Stöndum með arfleifð okkar og fólkinu okkar sem á skilið vandaða þjónustu íslenzkumælandi starfsfólks

Sjálfsagt er í fullvalda landi að emb­ættis­menn þar tali þjóð­tungu þess í störfum sínum, ekki aðeins sér­fræð­ingar eins og dýralæknar.

Íslenska þjóð­fylk­ingin tekur afstöðu gegn útvistun starfa á heilbrigðis- og umönn­unar­sviði í hendur lægstbjóðandi verk­tökum, sem bjóða smánarkjör þeim einstaklingum sem minnsta hæfni hafa, en taka samt störf frá miklu hæfara fólki sem og ríkisborgurum hér sem kunna okkar tungu og hafa sérhæft sig til starfa. 

Foreldrar okkar í þjónustu- og heil­brigðis­stofnunum eiga betra skilið en að vera í stöðu sambærilegri við niðursetninga fyrri alda þar sem umönnun þeirra var boðin lægstbjóðanda. Slíkt leiðir til laklegrar þjónustu þar sem sjúkir, vanburða og aldraðir fá bablandi þjónustu­fólk sem getur ekki gert sig skiljanlegt og hvorugur aðili skilur hinn! En þetta veldur mörgum öldruðum óþægindum og vansælu.

Jón Valur Jensson


mbl.is Dýralæknar verða að tala íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband