því ekki er þrýstingurinn lítill sem fulltrúar lands okkar eru beittir til að koma orkudreifingu okkar á hendur undirstofnun Evrópusambandsins, með hrikalegum afleiðingum fyrir orkuverð hér og allt framhald okkar virkjunarmála (vatns-, jarðvarma- og vindorku).
Einna bezt geta menn fylgzt með þessu ACER-máli á áður tilvísaðri vefsíðu Bjarna Jónssonar og á Moggabloggi samtakanna Frjálst land, sem og á Moggabloggi Heimssýnar.
- Íslenska þjóðfylkingin vill að Landsvirkjun, RARIK og Landsnet verði ætíð að fullu í eigu þjóðarinnar og ekki verði lagður rafstrengur úr landi. (Úr stefnuskrá flokksins.)
Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Íslensku þjóðfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum.
Vinni orkustefnu fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.